Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 9
Á undanförnum árum hefur
notendastýrð þjónusta
verið að ryðja sér til rúms á
Norðurlöndum og þá helst í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Þessi þrjú lönd hafa minnst 15
ára reynslu af slíkri þjónustu sem
snýst um það að fatlaðir fá vald til
að ráða sér aðstoðarmenn þurfi
þeir á þeim að halda til að lifa
sjálfstæðu lífi í samfélaginu. Meg-
inhugsunin á bak við breytinguna,
sem á rætur að rekja til Danmerk-
ur á áttunda áratug síðustu aldar,
er að fólk með mikla líkamlega
fötlun geti áfram búið á venjuleg-
um heimilum og sótt frístundir og
vinnu en sé ekki bundið við þjón-
ustu sérstakra búsetustofnana sem
ætlaðar eru fötluðu fólki.
Fyrir tilstilli Evald Krog í Dan-
mörku var byggt upp fyrirmynd-
arkerfi þarlendis til að þjóna fólki
með vöðvarýrnunarsjúkdóma. Alls
1.200 einstaklingar njóta slíks fyr-
irkomulags og á ferðum mínum
í Danmörku hef ég kynnst því
hvernig þjónustan ræður úrslit-
um um lífsgæði fólksins en einnig
lífsmöguleika. Sjálfur er Evald 66
ára, elsti núlifandi einstaklingur-
inn í heiminum með sjúkdóminn,
og ljóst að hann væri ekki á lífi ef
aðstoðarmannakerfisins danska
nyti ekki við. Hann er ekki að-
eins hreyfihamlaður fyrir utan
einn fingur sem hann getur hreyft
heldur líka í öndunarvél. Slíka til-
veru hefði hann aldrei tekið í mál
ef honum hefði verið gert að liggja
inni á stofnun það sem hann ætti
eftir ólifað. Í staðinn er hann kom-
inn í áttunda skiptið til Íslands á
fjórum árum til að boða fagnaðar-
erindi aðstoðarmannakerfis í stað
stofnanavistar og hann nýtur hvers
einasta augnabliks lífsins.
Svíar eru komnir lengst í þróun
notendastýrðrar þjónustu. Þar
starfa nú 50.000 aðstoðarmenn í
fullu starfi sem mundi samsvara
um 2.000 aðstoðarmönnum á Ís-
landi. Með þessu móti hafa Svíar
getað lagt niður búsetustofnan-
ir og þar er skilningurinn einna
lengst kominn á því að afstofnana-
væðing er mannréttindastefna. Í
Svíþjóð eiga andlega fatlaðir jafnt
sem hreyfihamlaðir rétt á notenda-
stýrðri þjónustu. Það er stefna
sem mikilvægt er að marka frá
upphafi hér á landi einnig. Veik-
leiki allra norrænu kerfanna er
aldursaðgreining. Þannig eiga þeir
sem orðnir eru 67 ára ekki rétt á
notendastýrðu kerfi nema þá að
þeir hafi áður áunnið sér slíkan
rétt. Hér getum við gert betur.
Öll hin Norðurlöndin hafa fært
þjónustu við fatlaða og aldraðra
yfir til sveitarfélaga og til stend-
ur að flytja málefni fatlaðra hér á
landi til sveitarfélaga árið 2011. Það
skiptir miklu máli að sú yfirfærsla
verði ekki fyrst og fremst tæknileg
afgreiðsla heldur taki þá við alveg
nýtt fyrirkomulag sem bætir þjón-
ustuna, gerir hana einstaklingsmið-
aða og notendastýrða í stað stofn-
anaþjónustu. Í dag þurfa fatlaðir og
aldraðir að sæta ýmiss konar frels-
isskerðingum umfram annað fólk
vegna þess að þau þurfa að laga sig
að reglum og þjónustu stofnana.
Frá þessu verður að hverfa hið allra
fyrsta eins og gerst hefur á hinum
Norðurlöndunum. Vegna smæðar
Íslands getum við gert enn betur en
þau og jafnvel með minni tilkostn-
aði. Í öllu falli er ljóst að stofnana-
vistun er dýrasta og ósveigjanleg-
asta þjónustuformið. Við höfum allt
að vinna, fordæmin eru til staðar
og nú skulum við hefjast handa með
góðri hjálp Evald Krog og fleiri.
Sigursteinn Másson
geðhjálp ●
Hópur notenda geðheilbrigðisþjón-
ustunnar í Svíþjóð heimsótti Geð-
hjálp fimmtudaginn 8. október
og kynnti sér starfsemi félags-
ins auk þess að kynna sín sam-
tök. Þau heita Riksförbundet för
social och mental hälsa, skamm-
stafað RSMH, eru landssamtök
með 140 félögum í 21 héraði og
telja um 10.000 félaga. Samtökin
eru mjög virk í Svíþjóð, standa til
dæmis fyrir námskeiðum, upplýs-
ingaöflun í geðheilbrigðismálum
og rannsóknum og gefa út blaðið
Revansch.
Fram kom í máli gestanna að
þótt búið væri að koma á fót að-
stoðarmannakerfi í Svíþjóð væri
nokkuð langt í land að allir nytu
fullnægjandi stuðnings. Það var
sameiginlegt mat hópsins og Geð-
hjálparfólks að mikilvægasta
verkefnið væri að rjúfa einangrun
geðsjúkra og stokka upp starfsemi
geðdeilda og geðsjúkrahúsa. Lyfja-
gjafir jafngiltu stundum pynting-
um og beita þyrfti mannúðlegri
aðferðum við að hjálpa fólki að ná
fótfestu í lífinu frekar en að neyða
það til inntöku stórra og sterkra
lyfjaskammta. Einnig var rætt um
nauðung og þvingun og kom það
fram hjá gestunum að enn væri
algengt í Svíþjóð að sjúklingar
væru bundnir með ólum í rúm. Á
Íslandi eru slíkar aðfarir bannað-
ar. Sænsku gestirnir töldu að ein
stærsta hindrunin í málaflokkn-
um í þeirra landi væri almennir
fordómar í garð geðsjúkra.
Góð grannaheimsókn
Meðlimir sænsku samtakanna RSMH heimsóttu Geðhjálp í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● AUGLÝST EFTIR GÖGNUM Fundargerða-
bækur Geðhjálpar frá fyrstu árum félagsins hafa
glatast á vegferð þess milli húsa og er hér
með lýst eftir þeim. Ef einhver fyrri rit-
ari eða formaður félagsins kannast
við að hafa þær í sínum fórum
eru þau vinsamlegast
beðin að koma þeim
til félagsins svo hægt
sé að halda sögu þess
til haga.
Norðurlöndin hafa nokkra reynslu af notendastýrðri þjónustu. NORDICPHOTOS/GETTY
Sjálfstætt líf fólks utan stofnana
Vefsíðan www.umhuga.is er síða
þar sem hægt er að nálgast alls
kyns upplýsingar er varða geð-
heilsu barna og unglinga, uppeldi
þeirra og hvert leita má eftir að-
stoð. Vefurinn er ætlaður foreldr-
um og uppalendum sem og fagfólki
sem vinnur með börnum og ungl-
ingum en ekki síður börnum og
unglingum sem vilja fræðast um
málefnið.
Umhuga.is er hluti af forvarn-
arverkefninu Þjóð gegn þung-
lyndi sem Landlæknisembættið
hefur starfrækt síðan vorið 2003.
Á síðunni má finna allt frá dæmum
um meðferðarúrræði til ítarlegra
fyrirlestra. - jma
Vefsíða um
geðheilsu barna
Umhuga.is aðstoðar meðal annars
foreldra í leit að meðferðarúrræðum
fyrir börn sín.
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2.
Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja.
Reykjavíkur Apótek býður
NOW vítamín og bætiefni með
20% afslætti út september.
Reykjavíkur Apótek er
sjálfstætt starfandi apótek sem
leggur áherslu á persónulega
þjónustu og hagstætt
verð. Apótekið er í gamla
Héðinshúsinu við Seljaveg 2.
Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is