Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 4
4 9. október 2009 FÖSTUDAGUR
ALÞINGI Stjórnarandstaðan gaf
fjárlagafrumvarpinu falleinkunn
í umræðum á Alþingi í gær. Fund-
ið var að tekjuöflunar- og sparn-
aðaráformum, sem og hugmynda-
fræði frumvarpsins.
Í framsögu sagði Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra nauð-
synlegt að ráðast að gríðarlegri
skuldaaukningu ríkissjóðs. Það
yrði ekki gert nema með því að
auka tekjur og minnka útgjöld.
Steingrímur sagði frumvarp-
ið vitaskuld taka mið af erfið-
um aðstæðum
í samfélaginu.
Hljóp hann á
nokkrum tölu-
legum stað -
reyndum og
bent i meða l
a n n a r s á
að r ú m lega
tuttugu millj-
arða útgjöld
kæmu til beinlínis vegna hruns-
ins og afleiðinga þess. Snar-
hækkuð framlög til Atvinnu-
leysistryggingasjóðs bæri þar
hæst. Þá gerði hann grein fyrir
fimmtán milljarða niðurskurði á
bótum af ýmsu tagi og tólf millj-
arða niðurskurði á framkvæmd-
um. Kvaðst Steingrímur óska sér
þess að breið samstaða næðist um
fjárlagagerðina sem nú fer í hönd
á vettvangi Alþingis.
Kristján Þór Júlíusson Sjálf-
stæðisflokki sagði að í fjár-
lagafrumvarpinu væri vegið að
fyrirtækjum og heimilum. Þjóð-
inni væri ekki gefið færi á að
vinna sig út úr kreppunni enda
stæði ríkisstjórnin í vegi fyrir
atvinnuuppbyggingu. Markmið-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
um jöfnuð í ríkisfjármálum ætti
að ná með eitraðri blöndu skatta-
hækkana og niðurskurðar.
Kristján fjallaði um vaxta-
kostnað ríkisins, sem í fjárlaga-
frumvarpinu er sagður nema 100
milljörðum á næsta ári. Inn í töl-
una vantaði vexti vegna Icesa-
ve-lána og endurfjármögnunar
Seðlabankans. Þeir næmu tæpum
fimmtíu milljörðum á næsta ári.
Vaxtagjöldin yrðu því nær 150
milljörðum en 100.
Birkir Jón Jónsson Framsókn-
arflokki átaldi lítið samráð við
stjórnarandstöðuna við gerð
frumvarpsins og lýsti þeirri
skoðun að forsendur þess væru
brostnar.
Kvaðst hann efast um að fjöl-
skyldurnar kæmust klakklaust
frá aukinni skattlagningu ofan
í tekjuskerðingu og harmaði
að stjórnvöld „þvældust fyrir“
atvinnuuppbyggingu.
Þór Saari Hreyfingunni sagði
niðurskurðaráform frumvarps-
ins allt of brött til að samfélagið
þyldi þau. „Veikir munu ekki lifa
af, krakkarnir fá ekki þá mennt-
un sem þeir þurfa og löggæslan
molnar,“ sagði hann.
Guðbjartur Hannesson Sam-
fylkingunni lagði í máli sínu
áherslu á að frumvarp ráðherra
væri aðeins frumvarp. Það væri
Alþingis að ákveða fjárlög.
Tugir þingmanna tóku þátt
í umræðum um fjárlög í gær.
Álit stjórnarandstæðinga var
samdóma: frumvarpið er alvont.
bjorn@frettabladid.is
Vegið að velferðinni
Stjórnarandstaðan tætir í sig fjárlagafrumvarpið og hafnar mörgum niður-
skurðar- og tekjuáformum. „Veikir munu ekki lifa af,“ segir Þór Saari. Fjármála-
ráðherra kallar eftir samstöðu. Vaxtagreiðslur ótaldar um tæpa 50 milljarða.
