Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. október 2009 17 Á HELLISHEIÐI Átta af ríkjum Bandaríkj- anna búa að jarðvarmavirkjanakostum líkum þeim sem þekkjast hér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Horfur á sviði jarð- varmavirkjana í Bandaríkjun- um eru góðar, þrátt fyrir að nú um stundir kunni að vera erfitt að tryggja fjármögnun. Þetta er ein af niðurstöðum þriðju árvissu skýrslu Íslandsbanka (áður Glitn- is) um jarðvarmaiðnað vestra sem út kom í gær. Fram kemur að orkuframleiðsla með jarðvarma hafi aukist um sjö prósent milli ára, en 82 prósent framleiðslunnar séu í Kaliforníu. Verkefni sem eru í gangi þarfn- ast fjármögnunar upp á um 26 milljarða dala (yfir 3.200 millj- arða króna), samkvæmt skýrsl- unni. Afla þarf upphæðarinnar að tveimur þriðju á árunum 2012 til 2014. - óká Íslandsbanki um orku í BNA: Bjart yfir en lít- ið um peninga DÓMSMÁL Fjórir einstaklingar sem brutust inn í hesthús, stálu fjölda hnakka og seldu suma hafa verið dæmdir til fimm, sex og níu mánaða fangelsisvistar. Refsing- in er í öllum tilvikum skilorðs- bundin. Fólkið, karlmaður og þrjár konur, braust inn í tuttugu og fjögur hesthús. Það stal hnökk- um og fleiru að andvirði um tólf milljónir króna, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þar segir að þau hafi gengið „ákveðin og skipulega til verks og hafa þannig sýnt af sér mikinn og einbeittan brotavilja“. - jss Hnakkaþjófar dæmdir: Stálu fyrir tólf milljónir króna HEILBRIGÐISMÁL Niðurskurði til Sjúkrahússins Vogs var mótmælt harðlega á baráttu- og samstöðu- fundi Samtaka um áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁA. Húsfyllir var á fundinum þar sem meðal annars Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræddi um fyrirhugaðan niður- skurð í ríkisfjármálum. Álykt- un stjórnar samtakanna gegn niðurskurðinum var lesin upp en þar kemur meðal annars fram að skert framlög til Vogs bitni ein- ungis á þeim sem eru í brýnustu þörf fyrir sjúkrahúsvist. Formaður SÁÁ, Þórarinn Tyrf- ingsson, átti síðasta orðið en hann hvatti fólk til að þjappa sér saman og standa vörð um áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. - sbt Niðurskurði til SÁÁ mótmælt: Skert framlög bitna mest á þeim veikustu Birkir spyr um fækkun starfa Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki hefur lagt fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra um hve ætla má að opinberum störfum fækki miðað við forsendur fjárlagafrumvarps næsta árs. Og um skattstjóra Þá spyr hann ráðherra hvort hann ætli að beita sér fyrir að aðsetur embættis ríkisskattstjóra verði á landsbyggðinni, til dæmis, á Akur- eyri, gangi áform um breytingar á skattumdæmum eftir. ALÞINGI SAMGÖNGUR Gert er ráð fyrir að í lok þessa mánaðar liggi fyrir tillög- ur Vegagerðarinnar um hvar borið verði niður með niðurskurðarhníf- inn vegna tíu prósenta sparnaðar- kröfu sem lögð hefur verið á stofn- unina vegna næsta árs. Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri. „Það hefur hins vegar ekki enn verið ákveðið hvar nákvæmlega verður borið niður,“ segir Hreinn og áréttar að reynt verði eftir megni að láta niðurskurð ekki bitna á þáttum sem snúa að umferðarör- yggi. Þannig verði götur saltaðar og snjómokstur stundaður í samræmi við þær reglur sem Vegagerðin hefur stuðst við. Hann segir hins vegar ljóst að ekki sé svigrúm til að veita meiri þjónustu en regl- urnar kveða á um. Þannig geta stað- ir sem skilgreind- ir hafa verið utan vetrarmoksturs- svæða ekki vænst þess að fá slíka þjónustu, þótt það kunni að hafa gerst í einhverj- um tilvikum áður. „Þarna eru undir Norðurstrandir, Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Öxi og Mjóafjarð- arheiði, svona til að nefna einhver dæmi,“ segir Hreinn. „En að baki eru bæði snjólétt ár og menn höfðu kannski rýmri fjárhag og þá leyfðu menn sér kannski að gera ýmis- legt fram yfir stífustu reglur. En nú skoða menn hvernig hægt er að halda í þær reglur sem í gildi eru, en ná samt um leið fram þessum sparnaði.“ - óká Vegagerðin vegur og metur sparnaðarkosti vegna kröfu um sparnað: Niðurskurður liggi fyrir í lok mánaðar SNJÓMOKSTUR Vegagerðin heldur úti söltun og snjómokstri þrátt fyrir tíu prósenta niðurskurð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HREINN HARALDSSON SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI með OSRAM Jóhann Ólafsson & Co m yn d u n : . S n æ þ ó r H a lld ó rs s o n ( e fr i m yn d ) o g G e o rg T h e o d ó rs s o n ( n e ð ri m yn d ) Friðarsúla Yoko Ono í Viðey verður tendruð á ný í dag. Friðarsúlan er samansett úr níu 7000 W OSRAM XBO perum sem mynda sterka ljóssúlu til himins. Auk þess eru sex 2000 W OSRAM XBO perur sem lýsa lárétt inn göng sem vísa að ljósbrunninum sjálfum og er endurkastað upp á við með speglum innan í brunninum. Þéttleiki ljóssins er háður sífelldum breytingum á ögnum í andrúmsloftinu sem hegða sér í takt við margbreytilega veðráttu sem einkennir Ísland. - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 00 | www.olafsson.is SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.