Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 20
20 9. október 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Stefán Ólafsson skrifar um
Icesave
Icesave-málið hefur fengið allt of stórt hlutverk í umræð-
unni miðað við hlut þess í vanda
okkar. Kostnaðurinn vegna
Icesave-ábyrgðarinnar er
nálægt 15 prósent af þeim byrð-
um sem eru að falla á ríkissjóð,
eða nærri 300 milljarðar nettó af um 1700. Þessi
skuld kemur til greiðslu eftir sjö ár og verður þá
greidd upp á minnst átta árum, á hagstæðara gengi
en nú er og föstum vöxtum. Hún gæti því hæglega
orðið minna en þessi 15 prósent sem nú teljast.
Eigum við ekki að fara að tala um aðalatrið-
in, hin 85 prósent vandans sem eru að leggjast
á þjóðina núna? Látum aukaatriðin vera aukaat-
riði, þó þau séu alvarleg og svívirðilegt að Lands-
bankamenn skyldu leggja þetta á þjóðina, með leyfi
Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Að fella ríkisstjórn sem hefur alla burði til að
koma þjóðinni út úr vandanum, vegna ágreinings
um málsmeðferð Icesave-samninganna, er að gefa
málinu meira vægi en réttlætanlegt er.
Þjóðin veit hvað gerðist hér. Hún veit að það
verða auknar byrðar og tímabundnir erfiðleikar.
Þjóðin vill aðrar áherslur en voru fyrir hrun, meiri
skandinavískar jafnaðaráherslur og minni banda-
ríska frjálshyggjuöfga í þágu auðmanna. Stjórnar-
flokkarnir standa fyrir þá leið og þeir eiga að klára
hana. Þeir þurfa að standa af sér tveggja ára erf-
iðleikatímabil og síðan fer allt upp á við aftur. Þá
mun þjóðin kunna þeim þakkir sem unnu óvenju
erfitt verk. Þá verður Ísland heilbrigðara í fram-
haldinu en verið hefur.
Slíðra þarf sverð. Ögmundur þarf að koma aftur
til mikilvægs hlutverks, t.d. eftir uppstokkun í
Stjórnarráðinu. Hans er þörf.
Því fyrr sem við komumst áfram með endur-
reisnina því fyrr er hægt að senda AGS úr landi og
þeim mun minni skuldum þurfum við að safna. Við
eigum að taka fast á vandanum strax, þó það verði
sársaukafullt. Þá komumst við fyrr og betur upp úr
feninu.
Einbeitum okkur að aðalatriðum. Mikilvæg
úrræði ríkisstjórnarinnar bíða framkvæmdar.
Komum okkur áfram. Það er vel hægt.
Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Icesave er 15 prósent af vandanum
STEFÁN ÓLAFSSON
Ef einhver væri öruggur um að hlaða niður ólöglega fyrsta
Fangavaktarþættinum, þá er það
líklegast Ólafur Ragnar, söguhetja
úr samnefndum þáttum. Söguþráð-
urinn skrifar sig nánast sjálfur:
„Þetta er sko alveg löglegt, það er
ekkert hægt að taka mann fyrir
þetta, frændi minn er alltaf að
dánlóda svona einhverju stöffi,
og það er ekkert gert við hann,“
mundi Ólafur útskýra um leið og
hann biði til sölu ylvolga Fanga-
vaktar-mynddiska, beint úr brenn-
aranum. Þátturinn myndi svo enda
á Ólafi sitjandi skömmustulegum
á meðan lögreglumenn og lögmað-
ur SMÁÍS renna gaumgæfilega
yfir hasarmyndirnar og klámið í
fartölvunni hans.
Þeirri grundvallarhugmynd að
listamenn, eða aðrir höfundar, eigi
að geta ráðið hvernig verk þeirra
séu notuð er erfitt að andmæla.
Flestir geta til dæmis verið sam-
mála um að tónlistarmaður eigi að
fá greitt fyrir vinnu sína og geti
sagt stopp þegar einhver hyggst
nota verk hans í auglýsingu t.d.
fyrir stjórnmálaflokk sem hann
styður ekki. En gæti listamaður-
inn beinlínis ákveðið að list hans
eigi ekki erindi við ákveðinn hóp
fólks? Til dæmis fólks af ákveðn-
um kynþætti, kynhneigð eða trú?
En hvað þá þegar listamaðurinn,
eða sá sem ráðstafar réttindum
hans, ákveður að sköpun hans eigi
einungis við fólk á ákveðnu land-
svæði, til dæmis að hún skulið ein-
ungis seld í Bandaríkjunum? Ekki
er víst að öllum þætti það eðlileg
ráðstöfun á hugverkaréttindum, í
það minnsta yrðu aðdáendur lista-
mannsins utan Bandaríkjanna án
efa lítt hrifnir.
Á meðan ráðamenn heimsins
ræða af krafti um afnám viðskipta-
hindrana á kartöflur og frosnar
fiskafurðir er verslun með tónlist
og kvikmyndir enn föst í viðjum
laga og venja sem sett voru utan
um allt aðra tækni en þá sem við
búum við í dag. Sem venjulegum
íslenskum neytanda er undirrituð-
um til dæmis torskilið hvers vegna
Íslendingar geti ekki keypt tón-
list í gegnum vefverslun iTunes. Í
öllu falli ætti EES-samningurinn
nefnilega að tryggja okkur aðgang
að tónlistarverslunum í löndum
Evrópu í krafti fjórfrelsis og þar
með ættu íslenskir neytendur hið
minnsta að geta verslað við dansk-
ar, þýskar eða breskar iTunes-
verslanir. Vandinn liggur víst í
því að danska iTunes verslunin
hefur ekki flutningsrétt á tónlist á
Íslandi, með öðrum orðum er litið
á þessar verslanir sem útvarps-
stöðvar!
Flókið net samninga um einka-
leyfi á dreifingu og öðrum rétt-
indum hafa í raun gert hvert ríki
að sérstöku einkareknu tollsvæði
með tónlist og kvikmyndir. Það er
af þessum ástæðum sem Íslend-
ingar geta til dæmis ekki hlað-
ið niður sjónvarpsþáttum sem oft
eru aðgengilegir án endurgjalds
í Bandaríkjunum. Bandarísku
stöðvarnar hafa einungis dreif-
ingarrétt í Bandaríkjum og því
er lokað á niðurhal annars staðar
frá, ef ske kynni að sjónvarpsstöð
í öðru landi skyldi hafa áhuga á
að taka þættina til sýninga. Hefð-
bundnar sjónvarpsstöðvar, sem
eitt sinn voru lífsnauðsynlegur
hlekkur í dreifingu afþreyingar-
efnis, eru þannig farnar að þvæl-
ast fyrir eðlilegum framförum.
Tilraunir til að læsa mynddisk-
um eftir landssvæðum eru annað
dæmi um andstyggilegar tilraun-
ir til að stýra aðgengi að afþrey-
ingu fólks eftir því hvar það býr.
En hér eins og annars staðar hefðu
ríkisstjórnir heims átt að grípa í
taumana og hindra slíka misbeit-
ingu á frjálsum markaði. Eitt skal
nefnilega vera á hreinu: Það er til
lítils að beina þunga reiði sinnar
að hagsmunasamtökum á borð við
STEF eða SMÁÍS, sem einfaldlega
starfa í því lagaumhverfi sem við
lýði er. Meginþrýstingur neytenda
ætti að vera á yfirvöld: Þau ættu að
tryggja það að markaður með tón-
list og kvikmyndir sé frjáls, opinn,
alþjóðlegur og boðlegur hugsandi
fólki.
Endurskoða þarf alla alþjóðlega
umgjörð afþreyingariðnarins og
vinda ofan af því kerfi einkarek-
inna tollsvæða sem aðilar hans
hafa fengið að reisa í skjóli úreltra
laga og venja. Svæðisbundnir
dreifingarsamningar og flutnings-
réttindi ættu almennt að heyra
sögunni og gera þarf heiminn að
einu markaðssvæði með afþrey-
ingu í takt við breytta tækni. Mik-
ill hagur væri fyrir íslenska neyt-
endur ef slíkt yrði raunin. Þurfi
höfundar að semja við óþarfa milli-
liði í hverju landi fyrir sig munu
Íslendingar aldrei sitja við sama
borð og stærri þjóðir þegar kemur
að óheftu aðgengi að tónlist og
kvikmyndum.
Hugverkavaktin
PAWEL BARTOSZEK
Í DAG | Einkarekin tollsvæði
Meginþrýstingur neytenda ætti
að vera á yfirvöld: Þau ættu
að tryggja að markaður með
tónlist og kvikmyndir sé frjáls,
opinn, alþjóðlegur og boðlegur
hugsandi fólki.
ömmur - mömmur - systur - vinkonur - frænkur …
fyrir allar dætur
Bleika slaufan er styrkur
gegn krabbameini
H
:N
m
ar
ka
ðs
sa
m
sk
ip
ti
/ S
ÍA
Gísl í ríkisstjórn
Flesta stjórnmálamenn dreymir
um að komast í ráðherrastól. Sama
verður ekki sagt um háskólakennara,
að minnsta kosti ef marka má viðtal
við Gylfa Magnússon viðskiptaráð-
herra í Viðskiptablaðinu í gær. Ekki er
á ráðherranum að skilja að hann sé
sérstaklega sáttur við hlutskipti sitt.
„Ég er fyrst og fremst háskólakenn-
ari í leyfi og finnst
það skemmtilegri
tilhugsun en að
gera stjórnmál
að ævistarfi. Ég
átti von á því þegar
mér var boðið þetta
starf í lok janúar að
ég þyrfti ekki að
sitja nema fram
að kosningum en það hefur eitthvað
framlengst.“ Er búið að innleiða
vistarband í ríkisstjórnina?
