Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 34
 9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR8 ● geðhjálp NOKKUR GÓÐ RÁÐ Heilsupósturinn er yfirskrift heilsueflingar sem Íslands- póstur hefur staðið fyrir síðustu ár. Íslandspóstur er eitt stærsta fyrir- tæki landsins. Þar starfa um 1.200 starfsmenn. Sérstaða fyrirtækisins felst í þeirri þjónustu sem það veit- ir og tengingunni við öll heimili á landinu hringinn í kringum land- ið, eða um 102.000 heimili, 300.000 einstaklinga og 35.000 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. HEILSUPÓSTURINN Heilsupósturinn er verkefni til heilsueflingar innan Íslands- pósts sem fyrirtækið hefur staðið fyrir síðastliðin sex ár. Um 500 starfsmenn hafa tekið þátt í því ár- lega frá upphafi. Undir merkjum Heilsupóstsins bjóðast starfsmönn- um reglulegar heilsufarsmæling- ar (svo sem á blóðþrýstingi, BMI, fituprósentu, mittismáli og blóð- sykri) ásamt ráðgjöf og fræðslu á sviði heilsuræktar. Markmiðið er að fá sem flesta starfsmenn til þess að huga að betra líferni og þar með auka lífs- gæðin. Segja má að Heilsupóstur- inn sé orðinn lífsstíll hjá stórum hópi starfsmanna og setja menn sér bæði persónuleg og sameig- inleg markmið. Styttri og lengri gönguferðir eru skipulagðar á fjöll og sléttlendi, til dæmis hafa starfs- menn (og makar) farið á Hvanna- dalshnúk, gengið yfir Fimm- vörðuháls og nú síðast á Eyja- fjallajökul. Auk þessa hafa ýmsir vinnustaðir farið í gönguferð- ir í sinni heimabyggð, svo sem á Akureyri, Ísafirði, Vestmanna- eyjum og Egilsstöðum. Póstganga Íslandspósts hefur verið farin á hverju ári frá stofnun fyrirtæk- isins árið 1998. Starfsmenn, fjöl- skyldur og vinir hafa fjölmennt í göngurnar sem farnar hafa verið víða um landið. Tekið skal fram að makar starfsmanna eru hvattir til þess að taka þátt í gönguferðum og öðrum uppákomum á vegum Póst- sins. Líkt og á undanförnum árum verður ýmislegt skemmtilegt gert á vegum Heilsupóstsins í vetur. Lögð verður áhersla á líkamlega hreyfingu, gönguferðir, mataræði og fleira eins og áður, en meiri áhersla verður á geðheilsu. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ OG GEÐHEIL BRIGÐI Haustið 2008 var ákveðið að þema Heilsupóstsins yrði geð- heilbrigði. Í framhaldi af því var leitað til Geðhjálpar. Íslandspóst- ur og Geðhjálp hafa tekið hönd- um saman við að fræða starfs- menn Íslandspósts um lífsgæði og geðheilbrigði. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, hefur heimsótt fjöl- marga af vinnustöðum Íslands- pósts og vakið starfsmenn til umhugsunar um það sem hann nefnir andlega sjálfsvörn. Segja má að með þessu samstarfi sé Íslandspóstur að sinna samfélags- legri ábyrgð sem fyrirtæki allra landsmanna. Arndís Guðmundsdóttir, Íslandspóstur hugar að geðheilbrigði Starfsmenn Íslandspósts sem náðu á toppinn í bókstaflegri merkingu 19. maí 2007 þegar hátt í sjötíu manns gengu á Hvannadalshnúk undir leiðsögn þeirra Ingþórs Bjarna- sonar og Haraldar Arnar Ólafssonar. MYND/ÚR EINKASAFNI Uppsögn er mikið áfall og getur kallað fram sárar tilfinningar, sorg og höfnunarkennd sem eru eðlilegar tilfinningar við starfs- missi. Á vefsíðu Lýðheilsustöðv- ar, lydheilsa.is, má finna góð ráð til að takast á við atvinnu- missi. Meðal annars hefur Guð- rún Guðmundsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og verkefnisstjóri Geð- ræktar hjá Lýðheilsustöð, tekið saman eftirfarandi ráð sem gott er að hafa í huga þegar erfiðleikar steðja að: ■ Hreyfing og slökun. Það er afar mikilvægt að hreyfa sig reglulega og reyna að slaka vel á. Algengt er að þetta sé vanrækt þegar manni líður illa. ■ Mjög mikilvægt er að tryggja nægan svefn og hvíld. ■ Þá er einn- ig mikilvægt að huga vel að mataræðinu og gæta að hollustunni og nærast reglulega. ■ Æðruleysi. Gott getur reynst að glöggva sig á hverju maður getur breytt og setja stefnuna á það. Það hefur lítið að segja að hafa áhyggjur af einhverju sem maður getur ekki haft nein áhrif á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.