Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 52
28 9. október 2009 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd
í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir
þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir
hennar barðist með þýska hernum og móðirin
var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna
í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár.
Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir
við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að
skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið
1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar
ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af
hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig
Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin
út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar
flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land
árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leyni-
lögreglunnar.
Hennar höfuðverk er talið vera skáldsag-
an Der Fuchs war damals schon der Jäger,
sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í
þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Enni-
slokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga
kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynn-
ingu akademíunnar segir að Müller hafi dregið
upp mynd af landslagi hinna landlausu með
einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls.
Nóbelsverðlaun í bókmenntum
BÓKMENNTIR Herta Müller
Auglýsingasími
– Mest lesið
kl. 12
er uppboðsskrá birt á vefnum
www.myndlist.is um hvað verð-
ur selt á uppboði Gallerís Foldar
á mánudagskvöld. Verkin verða
til sýnis í Fold frá og með degin-
um í dag fram á mánudag.
Nýtt íslenskt verk um örlög
ungrar stúlku sem hrekst
að austan til velferðarríkis
og lendir þar í mansali
verður frumsýnt á Akureyri
í kvöld.
Höfundur og leikstjóri er Jón
Gunnar Þórðarson, en það er
lauslega byggt á kvikmynd Lukas
Moodysson, Lilya 4ever. Handrit-
ið byggði á örlögum rússneskrar
stúlku í Stokkhólmi.
Jón Gunnar vann leikritið
meðan hann var við nám í Drama
Centre í London. Lilja var frum-
sýnd í The Contact Theatre í
Manchester 2008 í leikstjórn Jóns
Gunnars. Sýningin fékk mjög góða
gagnrýni og meðal annars fimm
stjörnur í Manchester Evening
News.
Verkið er sett upp í Rýminu, til-
raunasviði LA í gömlu Dynheim-
um. Leikmynd vinna þau saman,
Jón Gunnar, Bjarki Árnason, Dýri
Bjarnar Hreiðarsson, Sunna Björk
Hreiðarsdóttir og Steingrímur
Þorvaldsson. Búninga gerir Rann-
veig Eva Karlsdóttir, en lýsingu
annast Freyr Vilhjálmsson.
Leikendur eru þau Jana María
Guðmundsdóttir, María Þórðar-
dóttir, Þráinn Karlsson, Atli Þór
Albertsson, Ólafur Ingi Sigurðs-
son og Hjalti Rúnar Jónsson.
Þetta er saga um börn, fátækt,
vændi, ást og svik. Þetta er mögn-
uð saga um gamaldags þrældóm
í nútímasamfélagi. – Saga sem
verður að segja … Í leikskrá kemst
leikhússtjórinn svo að orði: Man-
sal hefur viðgengist í heiminum í
áraraðir og hefur lengst af verið
mest áberandi í löndum eins og
Suður-Kóreu, Kambódíu, Taílandi
og Kína. Eftir fall Berlínarmúrs-
ins hafa fyrrum kommúnistarík-
in þó tekið við sem stærsti mark-
aður mansals. Mansal getur verið
allt frá viðskiptum með börn til
að stunda kynlíf til viðskipta með
fólk til að stunda þrælkunarvinnu.
Viðskipti með fólk í kynferðis-
legum tilgangi er þó algengasta
birtingarmynd mansals.“ Og hún
klykkir út með þessum orðum:
„Við verðum að horfast í augu við
staðreyndir og opna umræðuna
um þann vágest sem mansal og
kynlífsiðnaður er. Við þurfum að
fræða börnin okkar og varða veg-
inn til framtíðar. Það er á okkar
ábyrgð að í framtíðinni verði
ekki hægt að nýta sér neyð barna,
kvenna og karla og hneppa þau í
ánauð.“ pbb@frettablaðið.is
SAGAN AF LILJU Í RÝMINU
LEIKLIST Natasja, vinkona Lilju, hefur lent í ógöngum. María Þórðardóttir í hlutverki
sínu. MYND GRÍMUR BJARNASON/LA
> Ekki missa af
haustsýningu í Galleríi Ágúst.
Sýningin markar upphaf
þriðja starfsárs gallerísins.
Listamannahópurinn er fjöl-
breyttur en í honum eru Guð-
rún Kristjánsdóttir, Hiroyuki
Nakamura, Katrín Elvarsdóttir,
Marta María Jónsdóttir og
Steingrímur Eyfjörð.
Sýningin hefur fengið
sérlega jákvæð viðbrögð en
henni lýkur á morgun.
Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti.
Tilvalið fyrir stóra sem smáa hópa!
Kringlukráin • Kringlunni 4-12 • 103 Reykjavík
Sími:568 0878 • www.kringlukrain.is
Við erum stolt af að geta
boðið gestum okkar að sjá
og heyra þessar goðsagnir
íslensks skemmtanalífs
og hvetjum því allt
lífsglatt og sprækt fólk
til að láta þetta ekki
fram hjá sér fara!
Ómar
Ragnarsson
Þuríður
Sigurðardóttir
Stórdans-
leikur um
helgina!
Lúdó &
Stefán
Ath.
aðeins
þessa
einu
helgi!
!
BJÓÐUM APÓTEKARANN
Lyf á lægra verði í næsta nágrenni
Apótekarinn hefur opnað í Þverholti, Mosfellsbæ, og býður lyf á lægra verði.
Starfsfólk Apótekarans mun sem fyrr taka vel á móti þér og veita þér áfram góða þjónustu.
Mjóddinni Reykjavík Melhaga Reykjavík Salavegi Kópavogi
Smiðjuvegi Kópavogi Hafnarstræti Akureyri Þverholti Mosfellsbæ
Opnunartími
Mosfellsbæ
mán.-fim.
10.00-18.00
föstudaga
10.00-18.30
laugardaga
10.00-14.00