Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 37

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 37
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 11geðhjálp ● Reykjavíkurborg hefur nú tekið að sér málefni fatlaðra frá ríkinu og segir Jóna Rut Guðmundsdótt- ir að sóknarfærin séu með nýrri hugmyndafræði og aðferðafræði þjónustunnar að efla sérhæfðan stuðning og stoðþjónustu. Jóna Rut, sem er verkefnisstjóri Straumhvarfa, segir að um tals- vert skeið hafi verið stefnt að yf- irfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. „Í upphafi ársins 2007 leitaði félagsmálaráðuneyt- ið eftir því að komið yrði af stað tilraunaverkefni þar sem Reykja- víkurborg tæki það að sér að veita alla þjónustu við geðfatlaða Reyk- víkinga í átaksverkefni ríkisins. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur búið sig undir að taka við allri þjónustu við geðfatlaða sem veitt er af hendi Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík.“ Hvað með aðra þætti sjálfstæðs lífs eins og sérhæfðan stuðning og stoðþjónustu sem lýtur að atvinnu, menntun, endurhæfingu og frí- stundum? Mun Reykjavíkurborg sjá um þá? „Starfshópur var skip- aður til þess að meta þjónustuþörf og koma með tilögur. Við fengum staðfestingu á því sem mig grun- aði, að eingöngu þrjátíu prósent þessara notenda sækja atvinnu, nám eða skipulagt félagsstarf einu sinni í viku eða oftar. Ég tel raunhæft að með nýrri hugmynda- fræði og aðferðafræði þjónustunn- ar sé hægt að auk þetta hlutfall upp í sjötíu prósent.“ Er þetta verkefni unnið í sam- vinnu við geðfatla og þá hvern- ig? „Í allri uppbyggingu á þessu stóra verkefni höfum við á Vel- ferðarsviði kallað til lykilaðila í málefnum geðfatlaðra; notendur sjálfa, aðstandendur, hagsmuna- aðila og þjónustusamstarfsaðila. Um sextíu aðilar tóku þátt í ellefu starfshópum. Við leggjum áherslu á að byggja á fyrri styrkleikum en ætlum að fara nýjar leiðir þar sem unnið verður á markvissan hátt með valdeflingu, notendasamráði og hjálp til sjálfshjálpar.“ - uhj Ný sóknarfæri næstu ár Jóna Rut segir að skilningur samfélagsins skipti máli í verkefni á borð við Straum- hvörf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einar Njálsson, sérfræðingur í félags-og tryggingaráðuneyti, segir breytingar hafa orðið á verkefninu í takt við ný sjónarmið í málefnum fatlaðra. Bankahrunið hafi þó haft áhrif á framkvæmdina. Aðspurður segir Einar grunnmarkmið verkefnisins þó vera óbreytt. „Hugmyndir hafa þróast og viðhorf til þjónustunnar hafa breyst frá því fjárhagslegur grunnur verkefnisins var lagð- ur. Framkvæmdin tekur mið af þessum breytingum. Upphaflegt kostnaðarmat gerði til dæmis ráð fyrir að hluti íbúanna byggi í hefðbundnu sambýli og að í einhverjum tilvikum deildu tveir eða fleiri íbúar íbúð. Þessi sjónarmið eru ekki í takt við tímann. Fasteignabóla liðinna missera hafði veruleg áhrif á nýtingu fjár- magns, enda eru 75 prósent húsnæðisins sem verkefnið þarf á að halda á höfuðborgarsvæðinu.“ Nú var gerður þjónustusamningur við Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög um yfirtöku þeirra á uppbyggingu Straum- hvarfa. Hvers vegna? „Samningurinn við Reykjavík markar viss tímamót í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Segja má að með honum sé stigið fyrsta skrefið til flutnings málaflokksins frá ríki til sveitarfélags. Meðal annars er verið að hraða uppbyggingu á vegum verkefnisins í þágu notandans. Á svipuðum grunni hefur verið samið við fleiri sveitarfélög.“ Hvernig hefur verkefnið gengið að þínu mati? Hvar stendur verkefnið núna og hver er framtíðarsýnin? „Í dag er staðan þannig að tekið hefur verið í notkun nýtt húsnæði eða gengið frá samningum um nýtt húsnæði og séhæfða þjónustu fyrir 130 geðfatlaða einstaklinga af þeim 160 sem verkefnið tekur til. Fagleg framtíðarsýn verkefnisins er skýr en hvenær við getum haldið áfram með fram- kvæmdir veltur á því hve hratt okkur tekst að vinna á þeim efnahagsvanda sem við búum við í augnablikinu.“ - uhj Hrunið hefur sín áhrif Einar Njálsson segir faglega framtíðarsýn Straumhvarfa skýra en framkvæmdin velti á lausn efnahagsvandans. BIOVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.