Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Allir þekkja hugtakið sjálfsvörn út frá því að verja líkama sinn fyrir utanaðkomandi árás. Á síðasta ári fór ég að velta því fyrir mér hvort og þá hvernig hægt væri að tengja slíka sjálfsvörn hinu and- lega. Það hefur lengi legið fyrir að dýpstu örin sem fólk ber á sinni sálu eru gjarnan vegna fjöl- skylduaðstæðna, framkomu ann- arra, vanrækslu, niðurlægingar og árása með orðum og jafnvel hreinu afskiptaleysi og tilfinninga- kulda sem nákomnir sýna þeim. Við erum eins og páfagaukar og ýmis önnur dýr að því leyti að við getum ekki verið ein. Maðurinn er ekki eyland. Við þurfum nauðsyn- lega á tilfinningasamskiptum við annað fólk að halda til að þrífast og þroskast. Það veldur því að við lendum stundum í árekstrum og þá er spurningin hvernig við getum lágmarkað slíkt en einnig og ekki síður hvernig við verjum okkur þegar á okkur er ráðist. Ég hef nú haldið um 30 fyrir- lestra á vegum Geðhjálpar um þetta efni bæði norðan og sunnan heiða við góðar undirtektir. Davíð Kristinsson hjá heilsuþjálfun.is á Akureyri hefur unnið efnið með mér hvað snertir svefn, næringu og hreyfingu. Ég set þetta upp sem skútusiglingu þar sem markmiðið með hverjum leiðangri er að kom- ast í næstu höfn. Grundvallaratriði er að búa sig vel til fararinnar en einnig að gæta þess að áhöfnin sé samhent og standi þétt saman þegar gefur á bátinn. Ef við verð- um fyrir skyndilegri og óvæntri árás þá gilda í grundvallaratriðum sömu lögmál og í líkamlegri sjálfs- vörn. Fyrst þarf maður að reyna að skapa ákveðna fjarlægð og þegar maður er búinn að því að snúa þá vörn í sókn og taka málið eða ein- staklinginn föstum tökum. Mikil- vægt er að reyna að hugsa þetta tæknilega í stað tilfinningalega. Þetta getur átt við neikvæð sam- skipti eða eigin niðurbrjótandi hugsanir. Oftast þegar um líkam- legar árásir er að ræða þekkir ein- staklingurinn árásarmanninn vel. Ég gæti trúað að þegar um andleg- ar árásir er að ræða sé sú einnig raunin. Þess þá heldur er brýnt að fólk tileinki sér meðvitaða og skipulagða tækni við að lágmarka skaðann af slíkum uppákomum. Um leið mæli ég með útrás. Heilbrigðri útrás og þá getur hag- nýt líkamleg sjálfsvörn með and- legri skírskotun verið tilvalin leið. Fyrirlestur um efnið verður hald- inn í húsnæði Geðhjálpar laugar- daginn 10. október klukkan 16. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Nán- ari upplýsingar og umsagnir má nálgast á vefsíðu Geðhjálpar www. gedhjalp.is og hægt er að bóka fyr- irlestra fyrir vinnustaði og skóla hjá Jóhönnu Erlingsdóttur í síma 570 1700 og á netfanginu johanna@ gedhjalp.is Sigursteinn Másson Andsvar við tvíhyggju „Grundvallaratriði er að búa sig vel til fararinnar en einnig að gæta þess að áhöfnin sé samhent og standi þétt saman þegar gefur á bátinn,“ segir Sigursteinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á undanförnum árum hafa verið gerðar margar rannsóknir á sam- bandi ómega-3 fjölómettaðra fitu- sýra og geðhvarfaveiki, þunglyndi og geðklofa. Sigursteinn Másson, formað- ur Geðhjálpar, segist sjálfur hafa góða reynslu af áhrifum ómega-3 fitusýra, auk þess sem rannsókn- ir á virkni þess hafi verið miklar og vandaðar. Umræða um jákvæð áhrif fitusýranna eigi því ekkert skylt við hindurvitni. Í ritrýndri fræðigrein sem birt- ist í 3. tölublaði Læknablaðsins árið 2003 var einnig greint frá nið- urstöðum lyfleysustýrðrar saman- burðarrannsóknar þar sem geð- hvarfaveiki var meðhöndluð með háum skömmtum af ómega-3 fjöló- mettuðum fitusýrum. Þrjátíu sjúk- lingar sem allir uppfylltu grein- ingarskilyrði fyrir geðhvarfaveiki tóku þátt í rannsókninni, sem stóð í fjóra mánuði og var tvíblind. Niður- stöðurnar sýndu mark- tækt lengra tímabil þar sem oflætis varð ekki vart hjá þeim sjúkling- um sem meðhöndlaðir voru með ómega-3. Í greininni var þess einnig getið að faralds- fræðirannsóknir hefðu sýnt fram á samband lítillar fiskneyslu og þunglyndis. Þá er einnig rætt um áhrif ómega-3 á geðklofa. Segir að fáar rannsóknir hafi verið gerðar þar sem geðklofa- sjúklingar hafi verið meðhöndlaðir með ómega-3 og/eða ómega-6 fjöl- ómettuðum fitusýrum en greint hafi verið frá tveimur mjög vel rannsökuðum sjúkratil- fellum þar sem alvarleg ein- kenni geðklofa bötnuðu veru- lega af meðferð með ómega- 3 fjölómettuðum fitusýrum eingöngu. Nánar má lesa um þessar rannsóknir á síðunni laeknabladid.is en greinin hefur titilinn Ómega-3 fjöló- mettaðar fitusýrur: Hlutverk í læknisfræði. Jákvæð áhrif ómega- fitusýra á geðraskanir Rannsóknir sýna að inntaka ómega-fitu- sýra getur haft jákvæð áhrif á geðsjúk- dóma. Hámarksupphæð 8 milljónir Fastir vextir án uppgreiðsluákvæðis Lántökugjald 0,5% af lánsupphæð 90% af kaupverði eða byggingarkostnaði 90% af viðbótar- og endurbótakostnaði Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 HEFUR ÞÚ SÉÐ SKAMMDEGIS- ÞUNGLYNDI? Ef vetrardrunginn dregur þig niður þá getur hjálpað að auka hreyfingu og nýta alla birtu sem gefst. Gönguferð í hádeginu margborgar sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.