Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 34
9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR8 ● geðhjálp
NOKKUR GÓÐ RÁÐ
Heilsupósturinn er yfirskrift
heilsueflingar sem Íslands-
póstur hefur staðið fyrir
síðustu ár.
Íslandspóstur er eitt stærsta fyrir-
tæki landsins. Þar starfa um 1.200
starfsmenn. Sérstaða fyrirtækisins
felst í þeirri þjónustu sem það veit-
ir og tengingunni við öll heimili á
landinu hringinn í kringum land-
ið, eða um 102.000 heimili, 300.000
einstaklinga og 35.000 fyrirtæki,
stofnanir og félagasamtök.
HEILSUPÓSTURINN
Heilsupósturinn er verkefni til
heilsueflingar innan Íslands-
pósts sem fyrirtækið hefur staðið
fyrir síðastliðin sex ár. Um 500
starfsmenn hafa tekið þátt í því ár-
lega frá upphafi. Undir merkjum
Heilsupóstsins bjóðast starfsmönn-
um reglulegar heilsufarsmæling-
ar (svo sem á blóðþrýstingi, BMI,
fituprósentu, mittismáli og blóð-
sykri) ásamt ráðgjöf og fræðslu á
sviði heilsuræktar.
Markmiðið er að fá sem flesta
starfsmenn til þess að huga að
betra líferni og þar með auka lífs-
gæðin. Segja má að Heilsupóstur-
inn sé orðinn lífsstíll hjá stórum
hópi starfsmanna og setja menn
sér bæði persónuleg og sameig-
inleg markmið. Styttri og lengri
gönguferðir eru skipulagðar á fjöll
og sléttlendi, til dæmis hafa starfs-
menn (og makar) farið á Hvanna-
dalshnúk, gengið yfir Fimm-
vörðuháls og nú síðast á Eyja-
fjallajökul. Auk þessa hafa ýmsir
vinnustaðir farið í gönguferð-
ir í sinni heimabyggð, svo sem á
Akureyri, Ísafirði, Vestmanna-
eyjum og Egilsstöðum. Póstganga
Íslandspósts hefur verið farin á
hverju ári frá stofnun fyrirtæk-
isins árið 1998. Starfsmenn, fjöl-
skyldur og vinir hafa fjölmennt í
göngurnar sem farnar hafa verið
víða um landið. Tekið skal fram að
makar starfsmanna eru hvattir til
þess að taka þátt í gönguferðum og
öðrum uppákomum á vegum Póst-
sins. Líkt og á undanförnum árum
verður ýmislegt skemmtilegt gert
á vegum Heilsupóstsins í vetur.
Lögð verður áhersla á líkamlega
hreyfingu, gönguferðir, mataræði
og fleira eins og áður, en meiri
áhersla verður á geðheilsu.
SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ OG GEÐHEIL
BRIGÐI
Haustið 2008 var ákveðið að
þema Heilsupóstsins yrði geð-
heilbrigði. Í framhaldi af því var
leitað til Geðhjálpar. Íslandspóst-
ur og Geðhjálp hafa tekið hönd-
um saman við að fræða starfs-
menn Íslandspósts um lífsgæði
og geðheilbrigði.
Sigursteinn Másson, formaður
Geðhjálpar, hefur heimsótt fjöl-
marga af vinnustöðum Íslands-
pósts og vakið starfsmenn til
umhugsunar um það sem hann
nefnir andlega sjálfsvörn. Segja
má að með þessu samstarfi sé
Íslandspóstur að sinna samfélags-
legri ábyrgð sem fyrirtæki allra
landsmanna.
Arndís Guðmundsdóttir,
Íslandspóstur hugar að geðheilbrigði
Starfsmenn Íslandspósts sem náðu á toppinn í bókstaflegri merkingu 19. maí 2007 þegar hátt í sjötíu manns gengu á Hvannadalshnúk undir leiðsögn þeirra Ingþórs Bjarna-
sonar og Haraldar Arnar Ólafssonar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Uppsögn er mikið áfall og getur
kallað fram sárar tilfinningar,
sorg og höfnunarkennd sem eru
eðlilegar tilfinningar við starfs-
missi. Á vefsíðu Lýðheilsustöðv-
ar, lydheilsa.is, má finna góð
ráð til að takast á við atvinnu-
missi. Meðal annars hefur Guð-
rún Guðmundsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og verkefnisstjóri Geð-
ræktar hjá Lýðheilsustöð, tekið
saman eftirfarandi ráð sem
gott er að hafa í huga þegar
erfiðleikar steðja að:
■ Hreyfing
og slökun.
Það er afar
mikilvægt
að hreyfa sig
reglulega og
reyna að slaka vel á. Algengt
er að þetta sé vanrækt þegar
manni líður illa.
■ Mjög mikilvægt er að
tryggja nægan svefn
og hvíld.
■ Þá er einn-
ig mikilvægt
að huga vel að
mataræðinu og
gæta að hollustunni
og nærast reglulega.
■ Æðruleysi. Gott getur reynst
að glöggva sig á hverju maður
getur breytt og setja stefnuna
á það. Það hefur lítið að segja
að hafa áhyggjur af einhverju
sem maður getur ekki haft
nein áhrif á.