Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 32
9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR6 ● geðhjálp
vinna með aðstandendum var að
halda svokallaða fjölskyldudaga
hjá Geðhjálp.“
Sigríður segir að Geðhjálp hafi
strax fengið mikinn stuðning víðs
vegar að, meira að segja frá heil-
brigðisgeiranum. Á stofnfundi
Geðhjálpar sýndi Tómas Helgason,
þáverandi yfirlæknir á Kleppsspít-
ala, stuðning sinn bersýnilega.
„Með tilkomu Geðhjálpar var
kominn vettvangur fyrir geð-
sjúka og aðstandendur þeirra og
þrátt fyrir að fordómarnir séu enn
fyrir hendi hefur margt breyst. Ég
er óhemju stolt af starfsemi Geð-
hjálpar í dag, öllum sjálfshjálpar-
hópunum, stuðningshópunum og
húsnæði athvarfsins,“ segir Sig-
ríður. Í dag fylgist hún með starf-
inu úr fjarlægð en er um þessar
mundir að undirbúa rekstur einka-
rekins spítala og heilsuhælis í
Mosfellssveit. - jma
ÓRAÐI EKKI FYRIR ÁRANGRINUM
Fleiri eldhugar komu að stofn-
un Geðhjálpar á fundi í safnað-
arheimili Langholtskirkju hinn 9.
október 1979. Guðbjörg Björns-
dóttir og Margrét Hlín Sveins-
dóttur áttu frumkvæðið að því að
boða til þessa fundar. „Við vild-
um kynna þá neyð sem fólk lend-
ir í undir þessum kringumstæðum
og koma á framfæri hverju okkur
þótti ábótavant í viðbrögðum hins
opinbera við þeim aðstæðum,“
segir Guðbjörg.
Þær stöllur settu á blað hug-
myndir til úrbóta og hengdu upp
auglýsingar um fundinn á sjúkra-
stofnanir og skrifstofur sem störf-
uðu að þessum málefnum. Þær
óskuðu eftir áheyrnarfulltrú-
um úr hópi þingmanna, einum úr
hverjum flokki, og meðal þeirra
sem mættu og lögðu gott til mál-
anna voru Helgi Seljan og Stefán
Jónsson. Helgi sótti síðar fundi fé-
lagsins annað slagið og reyndist
félaginu afar hjálplegur.
„Við vildum benda á leiðir til úr-
bóta frá sjónarhóli aðstandenda,“
segir Guðbjörg. „Það var af svo
mörgu að taka. Sem dæmi vil ég
nefna að við vildum bráðamóttöku
fyrir geðsjúka á sjúkrahúsi í stað
þess að notast við fangaklefa eins
og gert var og við vildum stuðning
inn á heimili sjúklinga þegar neyð-
arástand skapaðist. Við vildum líka
stuðla að umræðu sem gæti dregið
úr fordómum í garð geðsjúkra og
aðstandenda þeirra en þeir voru
því miður afar miklir.“
Á stofnfundinn mættu áttatíu
manns, aðstandendur, sjúklingar
og fagfólk, og reyndist mikill áhugi
vera á því að vinna að úrbótum á
þessu sviði. Í fyrstu voru fundir
félagsins haldnir í heimahúsum en
síðar í húsnæði geðdeildar Land-
spítalans við Hringbraut. Sífellt
bættist í hóp félagsmanna og mis-
munandi þarfir komu í ljós. Stofn-
aðir voru hópar fólks með svip-
aðar þarfir og kröftum beint að
því að hafa áhrif á þjónustu hins
opinbera.
„Ég gleðst alltaf þegar ég heyri
af framförum í málefnum geð-
sjúkra og aðstandenda þeirra,“
segir Guðbjörg. „Aldrei hefði
okkur órað fyrir að þetta félag
ætti eftir að láta jafn mikið til sín
taka og raun ber vitni. Ég minn-
ist þess þegar ég sá hóp félaga
í Geðhjálp ganga niður Banka-
strætið með árituð spjöld í tilefni
af afmæli félagsins fyrir mörgum
árum. Þá rifjaðist snöggt upp fyrir
mér stundin þegar þeirri ákvörð-
un sló niður að stofna þetta félag.
Göngunni gleymi ég aldrei og ég
óska því duglega fólki sem stendur
vörð um bættan hag geðsjúkra og
aðstandenda þeirra áframhaldandi
gæfu á göngu sinni.“ - as
Saga geðsjúkdóma er umvaf-
in hræðslu og misskilningi, sem
gefur ranga mynd af geðfötluð-
um einstaklingum. Það var því
við ramman reip að draga hjá
fyrstu félagsmönnum Geðhjálp-
ar en síðan þeir tóku til starfa
fyrir þrjátíu árum hefur mikið
vatn runnið til sjávar og góðir
hlutir gerst. Það er því margs
að minnast á þrjátíu ára afmæli
samtakanna Geðhjálpar sem
haldið verður upp á á morgun.
„Þetta verður allt á rólegu og
notalegu nótunum, svona í anda
þess að nú erum við orðin full-
orðin,“ segir Lárus Rögnvaldur
Haraldsson, gjaldkeri Geðhjálp-
ar, um dagskrá 30 ára afmælis
samtakanna sem hefst klukkan
fjögur á morgun í Iðnó.
Samtökin Geðhjálp voru
stofnuð þann 9. október 1979 eða
fyrir nákvæmlega þrjátíu árum
og var þeim ætlað að gæta hags-
muna þeirra sem þurfa eða hafa
þurft aðstoð vegna geðrænna
vandamála, aðstandenda þeirra
og annarra sem láta
sig geðheilbrigð-
ismál varða.
Frá fyrsta
degi var
unnið að
því að reyna
að bæta hag
þeirra sem
eiga við geðræn
vandamál að stríða
og auka skiln-
ing samfélagsins á
þessum veikindum.
Sé þriggja áratuga
starfi Geðhjálpar
líkt við líf þrítugr-
ar manneskju er ekki
ofsögum sagt að henni
hafi farnast vel um
dagana þótt vitanlega
hafi komið upp erfiðir
dagar.
Segir Lárus að hljómsveitin
Tepokinn muni leika ljúfa tóna
áður en einginleg dagskrá hefst.
Frumkvæðisverðlaun Geðhjálp-
ar verða veitt í fyrsta sinn en
þau eru ætluð fólki sem með ein-
hverju móti hefur haft frum-
kvæði í geðheilbrigðismálum og
skilað góðu starfi. Að auki mun
fyrrverandi félög-
um og stofnend-
um Geðhjálp-
ar verða veitt
heiðursaðild,
félagsmála-
ráðherra mun
flytja ávarp og
auk þessa segir
Lárus að svokall-
að Geðhjálparlag verði
kynnt. Fleira skemmti-
legt verði á seyði auk
þess sem ætlunin sé að
gefa fólki tækifæri til
sýna sig og sjá aðra. Dag-
skráin hefst í Iðnó klukkan
fjögur og eru félagsmenn
og velunnarar Geðhjálpar
velkomnir. - kdk
Húsnæði Geðhjálpar við Veltusund 3b. Myndin er tekin árið 1989.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365
Nú er Geðhjálp
orðin fullorðin
Félagið hefur gert ýmislegt til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. MYND/GEÐHJÁLP
Lárus Rögnvaldur, gjaldkeri Geðhjálpar,
segir dagrána verða í anda virðulegra
þrítugsafmæla þar sem góður þroski
hefur náðst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Auglýsingaefni og söfnunarbaukar fyrir Geðhjálp árið 1981. Á baukunum stendur:
Hættum að nýta fangaklefana sem neyðarþjónustu fyrir geðsjúka.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/365
Auglýsingasími
– Mest lesið
Ég gleðst alltaf þegar ég heyri af framför-um í málefnum geðsjúkra og aðstand-
enda þeirra,“ segir Guðbjörg Björnsdóttir,
einn stofnenda Geðhjálpar.