Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 48
24 9. október 2009 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Maria Shramko, sem starfar sem köku-
skreytingarmeistari hjá Myllunni, vann
til tveggja gullverðlauna og einna
bronsverðlauna í alþjóðlegu matreiðslu-
og bakarakeppninni The International
Kremlin Culinary Cup sem var haldin
í Rússlandi fyrr í mánuðinum. Keppn-
in er sú umfangsmesta sinnar tegund-
ar í Rússlandi og er keppt í hinum ýmsu
greinum köku- og matargerðarlistar.
Maria hlaut gullverðlaun fyrir brúðar-
tertu og sykurskreytingu og brons fyrir
karamelluskreytingu.
Maria er úkraínsk að uppruna. Eig-
inmaður hennar Sergei Shramko kom
hingað til lands til að vinna fyrir Marel
árið 1999 og fylgdu hún og börnin tvö
á eftir. Maria er með meistarapróf í
kökuskreytingum frá Rússlandi og
hefur unnið hjá Myllunni æ síðan. En
hvernig kom það til að hún ákvað að
taka þátt í keppninni? „Kennarinn minn
í Rússlandi hafði samband og hvatti mig
til að taka þátt en ég sagði henni að ég
teldi mig ekki tilbúna. Hún var á ann-
arri skoðun og ákvað ég að slá til enda
frábær áskorun og gott tækifæri fyrir
mig til að halda áfram að þroskast í
starfi,“ segir Maria en á meðan aðrir
keppendur höfðu marga mánuði til að
undirbúa sig hafði hún bara nokkr-
ar vikur. Maria sótti um að taka þátt
í tertuskreytingarhluta keppninnar en
hver umsókn fer fyrir sérstaka inntöku-
nefnd og er um sextíu prósentum um-
sækjenda hafnað. Maria komst áfram
og yfirgaf svæðið með fangið fullt af
verðlaunum.
„Það tók mig þrjá daga og svefnlaus-
ar nætur að verða klár fyrir keppnis-
daginn. Ég var harðákveðin í því að
gera mitt besta en taldi ólíklegt að ég
myndi vinna enda samkeppnin hörð.
Velgengnin kom mér því skemmtilega
á óvart,“ segir Maria, sem er staðráðin
í því að fara aftur út að ári og koma þá
heim með þrefalt gull. Hún er stolt af
því að keppa fyrir hönd Íslands en var
spurð að því ytra af hverju hún keppti
ekki fyrir Rússland. Svarið var einfalt:
„Ég bý og starfa á Íslandi. Þar eru börn-
in mín alin upp og því keppi ég fyrir
Ísland.“
Maria gerir mikið af veislutertum,
sykur- og karamelluskrauti fyrir Myll-
una. Hún er sannur listamaður og getur
mótað nánast hvað sem er úr súkku-
laði og sykri. Hana langar gjarnan til
að kenna Íslendingum að gera fleira
en sykurblóm enda hefur hún sitthvað
fram að færa. vera@frettabladid.is
MARÍA SHRAMKO: VANN TVÖ GULL OG BRONS Í BAKARAKEPPNI Í RÚSSLANDI
Stefnir á þrefalt gull að ári
STOLT AF ÞVÍ AÐ KEPPA FYRIR ÍSLAND Hér má sjá Mariu við sykurskreytinguna sem hún hlaut
önnur gullverðlaunin fyrir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
Kristmundar
Finnbogasonar
Hraunvangi 3, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeild-
ar Landspítalans í Kópavogi og heimahlynningar
Landspítalans fyrir frábæra umönnun og stuðning.
Jóhanna Daðey Kristmundsdóttir Lárus Grímsson
Pálmar Kristmundsson Sigríður Hermannsdóttir
Ágústa Kristmundsdóttir Örn Bjarnason
Hafdís Bára Kristmundsdóttir Þórir Ingibergsson
Guðmundur Kristmundsson Kristín Sördal
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Árnason
Suðurbyggð 1, Akureyri,
lést sunnudaginn 4. október. Útförin fer fram
frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 12. október
kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans er bent á
Mæðrastyrksnefnd á Akureyri, reikningur 0302 13
175063, kt. 460577-0209.
