Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 16
16 9. október 2009 FÖSTUDAGUR Flestir sem hafa séð kvikmyndina Ferðalag keisaramör- gæsanna, sem Yvon le Maho stóð að ásamt öðrum vísindamönnum, minnast þess að hafa séð stóra hópa af mörgæsum hjúfra sig saman til þess að halda á sér hita í fimbulkulda Suðurskautslandsins. Síðan myndin var gerð hefur Maho haldið áfram rannsóknum á þessu atferli og gert ótrúlegar og óvæntar uppgötvanir. „Með því að hjúfra sig saman búa mörgæsirnar til hitabeltisloftslag í miðju hópsins,“ segir Maho. Þó að á Suðurskautslandinu sé nístandi frost er hitinn í miðju hópsins nálægt 37 gráðum á Celsíus. Hitinn er raunar svo mikill að mörgæsirnar halda það ekki lengi út í hlýjunni, og er hver fugl yfirleitt ekki leng- ur í hópknúsinu en 45 mínútur áður en hann yfirgefur miðjuna til að kæla sig niður, segir Maho. Ómögulegt hefði verið að komast að þessu með því að fylgjast með fuglunum sjálfum, enda mörgæsirnar hver annarri líkar. Maho segir að þar hafi verkfræðingar komið honum til aðstoðar og hannað ljósmæla og hita- mæla sem hægt var að festa á mörgæsirnar. Með því að mæla birtumagnið í kringum fuglana mátti sjá hvenær þær tróðu sér inn í hópinn, og um leið hvenær þær fengu nóg af hitasvækjunni og fóru aftur út í kuldann. FRÉTTAVIÐTAL: Umhverfismál á heimskautasvæðum Mörgæsir í vanda vegna hækkandi hita HÓPUR Þegar þúsundir mörgæsa hópast saman í þétta þvögu verður hitinn í miðju þvögunnar um 37 gráður, og þurfa mörgæsirnar að kæla sig niður eftir um 45 mínútur í þessu tilbúna hitabelti. NORDICPHOTOS/AFP HITABELTISLOFTSLAG HJÁ MÖRGÆSUNUM Ótrúlega margir þekkja vel til verka Yvons le Maho, þótt fæstir Íslendingar hafi heyrt minnst á þennan hægláta Frakka. Hann er einn af vísindamönnunum sem stóðu að kvikmyndinni Ferðalag keisaramörgæs- anna og á að baki áratuga- rannsóknir á heimskauta- svæðum. Hann berst nú fyrir því að þjóðir heims átti sig á vaxandi vanda vegna hækkandi hitastigs sjávar. Þótt mörgæsir og ísbirnir hittist aldrei í sínu náttúrulega umhverfi eiga þessar heimskautategund- ir það sameiginlegt að ef hitastig sjávar hækkar þó ekki sé nema um nokkur brot úr gráðu getur það gjörbreytt lífslíkum þeirra, og jafn- vel orðið til þess að þessar tegundir deyi út. Franski náttúruvísindamaður- inn Yvon le Maho er einn helsti sérfræðingur heims um umhverf- ismál á heimskautasvæðum, og hefur tileinkað síðustu tæpa fjóra áratugi rannsóknum á lífverum á heimskautasvæðum. Hann berst nú fyrir því að þær dýrategund- ir sem kunna best við sig í frosti og snjó eigi möguleika á því að blómstra og dafna á komandi árum og áratugum. Maho hefur haldið fyrirlestra víða um heim undanfarið um hlýn- un jarðar og það hvernig mörgæsir á Suðurskautslandinu takast á við umhverfisógn og loftslagsbreyt- ingar. Hann hélt fyrirlestur hér á landi í gærkvöldi á vegum Alliance Française. „Ég valdi þetta umræðuefni til þess að taka dæmi um hvern- ig breyting á loftslagi jarðarinnar getur haft bein áhrif á þær lífver- ur sem hér búa. Öfugt við það sem maður myndi halda er kuldinn ekki helsta vandamál mörgæsa á Suður- skautslandinu heldur hitinn,“ segir Maho. Örlítil breyting hefur slæm áhrif „Þrátt fyrir frábæra aðlögunar- hæfni, sem hefur gert keisara- mörgæsum og konungsmörgæsum kleift að lifa og dafna á Suður- skautslandinu, lenda þessar tegund- ir í miklum vanda þegar hitastig sjávar hækkar, þótt ekki sé nema um brot úr gráðu,“ segir Maho. Hækki meðalhitastig sjávar um 0,3 gráður á Celsíus minnka lífslíkur mörgæsanna úr 95 pró- sent í 85 prósent vegna minna fæðuframboðs. „Þessi örlitla breyting ein og sér hefur nægjanleg áhrif til að breyta fæðukeðjunni við Suðurskautsland- ið,“ segir Maho. „Við vitum auðvit- að að það eru sveiflur í árferði, það koma hlý ár og það koma köld ár. Þrátt fyrir það hafa stofnarnir haldist í jafnvægi þar til nú.