LÚSLESIÐ Sigmundur Ernir Rúnarsson virtist einbeittur þegar hann glöggvaði sig á
fjárlagafrumvarpinu í þingsalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þór Saari gagnrýndi að stjórn-
málaflokkar ættu að fá tæpar 400
milljónir í ríkisstyrki á næsta ári.
Steingrímur J. Sigfússon kvaðst
sammála; eðlilegt væri að stjórn-
málaflokkar sættu lækkunum eins
og aðrir.
SAMMÁLA
ÞÓR SAARI
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
26°
13°
23°
13°
11°
14°
18°
18°
11°
12°
27°
15°
21°
34°
8°
21°
28°
10°
Á MORGUN
5-18 m/s, hvassast norð-
vestan til.
SUNNUDAGUR
3-8 m/s
7
6
4
4
3
4
4
6
6
9
0
21
16
13
16
11
16
18
30
20
13
13
4
3
4
88 86
4
1
1
STORMUR
Í dag verður austan
stormur eða jafnvel
ofsaveður sunnan-
lands og vestan með
snörpum vindhviðum
allt upp undir 40m/s
í námunda við fjöll og
háhýsi, þar á meðal í
Reykjavík. Það verður
hvasst nær allan dag-
inn á þessum slóðum
en fer að lægja sunn-
an til með kvöldinu.
Vindur verður hægari
á Norður- og Austur-
landi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar-
nesi tók í fyrrakvöld tvo karl-
menn með rúmlega 100 e-töflur
auk annarra fíkniefna í bíl sem
hún stöðvaði.
Ökumaðurinn var undir áhrif-
um fíkniefna, og hafði innbyrt
„nánast alla flóruna“, eins og
lögregla komst að orði. Farþeg-
inn í bílnum reyndist einnig vera
undir áhrifum fíkniefna.
Í kjölfarið var farið í tvær
húsleitir á dvalarstöðum þeirra
á Akureyri. Þar fannst einnig
nokkurt magn fíkniefna og
íblöndunarefni, svo og tæki og
tól þeim tengd. Efnin voru í sölu-
pakkningum og er talið fullvíst
að mennirnir hafi ætlað að selja
þau. Þeir hafa áður komið við
sögu hjá lögreglu. - jss
Fíkniefnasalar stöðvaðir:
Í vímu með 100
e-töflur í bíl
DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur
sýknað karlmann sem héraðsdóm-
ur hafði áður dæmt í tveggja ára
fangelsi og til þess að greiða stefn-
anda rúmar sjö hundruð þúsund
krónur í bætur.
Maðurinn var ákærður fyrir lík-
amsárás og rán. Hann hefði í félagi
við óþekktan mann slegið annan
mann nokkrum sinnum í andlitið
og rænt hann farsíma og seðla-
veski sem í voru 100 þúsund krón-
ur. Hæstarétti þótti ósannað að
maðurinn væri sekur. Við mynd-
sakbendingu hefði fórnarlambið
bent á mynd sem ekki var af
ákærða. Ekkert hefði komið fram
við húsleit eða rannsókn á sím-
notkun og öðru sem tengja mætti
við ákæruatriðin. -jss
Meintur ofbeldismaður:
Sýknaður af
ráni í Hæstarétti
LÖGREGLUMÁL Þrír piltar um tví-
tugt, sem voru á ferð í Kópavogi
í fyrrakvöld, voru með kannabis-
efni á sér, samkvæmt frétt frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Fjórði pilturinn var tekinn í
Reykjavík.
„Það var um kvöldmatarleytið
sem för þeirra var stöðvuð en
piltarnir voru grunaðir um fíkni-
efnamisferli. Þeir voru sakleysið
uppmálað en reyndust engu að
síður hafa kannabisefni í fórum
sínum. Piltur á svipuðu reki var
einnig stöðvaður í miðborginni
í gærkvöld en í bíl hans fundust
sömuleiðis kannabisefni,“ segir
lögreglan í frétt sinni. - gar
Sakleysislegir piltar á ferð:
Reyndust vera
með kannabis
SAMGÖNGUMÁL Skoðanir á öku-
tækjum hafa aukist töluvert í ár
samkvæmt tölum frá Umferð-
arstofu. Um 28 prósentum fleiri
ökutæki hafa verið skoðuð á
síðastliðnum tólf mánuðum saman-
borið við sama tímabil í fyrra.
