Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 62
38 9. október 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. gleðimerki, 6. hvort, 8. kraftur, 9. litningar, 11. voði, 12. hestur, 14. skapa, 16. tónlistarmaður, 17. dýra- hljóð, 18. stansa, 20. ryk, 21. djamm. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. guð, 4. stormur, 5. berja, 7. ávöxtur, 10. lærdómur, 13. tala, 15. auma, 16. náinn, 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. bros, 6. ef, 8. afl, 9. gen, 11. vá, 12. gráni, 14. smíða, 16. kk, 17. urr, 18. æja, 20. im, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. ra, 4. ofviðri, 5. slá, 7. ferskja, 10. nám, 13. níu, 15. arma, 16. kær, 19. al. „Ég fæ mér alltaf hafragraut á morgnana. Nei, ég hef ekki alltaf fengið mér hafragraut heldur byrjaði ég bara á þessu síðasta vetur. Kannski er hafra- grauturinn leynivopnið? Hann gefur allavega meiri orku yfir allan daginn.“ Atli Guðnason, leikmaður ársins í Pepsi- deild karla. Orðskrípið „essassú?“ hefur sleg- ið í gegn í auglýsingum Vodafone undanfarnar vikur. Þar talar Pétur Jóhann fyrir krúttlegan frosk sem spyr margvíslegra spurninga og endar iðulega á „essassú?“ Uppruni orðskrípisins var óljós þar til fram kom á fréttavefnum Pressan.is að Pétur Jóhann og Sigrún Halldórsdóttir, sambýl- iskona hans, hefðu notað það í samskiptum sín á milli. Sigrún útskýrir hlæjandi að „essassú?“ sé ekki notað þegar þau tali hvort við annað. „Við eigum hund og tölum oft svona við hann,“ segir hún. „Essassú?“ hefur náð gríðar- legri útbreiðslu á skömmum tíma og virðist ætla að slá við „Já, fínt. Já, sæll“ sem Pétur gerði einnig frægt í Næturvaktinni á sínum tíma. Tískufyrirbæri missa oft sjarmann þegar vinsældirnar ná hápunkti og Sigrún kannast við að heimilishundurinn fái ekki að heyra orðskrípið jafn oft og áður. „Við erum ekki mikið að segja „essassú“ í dag,“ segir hún. „Við þurfum að finna eitthvað nýtt og láta það slá í gegn.“ - afb „Essassú?“ var hundamál VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Gunnleifur Gunnleifsson. 2 Catalina Mikue Ncogo. 3 Sigvaldi J. Kárason. Haffi Haff sneri heim frá Argentínu í gær eftir að hafa tekið þátt í sjónvarpsþættinum Wipe Out. Haffi nýtti ferðina í meira en að stökkva um í blautri brautinni og sást þræða verslunargötur höfuðborgarinn- ar Búenos Aíres ásamt HARA-systur- inni Hildi Magnúsdóttur. Eftir fjár- sjóðsferðir sínar komu þau klyfjuð af pokum, sem voru að mestu leyti úr verslunum með notað og nýtt. Hljómsveitin Mammút með Katr- ínu Mogensen í broddi fylkingar gerði góða á ferð til Selfoss á dögunum. Hljómsveitin kom fram á kvöldvöku í Fjölbrautaskóla Suð- urlands og var svo óvænt fengin til að keppa við kennara skólans í Popp- punkti. Mammút-liðar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu kennar- ana, sem hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir vankunn- áttu. Innsendu lögin í Eurovision í ár eru 150 talsins, eða mun færri en í fyrra. Þetta kemur fólki hjá RÚV nokkuð á óvart því fyrirfram var búist við að gott gengi Óskars Páls og Jóhönnu Guðrúnar myndi æsa íslenska lagahöfunda til þátttöku. Ef talan er borin saman við fimm milljóna þjóðina Danmörku sem fékk 562 innsend lög, er þetta þó mjög góð þátttaka. Dómnefnd velur nú bestu lögin úr hrúgunni og kemur í undankeppnina sem hefst 9. janúar. Stóra kvöldið verður svo 6. febrúar. - afb, drg FÓLK Í FRÉTTUM „Ég vona að það sé pláss fyrir okkur bæði á markaðnum,“ segir lögfræðingurinn Ragnar Jón- asson sem hefur gefið út sína fyrstu glæpasögu, Fölsk nóta. Bókin verður í harðri samkeppni fyrir jólin við glæpasögu Agöthu Christie sem Ragnar sá einmitt sjálfur um að þýða. Hann var aðeins sautján ára þegar hann þýddi sína fyrstu Agöthu Christie-bók og síðan hafa þrettán fylgt í kjölfarið. Það er samt ekki fyrr en núna sem hinn 33 ára Ragnar fetar í fótspor átrúnaðargoðsins. Spurð- ur hvort hann skjóti Agöthu ekki ref fyrir rass með nýju bókinni er fátt um svör. „Það verða aðrir að dæma um það. Hún er drottn- ingin og það er erfitt að bera sig saman við hana. Hún er mikill snillingur.