“ Það sama má raunar segja um norðurheimskautið, þar sem hlut- fallslega lítil hækkun á sjávarhita getur minnkað hafísbreiðuna veru- lega. Það getur haft þær afleiðing- ar að hvítabirnir eigi erfiðara með að nálgast fæðu. Vandamálið er það sama á báðum pólum, sem og orsökin, segir Maho. Munurinn á stöðu hvítabjarna og mörgæsanna er sá að hvítabirnirnir eru nú þegar í útrýmingarhættu, en keisara- og konungsmörgæsir eru ekki í svo aðkallandi hættu. Enn sem komið er. Mikilvægir fiskistofnar í hættu Þótt vandi mörgæsa og hvítabjarna sé aðkallandi, og ætti í raun að vera nóg til að gripið verði til aðgerða, hefur mannkynið fleiri hvata til að reyna að stöðva hlýnun sjávar, segir Maho. Ef 0,3 gráðu hækkun á meðal- hita sjávar dugir til að breyta hegð- un fisks sem mörgæsir við suður- skautið reiða sig á til átu ættu þeir sem reiða sig á fiskveiðar að hug- leiða alvarlega hvaða áhrif hækk- andi hitastig hefur á þá fiskistofna sem halda heilu þjóðunum uppi, segir Maho. Þau vandamál muni koma fyrst og verst við fátækustu þjóðir heims, sem megi sannarlega ekki við því að fiskistofnar hrynji. Fjárhagslegur hvati lykillinn Þrátt fyrir alvarlega stöðu segist Maho bjartsýnn á að hægt verði að hægja á hækkun hitastigs á jörð- inni. Hann segir þær leiðir sem farnar hafi verið hér á landi gott dæmi um það, áherslan verði að vera á endurnýjanlega og umhverf- isvæna orkugjafa. „Rík lönd bera mikla ábyrgð gagn- vart fátækari ríkjum,“ segir Maho. Þrátt fyrir efnahagslegt hrun hér á landi verði Íslendingar að átta sig á því að þeir hafi það mjög gott sam- anborið við margar aðrar þjóðir. Hann segir lykilinn að því að fá fólk til að breyta um lífsstíl hratt vera fjárhagslegan hvata. Gríðar- legri orku sé sóað í Bandaríkjunum með því að nýta ekki almennings- samgöngur og lestir meira, og með því að einangra hús illa eða ekki. Þessu sé hægt að breyta með því að koma í gagnið sköttum eða skatta- afslætti til að hvetja fólk til þess að velja umhverfisvæna kosti. „Það eru alltaf til leiðir til að minnka þau áhrif sem við höfum á umhverfið. Í Frakklandi er verið að hanna háhraðalestarkerfi sem á að verða betri valkostur en innan- landsflug. Svona verða þjóðir heims að fara að hugsa,“ segir Maho. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir hækkandi hitastig mun það hafa hörmulegar afleiðingar, segir Maho. Ekki bara fyrir fjöl- breytileika dýralífs á jörðinni, held- ur einnig fyrir efnahag jarðarbúa. Við því verði að sporna. ÞEKKTUR Þótt fáir þekki Yvon le Maho í sjón þekkja margir kvikmynd sem hann tók þátt í að gera um 70 kílómetra göngu sem keisaramörgæsir á Suðurskautslandinu leggja á sig ár hvert í fimbulkulda og myrkri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FUGLABREIÐA Hvorki konungsmörgæsir né keisaramörgæsir eru í útrýmingarhættu, en það gæti breyst hækki hitastig sjávar áfram á næstu árum. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTAVIÐTAL BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Rúðuþurrkur NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá „Ég hef eytt megninu af mínum ferli sem vísindamaður í að rannsaka hvernig mörgæsir og önnur heim- skautadýr hafa aðlagast erfiðum aðstæðum,“ segir Yvon le Maho. Ein aðferðin sem mörgæsir nota er að geyma mat í maganum svo vikum skiptir. Þannig geymist fiskur án þess að skemmast í maga þeirra, þrátt fyrir að hitastigið þar sé um 37 gráður, segir Maho. „Ég komst að því nýlega að mör- gæsirnar framleiða efni í maganum sem drepur sveppi og bakteríur sem myndast þegar fiskur er geymdur í 37 gráðu hita lengi,“ segir Maho. Undir venjulegum kringumstæð- um yrði fiskurinn óhæfur til átu eftir margar vikur, og jafnvel eitraður, en þessi einkennilega leið mörgæs- anna sýnir að þær hafa aðlagast vel og geta geymt mat lengi án þess að hann frjósi eða skemmist. „Við höfum fundið heila, óskemmda fiska í maganum á mör- gæsum allt að fjórum vikum eftir að þær átu fiskinn,“ segir Maho. Hann bendir á að mögulega verði niðurstöður þessarar rannsóknar á mörgæsum til þess að nýjar aðferðir verði þróaðar til að geyma fisk og önnur matvæli í framtíðinni. Þá sé mögulegt að þær geti nýst við þróun lyfja í framtíðinni. GEYMA MAT VIKUM SAMAN Í MAGANUM SÍLSPIKAÐIR Ungar konungsmörgæs- arinnar eru stríðaldir af foreldrum sínum, en á ákveðnum tímapunkti fer í gang líffræðilegt ferli hjá foreldrunum og þeir yfirgefa ungana. NPRDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.