Umferðarstofa telur að nýtt van-
rækslugjald hafi mikil áhrif, en
í apríl var í fyrsta skipti heimilt
að sekta eigendur um 15 þúsund
krónur létu þeir ekki skoða öku-
tæki sín. Þá var í fyrsta skipti í ár
skylt að láta skoða ferðavagna á
borð við fellihýsi og hjólhýsi, sem
skýrir aukninguna að hluta. - bj
Fleiri láta skoða ökutæki sín:
Forðast nýtt
vanrækslugjald
Lissabon-sáttmáli staðfestur
Lech Kaczynski, forseti Póllands,
ætlar að undirrita Lissabon-sáttmála
Evrópusambandsins á morgun. Þar
með vantar aðeins undirskrift frá
Vaclav Klaus Tékklandsforseta til þess
að sáttmálinn taki gildi.
PÓLLAND
ÍSRAEL, AP Avigdor Lieberman,
utanríkisráðherra Ísraels, segir
engar líkur á því að friðarsamn-
ingar takist við Palestínumenn
næstu árin.
„Hver sem segir að innan fárra
ára geti náðst samningur sem
bindur enda á átökin hefur ein-
faldlega ekki skilning á ástand-
inu og breiðir út blekkingar, sem á
endanum leiða af sér vonbrigði og
allsherjar uppgjör hérna,“ sagði
Lieberman.
Annars staðar í heiminum hafi
stríðsátökum lokið með því að
aðilar þeirra hafi tekið erfiðar
ákvarðanir um að afneita ofbeldi.
Í framhaldinu hafi komið tímabil
friðar, sem síðar hafi gert þeim
mögulegt að klára samninga.
Ekki er víst að þessi skoðun
Liebermans ráði úrslitum um fram-
hald samningaviðræðna við Palest-
ínumenn, því það er Benjamín Net-
anjahú forsætisráðherra sem hefur
ákvörðunarvald um það.
Ummælin verða þó ekki til
að auðvelda Mitchell, erindreka
Bandaríkjanna, það verk að reyna
að koma samningaviðræðum Ísra-
ela og Palestínumanna af stað á
ný. Þeir Lieberman og Mitchell
ræddust við í gær.
Mitchell hefur mánuðum saman
reynt að fá Ísraela til að stöðva
framkvæmdir ísraelskra land-
tökumanna. Palestínumenn segja
stöðvun þeirra framkvæmda ófrá-
víkjanlegt skilyrði fyrir frekari
viðræðum. - gb
Utanríkisráðherra Ísraels segir fólk verða að horfast í augu við raunveruleikann:
Engar friðarlíkur næstu árin
GEORGE MITCHELL OG AVIGDOR
LIEBERMAN Lieberman gerir erindreka
Bandaríkjamanna erfiðara fyrir.
NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti er sagður kom-
inn á þá skoðun að breyta þurfi
áherslum í stríðinu í Afganist-
an, þannig að baráttan beinist
einkum gegn
Al Kaída, sem
nú er með höf-
uðbækistöðv-
ar í Pakistan,
en ekki í jafn
ríkum mæli
gegn talibana-
hreyfingunni í
Afganistan og
verið hefur.
Þetta er haft
eftir háttsettum embættismanni í
Bandaríkjastjórn, sem þó er ekki
nafngreindur.
Samkvæmt honum er Obama
reiðubúinn að leyfa talibönum
að taka í einhverjum mæli þátt í
stjórn Afganistans. - gb
Áherslubreyting hjá Obama:
Gegn Al Kaída,
ekki talibönum
BARACK OBAMA
GENGIÐ 08.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,7845
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,52 125,12
200,24 201,22
183,84 184,86
24,692 24,836
21,989 22,119
17,828 17,932
1,4070 1,4152
197,97 199,15
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR