Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 54
30 9. október 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég ætla að blása 2.600 lítrum af poppi yfir gesti staðarins,“ segir athafnamaðurinn Atli Már Gylfason. Atli er einn af skipuleggjendum poppkornspartís á skemmtistaðnum Top of the Rock á gamla Varnar- liðssvæðinu í Reykjanesbæ á laug- ardaginn. Atli og félagar eru búnir að hanna sérstaka popp- blásara sem fara í gang þegar partíið nær hápunkti. „Þetta eru tveir blásarar og algjört mix sem þrælvirkar,“ segir hann. Partíið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi samkvæmt Atla og að öllum líkindum það síðasta. Poppmagnið ku vera svo mikið að hann hefur enga trú á því að uppátækið verði endurtekið. „Þetta hefur verið haldið á hverju sumri á Majorka,“ segir Atli. „Ég fékk hug- myndina þar, þetta er önnur klikkaða hugmyndin sem ég fæ. Sú fyrsta var að halda froðupartí, ég flutti fyrstu froðuvélina til landsins og hélt nokk- ur froðupartí sumarið 2007. Nú langar mig að gera eitthvað nýtt og spennandi.“ Plötusnúðurinn Jay-Arr þeytir skíf- um í partíinu og forsala hefst í dag á Top of the Rock. Miðaverð er 1.000 krónur í forsölu og 1.500 krónur við dyrnar. Atli segir að popppoki fylgi hverjum miða. - afb 2.600 lítrar af poppi yfir dansþyrsta POPPARI Atli stendur rogginn við poppaðasta bíl Íslandssögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danshöfundurinn Jóhann Björg- vinsson setur upp verk á opnun hinnar árlegu Frieze Art Fair- listahátíð sem haldin er í London dagana 15. til 18. október. Opn- unin er á vegum tískutímarits- ins POP, sem er eitt vinsælasta grasrótartískutímaritið í dag, og verður haldið í nýju galleríi í eigu listamannsins Damiens Hirst. „Ritstjóri POP Magazine sá verk sem ég hafði sett upp í Lond- on fyrir tveimur árum. Hún varð svo hrifin af sýningunni að hún bauð mér í kjölfarið að taka þátt í þessari opnun,“ segir Jóhann. Verkið sem sýnt verður á opn- uninni er unnið út frá kvik- myndinni Crash eftir leikstjór- ann David Cronenberg og fjallar meðal annars um úrkynjun sam- félagsins. „Ég er að vinna með sex dönsurum, leikara og tónlist- arfólki við uppsetningu verks- ins. Ég kem sjálfur ekkert fram í verkinu heldur sé ég um alla framkvæmd auk þess sem ég leikstýri því.“ Jóhann starfaði um árabil sem dansari hjá Íslenska dansflokkn- um en flutti til London fyrir fjór- um árum og starfar nú eingöngu sem danshöfundur. Á síðustu árum hefur hann meðal annars sett upp verk í söfnum á borð við Victoria and Albert Museum, The Shunt og The Place. „Það er rosa mikil vinna sem liggur að baki hvers verks, en ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og bý því að reynslu sem hjálpar manni að takast á við allt stressið,“ segir Jóhann. Aðspurður segist Jóhann hafa hitt listamanninn Damien Hirst aðeins einu sinni, þá í opnun sýn- ingar sem haldin var af POP Magazine. „Ég geri ráð fyrir að hann verði viðstaddur opnun- ina, enda á hann galleríið sem við sýnum í. Þetta er alveg nýr heimur fyrir mér, ég hef verið svo lengi í grasrótinni og nú eru loks að opnast nýjar dyr fyrir manni. Það er mjög skrítið að upplifa þetta.“ Jóhann segist ekki vera á leið heim til Íslands í bráð heldur ætli hann að starfa áfram í London. „Það er spennandi að vera í þess- ari stórborg. Hér er svo mikið um að vera og tækifærin eru enda- laus og það er magnað að fá að kynnast því,“ segir Jóhann að lokum. - sm SÝNIR Í GALLERÍI DAMIENS HIRST GERIR ÞAÐ GOTT Jóhann Björgvinsson danshöfundur sýnir verk á opnun Frieze Art Fair í London. > JORDAN LÝGUR The Sun greindi frá því í vikunni að kærasti Jordan hefði gaman af því að klæða sig í kvenmannsföt. Alex Reid, sem er atvinnubardagamað- ur, vill meina að Price hafi skáld- að þetta til þess eins að vekja athygli á væntanlegri ævi- sögu sinni. „Honum finnst sem hún sé að nota hann til að fá athygli og til að halda sér í fjölmiðlum,“ sagði tals- maður Reids. Tinnudagur í Listasafni Kópavogs Laugardaginn 10. október 2009 Tinna Heildverslun verður með opinn dag í Listasafni Kópavogs þar sem sýndar verða flíkur úr Prjónasamkeppni Tinnu sem fram fór í sumar. Verðlaunaafhending og sýning á handverkinu fer fram í Listasafni Kópavogs laugardaginn 10. október frá kl. 14:00 til 17:00. Jafnframt verða kynntar nýjungar s.s garn, KnitoPro prjónar og Prjónablaðið Ýr 42. Innsendar flíkur í Prjónasamkeppnina má nálgast í Tinnu ehf., Nýbýlavegi 30, mánudaginn 12.október. Allir velkomnir. Með bestu kveðju, Starfsfólk Tinnu ehf. HEILDVERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.