Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 18
18 9. október 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 18 Velta: 213,4 milljónir OMX ÍSLAND 6 802 +0,81% MESTA HÆKKUN EIK BANKI +12,22% FØROYA BANKI +1,08% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETR. -16,67% ÖSSUR -2,44% MAREL FOOD SYS. -1,3% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 200,00 -16,67% ... Bakkavör 1,65 +0,00% ... Føroya Banki 140,50 +1,08% ... Icelandair Group 2,45 +0,00% ... Marel Food Systems 65,00 -1,37% ... Össur 120,00 -2,44% „Við höfum unnið að þessu megnið af árinu,“ segir Finn- ur Árnason, forstjóri Haga, móðurfélags Hagkaupa, Bón- uss og fjölda annarra verslana en greint var frá því í gær að félagið hafi undirritað samning við Nýja Kaupþing og Landsbankann (NBI) um endurfjármögnun á skulda- bréfaflokki sem er á gjalddaga 19. október næstkomandi. Hagar gáfu skuldabréfin út í kringum 2003. Nafnvirðið nam sjö milljörðum króna og bera skuldabréfin 5,6 pró- sent verðtryggða vexti. Uppreiknað verð þeirra nemur tíu milljörðum króna. Þetta jafngildir rúmum áttatíu pró- sentum af fjármögnun Haga, að sögn Finns Árnasonar forstjóra. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönn- un og samþykki lánanefnda bankanna. Það mun vera á lokametrunum. Hagar áttu 43 prósenta hlut í Húsasmiðj- unni en Vestia, dótturfélag Landsbankans, tók hann yfir á þriðjudag. Við það varð eignahlutur Haga að engu og hefur það verið afskrifað. - jab HAGKAUP Í SKEIFUNNI Hagar áttu tæpan helmingshlut í Húsasmiðjunni þar til á þriðjudag þegar Landsbankinn gekk að veðum. Bankar endurfjármagna Haga Bankastjórn evrópska seðlabank- ans og peningastefnunefnd Eng- landsbanka ákváðu báðar í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1,0 prósent en 0,5 prósent í Bretlandi. Vextirnir voru lækk- aðir hratt þegar fjármálakrepp- an herti tök sín á efnahagslífi heimsins í fyrrahaust og hafa þeir aldrei verið lægri. Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri evrópska bankans, sagði á vaxtafundi í gær rétt að halda vöxtum lágum og gaf í skyn að bankinn muni ekki auka pen- ingalegt aðhald á evrópskum fjár- málamörkuðum fyrr en aðildar- ríki myntbandalagsins ná að rétta úr kútnum. Þá tók hann undir með AGS og sagði að þótt vísbending- ar séu um efnahagsbata í Evrópu verði vegferðin upp á við hæg og vandasöm. - jab Enn lágir stýrivextir í Evrópu TRICHET Bankastjóri evrópska seðla- bankans segir ekki verða gerðar breyt- ingar á vaxtastigi á evrusvæðinu fyrr en efnahagsbati verði varanlegur. Ný skýrsla um áhrif orku- sölu til orkufreks iðnaðar á raforkuverð til heimila sýnir að hagræðing hefur leitt til lægra raforkuverðs. Ein af forsendum skýrsl- unnar er að virkjanafram- kvæmdirnar standi undir sér og ekki sérstakt tillit tekið til skuldsetningar orkusölufyrirtækja. Stærra raforkukerfi með meiri sölu til orkufreks iðnaðar hefur leitt til lækkunar á almennu verði raforku. Þetta er meðal niðurstaðna Jóhannesar Geirs Sigurgeirsson- ar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsvirkjunar, í nýrri skýrslu AtvinnuLífsinsSkóla um raforku- verð á Íslandi á árunum 1997 til 2008. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi Samorku um miðja vikuna. Fram kemur í skýrslunni að meðalfjölskyldan hafi greitt 30 prósentum lægra verð fyrir heim- ilisnotkun á raforku í fyrra, en hún gerði árið 1997. Á verðlagi síðasta árs voru greiddar 52.400 krónur fyrir 4.400 kílóvattsstund- ir á ári, í stað 74.500 króna árið 1997. „Í skýrslunni er sett fram sú kenning að lækkunin sé að miklu leyti komin til vegna þess að með stóraukinni sölu til orkufreks iðn- aðar verði til reiðu- eða umfram- afl sem hægt sé að nýta til að framleiða fyrir orkutoppana á almenna innlenda markaðinum,“ segir á vef Samorku. Jóhannes Geir segir að í útreikningunum sé ekki tekið sérstakt tillit til þeirrar skuld- setningar sem fylgir uppbygg- ingu stærra raforkukerfis. „Það breytir í sjálfu sér ekki þessari mynd þó maður gefi sér að þær framkvæmdir sem farið hefur verið í og orkusala þar að baki standi undir skuldsetningunni. Og bendir svo sem ekkert til annars þó að einstaka fyrirtæki geti lent í vandræðum með endurfjármögn- un ef við verðum áfram einangruð eyja í fjármálalegu tilliti. Ef það gerist verður nú margt annað sem við þurfum líka að hafa áhyggjur af,“ segir Jóhannes Geir. Í skýrslunni kveðst hann reyna að kafa ofan í eðli orku- markaðarins og hvort þar sé að finna orsakasamhengi. „Niður- staðan er sú að það sé til stað- ar því þarna geta menn samnýtt dýrustu þættina í aflinu, annars vegar aukaaflið sem þarf að vera til staðar til að mæta sveiflunni á innanlandsmarkaði og svo er það þannig með orkufreka iðnaðinn að hann tekur 80 prósent aflsins og tekur jafnt allt árið, en virkj- anirnar geta ekki framleitt allt árið. Þær þarf að stoppa vegna viðhalds og af ófyrirséðum orsök- um og þurfa því líka að hafa upp- sett afl umfram sína notkun og sé hægt að samnýta þetta fæst af því ávinningur,“ segir hann og kveður að í skýrslunni nýju sé komist að þeirri niðurstöðu að sá ávinning- ur hafi skilað sér til hins almenna notanda síðustu ár. olikr@frettabladid.is JÓHANNES GEIR SIGURGEIRSSON Í KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Verðið sem meðalfjölskyldan borgaði fyrir rafmagnsnotkun sína í fyrra er sagt 30 prósentum lægra en árið 1997. Í skýrslu sem kynnt var á fundi Samorku á miðvikudag er lækkunin að stórum hluta rakin til hagræðingar vegna orkusölu til orkufreks iðnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Borga minna vegna stóriðju Gott og slæmt að mati Gauta Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum, hefur tekið saman lista á bloggsíðu sinni yfir verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda hrunsins hér í fyrra. Ástar- bréf Seðlabankans, endurhverf viðskipti sem gerðu bönkum kleift að sækja sér fé hjá Seðlabankan- um í skiptum fyrir misgóðar tryggingar, vermir toppsætið. Gauti segir Seðlabankann hafa tapað þrjú hundruð milljörðum króna á viðskiptunum og gert hann gjaldþrota. Gjaldþrot seðlabanka er einsdæmi í vestrænni sögu, að því er hann best telur. Í öðru sæti eru neyðarlögin. Gauti telur að tryggðar innistæður hafi átt að vera forgangskröfur líkt og víða tíðkist. Við það hefðu allar eignir Landsbankans fyrst gengið upp í Icesave-skuldina. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið nær enginn og deilur við Breta og Hollendinga aldrei orðið. Viðtal Kast- ljóssins við Davíð Oddsson, þáver- andi seðlabankastjóra, vermir þriðja sætið. Gauti segir það heimshneyksli og valdið vatnaskilum enda hafi það í raun verið yfirlýsing um að íslenska ríkið myndi ekki standa við alþjóðlegar skuldbind- ingar sínar. Icesave-málið allt fellur sömuleiðis í þriðja sætið yfir verstu mistökin. Jákvæðir póstar Þrátt fyrir neikvæðan tón segir Gauti nokkra jákvæða punkta í hrunadansinum. Neyðarlögin segir hann jafnt verst sem best. Þrátt fyrir galla á lögunum hafi þau nægt til að halda bankakerfinu hér gangandi. Það sé afrek. Á meðal annarra jákvæðra pósta, að mati Gauta, er skipan sér- staks saksóknara og Rannsóknarnefndar Alþingis og val á þeim Gylfa Magnússyni og Rögnu Árna- dóttur í ráðherrastóla. Þótt Gauti lýsi ánægju sinni yfir ráðningu Más Guðmundssonar í starf seðlabankastjóra telji hann Þorvald Gylfason, annan umsækjanda um stöðuna, ekki hafa verið síðri kost. Peningaskápurinn ... Aðstoðarmaður við greiðslustöðvun og skilanefnd Kaupþings banka hf. boða til kröfuhafafundar kl. 10:00 þriðjudaginn 20. október 2009 á hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Skilanefndin mun gefa yfirlit yfir rekstur bankans og skýra frá þróun mála frá síðasta fundi með kröfuhöfum sem haldinn var í febrúar 2009. Kynntur verður samningur um uppgjör á milli Kaupþings og Nýja Kaupþings banka sem undirritaður var 3. september 2009. Einnig fá kröfuhafar kynningu á nýjustu fjárhagsupplýsingum um bankann. Í lok fundarins verður rætt um mögulega framlengingu á heimild Kaupþings banka hf. til greiðslustöðvunar. Eins og kröfuhöfum er kunnugt veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Kaupþingi banka heimild til greiðslustöðvunar 24. nóvember 2008 og fól Ólafi Garðarssyni hrl. að gegna starfi aðstoðarmanns við greiðslustöðvun. Verði ákveðið að óska eftir áframhaldandi greiðslustöðvun fer þinghald fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. nóvember 2009. Af þessum sökum og með vísan til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er aðstoðarmanni við greiðslustöðvun skylt að boða til fundar með kröfuhöfum bankans til að fjalla um áframhaldandi greiðslustöðvun og fjárhagslega endurskipulagningu. Á fundinum munu hvorki fara fram atkvæðagreiðslur né teknar ákvarðanir, enda er ekki mælt fyrir um slíkt í lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Rétt til fundarsetu eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Skráningarform á heimasíðu Kaupþings banka, www.kaupthing.com, skal fylla út í síðasta lagi 17. október til að öðlast aðgang að fundinum. Fyrir hönd Kaupþings banka hf. Ólafur Garðarsson hrl., aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, og skilanefnd Kaupþings banka hf. Fundur með kröfuhöfum 20. október 2009 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A FP Álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur Fjarðarál, hagnaðist um 77 milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði 9,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er þvert á væntingar helstu greinenda, sem bjuggust almennt við taprekstri hjá fyrirtækinu. Flestir þeirra erlendu fjöl- miðla sem fjölluðu um málið í gær eru sammála um að hagnað- ur fyrirtækisins liggi að mestu í hagræðingaraðgerðum stjórnenda fyrirtækisins gegn kreppunni. Fyrirtækið hafi dregið úr fram- leiðslu og sagt upp tæpum þriðj- ungi starfsfólks síðasta árið. Bjartsýni gætti í kjölfar afkomufréttarinnar og hækkuðu hlutabréf á flestum mörkuðum í gær. - jab Alcoa yfir spám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.