Þórarinn Stefánsson Sigurbjörg Jónsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir Yngvar Björshol
Gunnhildur Stefánsdóttir Árni Björn Stefánsson
Árni Stefánsson Herdís Klausen
Páll Stefánsson Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir
Ólöf Stefánsdóttir Ágúst Birgisson
og barnabörn og barnabarnabörn.
Útför ástkærs eiginmanns míns og föður
okkar,
Friðriks Árna
Kristjánssonar
Túngötu 23 Tálknafirði,
fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 10. októ-
ber kl. 14.00. Jarðsett verður í Bíldudalskirkjugarði.
Nanna Júlíusdóttir, börn og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín,móðir, tengdamóðir,
systir og amma,
Susie Bachmann
Depluhólum 10, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. okt-
óber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
19. október kl. 13.00.
Páll Friðriksson
Stefán Jóhann Pálsson Kristín Lilliendahl
Regína Gréta Pálsdóttir Einar Sveinn Hálfdánarson
Páll Heimir Pálsson Bryndís Skaftadóttir
Gréta Bachmann
og barnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, unnusta
og amma,
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Jörfagrund 25, Kjalarnesi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 4. október. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. október
kl. 13.00.
Sigurður Ólafur Oddsson Sandra Dögg Jónsdóttir
Sigþrúður Oddsdóttir
Jón Oddsson
Oddur Már Oddsson
Atli Björgvin Oddsson
Davíð Trausti Oddsson
Gústaf Jóhann Gústafsson
barnabörn og aðrir aðstandendur.
JOHN LENNON (1940-1980)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Lífið er það sem hendir þig
er þú upptekinn skipulegg-
ur annað.“
John Lennon stofnaði hina
heimsfrægu hljómsveit
Bítlana. Hann var myrtur 8.
desember árið 1980 af geð-
sjúkum aðdáanda.
MERKISATBURÐIR
1962 Úganda hlýtur sjálfstæði
frá Bretlandi.
1963 Skáldatími eftir Halldór
Laxness kemur út. Bókin
vekur mikla athygli, enda
gerir höfundurinn upp við
sósíalismann.
1965 Dagur Leifs Eiríkssonar
hins heppna er í fyrsta
skipti haldinn hátíðlegur á
Íslandi.
1992 Ný brú yfir Markarfljót er
vígð. Hún stytti hringveg-
inn um fimm kílómetra.
2006 Norður-Kóreumenn til-
kynna að þeir hafi fram-
kvæmt sína fyrstu kjarn-
orkutilraun.
2007 Yoko Ono afhjúpar Friðar-
súluna í Viðey á afmælis-
degi Johns Lennon.
Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin á
Íslandi, Stöð 2, tók til starfa þennan
dag árið 1986.
Hún var stofnuð að frumkvæði
Jóns Óttars Ragnarssonar og Hans
Kristjáns Árnasonar.
Valgerður Matthíasdóttir gekk svo
til liðs við þá og var áberandi í út-
litshönnun og dagskrárgerð stöðvar-
innar frá upphafi.
Dagskráin var byggð upp á að-
keyptu afþreyingarefni, leiknu ís-
lensku skemmtiefni og fréttum.
Í byrjun árs 1987 voru áskrifend-
ur um fimm þúsund, en þeir voru
svo orðnir tæplega 30 þúsund fyrir
árslok.
ÞETTA GERÐIST: 9. OKTÓBER 1986
Sjónvarpsstöðin Stöð 2 tekur til starfa
AFMÆLI
BRANDON
ROUTH
leikari er 31 árs.
NICKY
BYRNE
söngvari í
Westlife er
31 árs.