Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 54

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 54
30 9. október 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég ætla að blása 2.600 lítrum af poppi yfir gesti staðarins,“ segir athafnamaðurinn Atli Már Gylfason. Atli er einn af skipuleggjendum poppkornspartís á skemmtistaðnum Top of the Rock á gamla Varnar- liðssvæðinu í Reykjanesbæ á laug- ardaginn. Atli og félagar eru búnir að hanna sérstaka popp- blásara sem fara í gang þegar partíið nær hápunkti. „Þetta eru tveir blásarar og algjört mix sem þrælvirkar,“ segir hann. Partíið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi samkvæmt Atla og að öllum líkindum það síðasta. Poppmagnið ku vera svo mikið að hann hefur enga trú á því að uppátækið verði endurtekið. „Þetta hefur verið haldið á hverju sumri á Majorka,“ segir Atli. „Ég fékk hug- myndina þar, þetta er önnur klikkaða hugmyndin sem ég fæ. Sú fyrsta var að halda froðupartí, ég flutti fyrstu froðuvélina til landsins og hélt nokk- ur froðupartí sumarið 2007. Nú langar mig að gera eitthvað nýtt og spennandi.“ Plötusnúðurinn Jay-Arr þeytir skíf- um í partíinu og forsala hefst í dag á Top of the Rock. Miðaverð er 1.000 krónur í forsölu og 1.500 krónur við dyrnar. Atli segir að popppoki fylgi hverjum miða. - afb 2.600 lítrar af poppi yfir dansþyrsta POPPARI Atli stendur rogginn við poppaðasta bíl Íslandssögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danshöfundurinn Jóhann Björg- vinsson setur upp verk á opnun hinnar árlegu Frieze Art Fair- listahátíð sem haldin er í London dagana 15. til 18. október. Opn- unin er á vegum tískutímarits- ins POP, sem er eitt vinsælasta grasrótartískutímaritið í dag, og verður haldið í nýju galleríi í eigu listamannsins Damiens Hirst. „Ritstjóri POP Magazine sá verk sem ég hafði sett upp í Lond- on fyrir tveimur árum. Hún varð svo hrifin af sýningunni að hún bauð mér í kjölfarið að taka þátt í þessari opnun,“ segir Jóhann. Verkið sem sýnt verður á opn- uninni er unnið út frá kvik- myndinni Crash eftir leikstjór- ann David Cronenberg og fjallar meðal annars um úrkynjun sam- félagsins. „Ég er að vinna með sex dönsurum, leikara og tónlist- arfólki við uppsetningu verks- ins. Ég kem sjálfur ekkert fram í verkinu heldur sé ég um alla framkvæmd auk þess sem ég leikstýri því.“ Jóhann starfaði um árabil sem dansari hjá Íslenska dansflokkn- um en flutti til London fyrir fjór- um árum og starfar nú eingöngu sem danshöfundur. Á síðustu árum hefur hann meðal annars sett upp verk í söfnum á borð við Victoria and Albert Museum, The Shunt og The Place. „Það er rosa mikil vinna sem liggur að baki hvers verks, en ég er búinn að vera lengi í þessum bransa og bý því að reynslu sem hjálpar manni að takast á við allt stressið,“ segir Jóhann. Aðspurður segist Jóhann hafa hitt listamanninn Damien Hirst aðeins einu sinni, þá í opnun sýn- ingar sem haldin var af POP Magazine. „Ég geri ráð fyrir að hann verði viðstaddur opnun- ina, enda á hann galleríið sem við sýnum í. Þetta er alveg nýr heimur fyrir mér, ég hef verið svo lengi í grasrótinni og nú eru loks að opnast nýjar dyr fyrir manni. Það er mjög skrítið að upplifa þetta.“ Jóhann segist ekki vera á leið heim til Íslands í bráð heldur ætli hann að starfa áfram í London. „Það er spennandi að vera í þess- ari stórborg. Hér er svo mikið um að vera og tækifærin eru enda- laus og það er magnað að fá að kynnast því,“ segir Jóhann að lokum. - sm SÝNIR Í GALLERÍI DAMIENS HIRST GERIR ÞAÐ GOTT Jóhann Björgvinsson danshöfundur sýnir verk á opnun Frieze Art Fair í London. > JORDAN LÝGUR The Sun greindi frá því í vikunni að kærasti Jordan hefði gaman af því að klæða sig í kvenmannsföt. Alex Reid, sem er atvinnubardagamað- ur, vill meina að Price hafi skáld- að þetta til þess eins að vekja athygli á væntanlegri ævi- sögu sinni. „Honum finnst sem hún sé að nota hann til að fá athygli og til að halda sér í fjölmiðlum,“ sagði tals- maður Reids. Tinnudagur í Listasafni Kópavogs Laugardaginn 10. október 2009 Tinna Heildverslun verður með opinn dag í Listasafni Kópavogs þar sem sýndar verða flíkur úr Prjónasamkeppni Tinnu sem fram fór í sumar. Verðlaunaafhending og sýning á handverkinu fer fram í Listasafni Kópavogs laugardaginn 10. október frá kl. 14:00 til 17:00. Jafnframt verða kynntar nýjungar s.s garn, KnitoPro prjónar og Prjónablaðið Ýr 42. Innsendar flíkur í Prjónasamkeppnina má nálgast í Tinnu ehf., Nýbýlavegi 30, mánudaginn 12.október. Allir velkomnir. Með bestu kveðju, Starfsfólk Tinnu ehf. HEILDVERSLUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.