Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 24
2 föstudagur 9. október núna ✽ skemmtum okkur Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdótt- ir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörns- dóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 GLÆSILEG Leikkonan Rachel Weisz heillaði Spánarbúa klædd rauðum Prada-kjól á opnun nýjustu kvikmyndar sinnar, Agora. GYLFI BLÖNDAL TÓNLISTARMAÐUR Ég ætla að æfa fyrir Airwaves með Kimono, kíkja á útgáfutónleika Hjálma á NASA á föstudaginn og Bloodgroup og Sykur á Sódóma á laugardaginn. Auk þess lang- ar mig að finna tíma í nokkrar dollur með Klúbba-Dóra, vini sem var að snúa aftur úr útlegð á Suður-Ítalíu. Áhugamenn um íslenska húsgagnaframleiðslu ættu alls ekki að missa af spennandi leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands á sunnudaginn. Íslensk húsgagna- framleiðsla stóð með miklum blóma á tímabilinu 1950-1970 og víða leynast enn hús- gögn frá þeim tíma á íslenskum heimilum og stofnunum. Í leiðsögn um geymslusýningu Hönnunarsafnsins mun Arn- dís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur skyggnast um og greina frá helstu áföngum í sögu íslenskrar húsgagnasmíði og hönnunar á síðustu öld og tengja við gripi safnsins. Hver veit nema gamli stóllinn hennar ömmu sem enginn tók eftir sé eftir Svein Kjarval? Hönnunarsafn Íslands, Lyngási 7, Garðabæ. Leiðsögn kl. 15- 17. Aðgangur ókeypis. helgin MÍN augnablikið Snyrtivörumógúllinn Bobbi Brown er komin með spenn- andi nýja augnskugga á markaðinn. Þeir nefnast Metallic Long-Wear Cream Shadow og eru ótrúlega fallegir. Þeir eru auðveldir í notkun og haldast einstaklega vel á augnlokunum og koma í átta seiðandi málmlitum, allt frá gylltu og silfurlitu upp í bláa, fjólubláa og græna tóna. Augnskuggarn- ir eru tilvaldir þegar maður ætlar að skella sér út á lífið og munu væntanlega þola snjó- komu og svita á Airwaves næstu helgi! Vör- urnar fást í Kringlunni og Smáralind. - amb Partíaugu! L angflestar af flottustu búðum, veitingastöðum og börum miðbæjarins skilgreina sig sem „Vini Airwaves“ þetta árið. Þau veita því dágóðan afslátt öllum þeim sem eiga þar til gert afslátt- ararmband, en það geta gestir á Airwaves-hátíðinni keypt sér á vefsíðu Airwaves og í upplýsinga- miðstöð hátíðarinnar í Skífunni. Hugmyndina að samstarfi milli Airwaves og miðbæjarins átti Bára Hólmgeirsdóttir, sem á og rekur verslunina Aftur á Laugaveginum. „Ég bý og starfa í miðbænum og hef auðvitað ekki komist hjá því að taka eftir því hvað Airwaves hefur gríðarlega jákvæð áhrif á miðbæinn. Þegar hátíðin stend- ur yfir er þetta beinlínis eins og að búa í annarri borg, andrúms- loftið er svo ótrúlega skemmtilegt og líflegt. Mig langaði til að verða hluti af hátíðinni á einhvern hátt og um leið að styðja við bakið á þeim sem færa okkur hana. Tón- list og hönnun tengjast iðulega og mér þótti tilvalið að tengja okkur öll örlítið betur saman.“ Þegar kreppan skall á í fyrra bjargaði Airwaves haustsölunni fyrir marga af þeim hönnuðum sem starfa í miðbænum, segir Bára. „Ég vona að fólk átti sig á því hversu langt út fyrir tónlist- armörkin þessi hátíð nær. Skipu- leggjendur hennar mættu fá einhverja umbun fyrir það.“ Á vefsíðunni www.icelanda- irwaves.is má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem skilgreina sig sem vini Airwaves. - hhs Verslanir, barir og veitingahús taka sig saman og veita afslátt meðan á Airwaves stendur: ETIÐ, DRUKKIÐ OG VERSLAÐ FYRIR MINNA Vinur Airwaves Fjöldi verslana, veitingastaða og bara veitir handhöfum vinakorts Airwaves dágóð- an afslátt meðan á tónlistarhátíðinni stendur. Bára Hólmgeirsdóttir átti hugmyndina að samstarfi Air- waves við verslunarfólk miðbæjarins. FR É TT A B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Sindrastóllinn eftir Svein Kjarval. Leynast íslensk húsgögn í geymslunni þinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.