Flott hjá okkur
Fundargerð peningastefnunefndar
Seðlabankans var birt í gær. Þar
kemur meðal annars fram að nefnd-
armenn fagna því að Seðlabankinn
hafi nýlega gert mikilvægar
ráðstafanir til að styrkja
eftirlit með gjaldeyris-
höftunum og framfylgd
þeirra. Í peningastefnu-
nefnd Seðlabankans
sitja fimm manns, þar
af þrír starfsmenn
Seðlabank-
ans: Már
Guðmunds-
son, Arnór Sighvatsson og Þórarinn
Pétursson. Þeir voru sem sagt að
fagna eigin gjörðum.
En getið þið unnið saman?
„Við erum öll vinir og félagar og
viljum vera það áfram,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, á leið á þingflokksfund á
miðvikudagskvöld. Það er gott og
blessað en fullkomið auka-
atriði eins og sakir standa.
Aðalatriðið er hvort þing-
menn Vinstri grænna geti
komið sér saman um að
vinna að stefnu ríkisstjórn-
arinnar. Þeirri spurningu
hefur enn ekki verið
svarað afdráttarlaust.
bergsteinn@frettabladid.isJ
óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í tvígang á
stuttum ferli í embætti beðist afsökunar úr ræðustól Alþing-
is. Í fyrra sinnið, í mars, bað hún fyrrverandi vistmenn á
Breiðavíkurheimilinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á
ómannúðlegri meðferð sem þeir sættu þar. Hún gerði það
fyrir hönd stjórnvalda og þjóðarinnar.
Síðara skiptið var á þriðjudag. Þá bað Jóhanna íslensku þjóðina
afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda vegna hruns-
ins. Hún gerði það fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar.
Þar sem fátítt er að íslenskir ráðherrar biðjist afsökunar vekur
óneitanlega athygli að Jóhanna Sigurðardóttir skuli í tvígang á
sjö mánuðum biðjast afsökunar á gjörðum annarra.
Fyrra tilvikið er í ætt við kunn dæmi úr heimssögunni. Stjórn-
völd biðjast afsökunar á áratuga- eða aldagömlum misgjörðum
þáverandi valdhafa, oftast gagnvart afmörkuðum hópi. Með því
viðurkenna þau að forverarnir hafi gert rangt, lýsa iðrun vegna
þess og vona að sagan endurtaki sig ekki.
Afsökunarbeiðni þriðjudagsins er af öðrum meiði. Vanrækslan
og andvaraleysið sem Jóhanna baðst afsökunar á átti sér stað
fyrir fáeinum misserum.
Áður en að afsökunarbeiðninni kom í þingræðunni á þriðjudag
ræddi Jóhanna um sjálfa sig. Hún sagðist í störfum sínum sem
alþingismaður hafa þrásinnis spurt stjórnvöld um stöðu banka-
kerfisins en engin skýr og skilmerkileg svör fengið. Þó hefði
jafnan verið undirstrikað að engin hætta væri á ferðum. Þannig
kom Jóhanna því til skila að hún sjálf bæri ekki ábyrgð á því sem
aflaga fór.
En við hvaða stjórnvöld átti hún? Í raun er aðeins um fá tiltekin
embætti í ríkisstjórn og stjórnsýslunni að ræða. Þeir sem gegndu
þeim frá einkavæðingu bankanna, sem Jóhanna segir frumrót
ófaranna, eru: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde,
Valgerður Sverrisdóttir, Árni Mathiesen, Jón Sigurðsson, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Björgvin Sigurðsson, Eiríkur Guðna-
son, Ingimundur Friðriksson, Páll Gunnar Pálsson og Jónas Fr.
Jónsson.
Þetta er sem sagt fólkið sem bar ábyrgð á vanrækslunni og
andvaraleysinu sem Jóhanna gerði að umtalsefni á þriðjudag og
baðst afsökunar á. Allt er þetta fólk í fullu fjöri og líklega vel fært
um að biðjast afsökunar sjálft, sjái það til þess ástæðu.
Það er rétt sem Jóhanna sagði í ræðunni að þjóðin á heimtingu á
afsökunarbeiðni vegna hrunsins. En það er ekki sama hvaðan hún
kemur. Afsökunarbeiðni í krafti embættis er með öllu gagnlaus.
Hún verður að hrjóta af vörum þeirra sem ábyrgðina báru.
Afsökunarbeiðni getur aldrei verið útspil í pólitík. Hún verð-
ur að vera sönn. Afsökunarbeiðni þriðjudagsins ber með sér
að hafa orðið til á skrifstofu við Lækjargötu fremur en í hjarta
ráðherrans.
Fyrir hönd annarra:
Afsökunarbeiðni
forsætisráðherra
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR