Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 24
2 föstudagur 9. október
núna
✽ skemmtum okkur
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd
Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdótt-
ir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörns-
dóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462
Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík,
sími 512 5000
GLÆSILEG Leikkonan Rachel
Weisz heillaði Spánarbúa klædd
rauðum Prada-kjól á opnun nýjustu
kvikmyndar sinnar, Agora.
GYLFI BLÖNDAL TÓNLISTARMAÐUR
Ég ætla að æfa fyrir Airwaves með Kimono, kíkja á útgáfutónleika Hjálma á NASA
á föstudaginn og Bloodgroup og Sykur á Sódóma á laugardaginn. Auk þess lang-
ar mig að finna tíma í nokkrar dollur með Klúbba-Dóra, vini sem var að snúa aftur
úr útlegð á Suður-Ítalíu.
Áhugamenn um íslenska húsgagnaframleiðslu ættu alls ekki að missa af
spennandi leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands á sunnudaginn. Íslensk húsgagna-
framleiðsla stóð með miklum blóma á tímabilinu 1950-1970 og víða leynast enn hús-
gögn frá þeim tíma á íslenskum heimilum og stofnunum. Í
leiðsögn um geymslusýningu Hönnunarsafnsins mun Arn-
dís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur skyggnast um og
greina frá helstu áföngum í sögu íslenskrar húsgagnasmíði og
hönnunar á síðustu öld og tengja við gripi safnsins. Hver veit
nema gamli stóllinn hennar ömmu sem enginn tók eftir sé eftir
Svein Kjarval?
Hönnunarsafn Íslands, Lyngási 7, Garðabæ. Leiðsögn kl. 15-
17. Aðgangur ókeypis.
helgin
MÍN
augnablikið
Snyrtivörumógúllinn Bobbi Brown er komin með spenn-
andi nýja augnskugga á markaðinn. Þeir nefnast Metallic
Long-Wear Cream Shadow og eru ótrúlega fallegir. Þeir
eru auðveldir í notkun og haldast einstaklega
vel á augnlokunum og koma í átta seiðandi
málmlitum, allt frá gylltu og silfurlitu upp í
bláa, fjólubláa og græna tóna. Augnskuggarn-
ir eru tilvaldir þegar maður ætlar að skella
sér út á lífið og munu væntanlega þola snjó-
komu og svita á Airwaves næstu helgi! Vör-
urnar fást í Kringlunni og Smáralind. - amb
Partíaugu!
L angflestar af flottustu búðum, veitingastöðum og börum
miðbæjarins skilgreina sig sem
„Vini Airwaves“ þetta árið. Þau
veita því dágóðan afslátt öllum
þeim sem eiga þar til gert afslátt-
ararmband, en það geta gestir á
Airwaves-hátíðinni keypt sér á
vefsíðu Airwaves og í upplýsinga-
miðstöð hátíðarinnar í Skífunni.
Hugmyndina að samstarfi milli
Airwaves og miðbæjarins átti Bára
Hólmgeirsdóttir, sem á og rekur
verslunina Aftur á Laugaveginum.
„Ég bý og starfa í miðbænum og
hef auðvitað ekki komist hjá því
að taka eftir því hvað Airwaves
hefur gríðarlega jákvæð áhrif á
miðbæinn. Þegar hátíðin stend-
ur yfir er þetta beinlínis eins og
að búa í annarri borg, andrúms-
loftið er svo ótrúlega skemmtilegt
og líflegt. Mig langaði til að verða
hluti af hátíðinni á einhvern hátt
og um leið að styðja við bakið á
þeim sem færa okkur hana. Tón-
list og hönnun tengjast iðulega og
mér þótti tilvalið að tengja okkur
öll örlítið betur saman.“
Þegar kreppan skall á í fyrra
bjargaði Airwaves haustsölunni
fyrir marga af þeim hönnuðum
sem starfa í miðbænum, segir
Bára. „Ég vona að fólk átti sig á
því hversu langt út fyrir tónlist-
armörkin þessi hátíð nær. Skipu-
leggjendur hennar mættu fá
einhverja umbun fyrir það.“
Á vefsíðunni www.icelanda-
irwaves.is má sjá lista yfir þau
fyrirtæki sem skilgreina sig sem
vini Airwaves. - hhs
Verslanir, barir og veitingahús taka sig saman og veita afslátt meðan á Airwaves stendur:
ETIÐ, DRUKKIÐ OG
VERSLAÐ FYRIR MINNA
Vinur Airwaves Fjöldi verslana, veitingastaða og
bara veitir handhöfum vinakorts Airwaves dágóð-
an afslátt meðan á tónlistarhátíðinni stendur. Bára
Hólmgeirsdóttir átti hugmyndina að samstarfi Air-
waves við verslunarfólk miðbæjarins.
FR
É
TT
A
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Sindrastóllinn
eftir Svein Kjarval.
Leynast íslensk húsgögn í
geymslunni þinni?