Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 36
 9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR Kristján Ágúst Njarðarson er nýfluttur í íbúð í íbúðarkjarna í Reykjavík. Þar líður honum vel enda í fínni íbúð eins og hann segir sjálfur. „Það er gott að hafa sína eigin íbúð en hafa samt félagsskap af íbúum í hinum íbúðunum. Ég þekki þá nokkra en við vorum saman á sambýli þar sem einungis voru herbergi,“ segir Kristján. „Ég er með geðfötlun en þetta verkefni, Straumhvörf, er að hluta gert fyrir peningana sem fengust þegar Síminn var seldur, einn milljarð.“ Kristján segir mikinn mun á því að búa í eigin íbúð en her- bergi. „Nú get ég boðið fólki í kaffi og mat, þótt ég geri ekki mikið af því,“ segir hann og brosir. Hann segist hingað til ekki hafa verið duglegur við eldamennsk- una en núna eldi hann oftar. „Við erum með konu sem er að kenna okkur. Á hinu sambýlinu fórum við í gegnum verkefni sem heit- ir VSL eða „virkja, styðja, leið- sögn“ og það var mjög gott. Það er þriggja ára prógramm í end- urhæfingu og þar lærðum við til dæmis að fara með peninga, elda og fleira um persónulegt líf. Ég var svo heppinn að komast hing- að í kjölfarið og nú vinn ég tvisv- ar í viku á trésmíðaverkstæðinu Ásgarði og bý þar til tréleikföng í anda Rudolfs Steiner. Það er mjög fínt.“ Kristján fylgist vel með þjóð- málum. „Ég horfði á stefnuræðu forsætisráðherra á mánudag og það er alvarlegt ástandið í þjóðfé- laginu.“ Hans helsta áhugamál er áhorf frétta, fræðslumynda og lest- ur en hann á myndarlegt bókasafn. „Ég hef mestan áhuga á bókum um Íslandssöguna og öllu tengdu henni.“ Inntur eftir því hvort hann ætli kannski að verða sagnfræð- ingur, neitar hann því brosandi. „Ég lauk nú bara grunnskólaprófi en ég hef gaman af þessu og hef fræðst mikið.“ Nú ertu búinn að glíma við þessa fötlun lengi, finnst þér þjón- ustan hafa batnað? „Já, hún hefur aukist. Á fyrsta sambýlinu sem ég var á, árið 1995, var bara þveginn af okkur þvottur en ekkert hugs- að um okkur annars. En á seinni árum hefur okkur verið hjálpað til sjálfshjálpar,“ segir Kristján, sem ekki segist finna á eigin skinni for- dóma í garð geðfatlaðra. „Ég er ekkert ósáttur við lífið.“ - uhj Ég er ekkert ósáttur við lífið Kristján Ágúst Njarðarson fylgist vel með þjóðmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristján vinnur á trésmíðaverkstæðinu Ásgarði tvisvar í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upphaf Straumhvarfa og hugmyndafræði Að frumkvæði félagsmálaráð- herra var á árinu 2005 hafinn undirbúningur að átaki í upp- byggingu þjónustu við geðfatlaða, sem síðar fékk nafnið Straum- hvörf. Á þeim tíma voru aðstæð- ur og réttindamál geðfatlaðs fólks í brennidepli. Mikil þörf var fyrir fjölbreyttari úrræði og tækifæri fyrir notendur til að hafa áhrif á þjónustuna. Hugmyndum um að færa ætti þjónustu við fólk með geðraskanir út í samfélagið, frá hefðbundnum sjúkrastofnunum, hafði vaxið fylgi. Talið var að bú- seta í einstaklingsíbúð með fjöl- breyttri og sveigjanlegri þjónustu veitti öryggi sem stuðlaði að jafnvægi í heilsufari og drægi úr líkum á endurinnlögnum á sjúkrahús. Samstarf var tekið upp milli félags- og tryggingamálaráðu- neytisins og heilbrigðisráðuneyt- isins og ráðist í viðamikla könn- un og stefnumótun í samstarfi við hagsmunaaðila. Stefnumótunin er birt í drögum á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Átaksverkefnið Straumhvörf nær yfir árin frá 2006 til 2010 og nær til 160 einstaklinga á landinu öllu. Markmiðið er að bjóða fólkinu bú- setu í einstaklingsíbúðum og stoð- þjónustu er eykur virkni fólks og lífsgæði. Fjármögnun var ákveð- in með lögum nr. 133/2005 en þar er kveðið á um ráðstöfun á sölu- andvirði Landsíma Íslands hf. og ákveðið að verja 1.000 milljónum króna í þessu skyni og til viðbót- ar 500 milljónum króna frá Fram- kvæmdasjóði fatlaðra eða samtals 1.500 milljónum króna til stofn- kostnaðar á árunum 2006 til 2010. Aukinn rekstrarkostnaður á þess- um fimm árum var áætlaður 855 milljónir króna, þar af er nýtt fjármagn 650 milljónir króna, sem kæmi til ráðstöfunar með fjárlögum á sama árabili. Þegar við vitum í hverju vandamálið er fólgið er fyrst grundvöllur fyrir að ná tökum á því. Næsta byrjendanámskeið verður 23. - 25. október n.k. Endurkomufólk er boðið sérstaklega velkomið Þeir sem hafa áhuga hafi samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarfi kn@matarfi kn.is BORGARTÚNI 3 - 105 RVK - SÍMI: 568 3868 - WWW.MATARFIKN.IS Esther Helga Guðmundsdótt ir B.M. , Msci (nemi) , ráðgjaf i Leiðarljós, meðferðahús Við lýsum þér leið OFFITA • ÁTRÖSKUN • MATAR/SYKURFÍKN Vilt þú fi nna varanlega lausn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.