“ Þrátt fyrir að lifa og hrærast í heimi lögfræðinnar þar sem mörg spennandi mál rekur á fjörur hans segist Ragnar hafa lítinn áhuga á að skrifa spennu- sögur í anda bandaríska metsölu- höfundarins og lögfræðingsins Johns Grisham. „Maður reynir að skrifa um allt annað en vinn- una til að fá meiri tilbreytingu. Maður lítur helst á þessa bresku og íslensku glæpasagnahöfunda sem fyrirmyndir.“ Fölsk nóta fjallar um Ara Þór Arason sem fær himinháan greiðslukortareikning frá ensk- um banka sem virðist hafa átt að berast föður hans og alnafna sem hvarf með dularfullum hætti. Ragnar fékk hugmyndina að bókinni þegar hann var staddur í flugvél fyrir þremur árum. „Ég gaf mér ekki mikinn tíma í þetta fyrr en um jólin 2007. Þá hvatti konan mín mig til að halda áfram og drífa í þessu,“ segir Ragnar. Hann segir að áhuginn á glæpasögum Agöthu Christie hafi kviknað þegar hann var tólf ára. „Ég fór að þýða smásögur eftir hana á unglingsárunum og nokkrar birtust í Vikunni. Svo fékk ég þá flugu í höfuðið hvort ég gæti ekki þýtt eina bók eða svo. Ég spurði hvort það vantaði þýðanda og þau hringdu í mig nokkrum mánuðum síðar og gáfu mér tækifæri.“ Ragnar segir mikinn mun á því að þýða og skrifa sína eigin sögu. „Þegar maður er að þýða er þægilegt að vera með handrit- ið fyrir framan sig en í hinu er maður með autt blað og það getur reynt svolítið á.“ Þrátt fyrir að vilja ekki líkja sér við Agöthu er eitt líkt með vinnubrögðum þeirra tveggja: „Ég reyni að hafa óvæntan endi. Við eigum það sameiginlegt. Ég reyni að leiða lesendur á villigötur þangað til í seinasta kaflanum. Þá kemur hið sanna í ljós.“ freyr@frettabladid.is RAGNAR JÓNASSON: FETAR Í FÓTSPOR AGÖTHU CHRISTIE Ungur lögfræðingur gefur út sína fyrstu glæpasögu NÝR GLÆPASAGNAHÖFUNDUR Ragnar Jónasson hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu en hann hefur verið ötull þýðandi glæpasagna Agöthu Christie. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bandaríski leikstjórinn Tod Williams hefur verið ráðinn til að leikstýra bandarísku útgáf- unni af Mýrinni eða Jar City eins og hún heitir á enskri tungu. Þetta staðfestir Baltasar Kor- mákur í samtali við Fréttablaðið. Framleiðslu- fyrirtækið Overture framleiðir myndina ásamt Baltasar og dreifir henni en hún mun gerast að mestu leyti í Louisiana auk þess sem einhver atriði verða tekin upp í Chicago. Baltasar líst vel á leikstjórann þótt hann hafi kannski ekki gert margar myndir. „Hann leik- stýrði kvikmyndinni The Door in the Floor með Jeff Bridges og Kim Basinger sem var byggð á bók eftir John Irving. Hún var virki- lega flott,“ segir Baltasar og er glaður að fyr- irtækið skuli hafa farið þá leið að velja leik- stjóra sem gerir vandaðar myndir. Engir leikarar hafa verið ráðnir í hlutverk Erlend- ar og Evu Lindar en Baltasar segir fyrirtækið vera með lista af flottum týpum í hlutverkin. Af trúnaðarástæðum geti hann hins vegar ekki gefið þau nöfn upp. Leikstjórinn hefur lesið hand- ritið að myndinni og líst vel á það. Vissulega sé margt breytt en ein- hverju hafi verið haldið til haga. „Sumar senurnar eru alveg eins og í Mýrinni, og einhverjar setningar eru beint upp úr myndinni þannig að þeir halda töluverðri tryggð við uppruna- legu útgáfuna.“ Balt- asar er jafnframt ánægður fyrir hönd Arnaldar Indriðason- ar en tvö verka hans eru nú í réttum farvegi í Hollywood, Mýrin og svo auðvitað Reykjavík- Rotterdam. „Við erum með tvær myndir sem eru komnar þetta langt í endurgerðarferlinu og báðar tengjast honum, þannig að það hlýtur að segja eitthvað.“ Baltas- ar bætir því við að hann hafi fundið fyrir töluvert meiri áhuga á Reykja- vík-Rotterdam eftir að fréttir bárust þess efnis að Mark Wahlberg hygð- ist leika í bandarísku útgáfunni. „Það voru þýskir aðilar sem föluðust eftir myndinni og svo er örugg- lega verið að hlaða henni mikið niður á Torrent.“ - fgg ÁNÆGÐUR MEÐ LEIKSTJÓRANN Tod Williams mun leikstýra Jar City sem Baltasar Kormákur framleiðir en það er endurgerð á kvikmynd- inni Mýrinni sem byggð er bók Arnaldar Indriðasonar. Búið að ráða leikstjóra fyrir Jar City ESSASSÚ? Pétur Jóhann og Sigrún sambýlis- kona hans vissu ekki að tískufyrirbæri væri í fæðingu þegar þau sögðu fyrst „essassú?“ við hundinn sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.