Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 SOKKABÖNDIN snúa aftur ef marka má þann fjölda tónlistar- og kvikmyndastjarna sem látið hafa glitta í slíkan undir fatnað nýlega. Þar má nefna konur á borð við Lily Allen, Katie Perry, Rihönnu og Ditu Von Teese. „Maður verður alltaf glaður í þessum kjólum,“ segir listakon-an Brynhildur Guðmundsdóttir, um kjóla fatahönnuðarins HulduKarlottu Kristjá dó gegnum Facebook-síðu fatalínunn-ar. „Það er mikil litadýrð í þess-um fötum og litasamó tækið Nikita og hafa föt heneinnig fe i Óvænt litasamsetning sem lífgar upp á lundina Brynhildur Guðmundsdóttir er ávallt fallega klædd. Eftirlætiskjólar hennar eru frá fatahönnuðinum Huldu Karlottu en föt hennar segir Brynhildur oft skarta óvæntum litasamsetningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Brynhildur Guðmundsdóttir myndlistarmaður stendur hér fyrir framan eitt verka sinna í einum af eftirlætiskjólunum. Rafknúnir hæginda- stólar • FYLGIRIT UM SÓFA • 15. OKTÓBER 2009 sófar FIMMTUDAGUR 15. október 2009 — 244. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BRYNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Klæðir sig í kjól sem lífgar upp á lundina • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS SÓFAR Notalegt og hlýlegt nýtur mikilla vinsælda Sérblað um sófa FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Opnar dyr að auðlindum Öld liðin frá útgáfu fyrstu íslensku kennslu- bókarinnar í esperanto. TÍMAMÓT 36 VIÐSKIPTI Nýir eigendur Íslands- banka taka ákvörðun um hugsan- lega afskrift lána sem Glitnir veitti starfsmönnum til hlutabréfakaupa í bankanum á sínum tíma. Stjórn Íslandsbanka hefur fram til þessa látið málið vera og beðið eigenda- skipta, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Lán Glitnis til fyrrverandi og núverandi starfsmanna bankans hleypur á milljörðum króna. Frá því hefur áður verið greint að þrír framkvæmdastjórar bankans fengu í maí í fyrra lán upp á átta hundruð milljónir hver til kaupa á hlutabréf- um í bankanum. Lán starfsmanna bankans eru flest í einkahlutafé- lögum sem standa illa í dag og telj- ast því sem næst glötuð. Vitað er að einhverjir starfs- menn Íslandsbanka hafa í sam- ræmi við samninga nýtt sér sölu- réttarákvæði sem viðkomandi höfðu. Í þeim tilvikum sem lántak- ar áttu samningsbundinn rétt til að falla frá kaupunum eða sölurétti hafa þeir almennt nýtt sér hann á gjalddaga lánanna, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Í dag skýrist hverjir eignast Íslandsbanka en þá rennur út frest- ur kröfuhafa Glitnis til að ákveða hvort þeir vilja fá 95 prósenta hlut í honum eða skuldabréf. Verði seinni leiðin valin eign- ast ríkið Íslandsbanka að fullu en bankinn mun gefa út þrjú skulda- bréf stíluð á kröfuhafa. Fyrsta skuldabréfið er upp á 52 milljarða króna. Hin tvö eru árangurstengd og geta aldrei orðið hærri en átta- tíu milljarðar króna. Ásamt því fá kröfuhafar kauprétt á níutíu pró- senta hlut í bankanum. Verði fyrri leiðin valin mun skila- nefnd Glitnis taka yfir stjórn bank- ans fyrir hönd kröfuhafa og setja fjóra menn í bankaráð til móts við einn sem ríkið tilnefnir. „Við erum að fara í gegnum loka- atriðin,“ segir Árni Tómasson, for- maður skilanefndar Glitnis, og bætir við að enn sé ekki vitað hverj- ir kröfuhafar Glitnis eru. Hann vísar til þess að líflegur markaður hafi verið með kröfur bankans frá því hann féll fyrir rúmu ári. Sama máli gegnir um kröfur Kaupþings. Kröfulýsingafresti í bú Glitnis lýkur 26. nóvember næstkomandi en 30. desember í bú Kaupþings. Á þeim degi mun koma í ljós hverjir eigendur bankans eru. - jab Ríkið eða kröfuhafar munu ákveða afskriftir starfsfólks Eigendaskipti verða á Íslandsbanka í dag. Ákvörðun um afdrif kúlulána til starfsmanna hefur meðvitað verið látin liggja milli hluta fram yfir skiptin. Kaupþing hefur ekki afskrifað nein starfsmannalán. Opið til 21 nýtt kortatímabilEndurgjaldslaus lögfræðiaðstoð fi mmtudaga milli 19:30 – 22:00 í síma 551-1012. LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATORS - félag laganema við Háskóla Ísland ORKUMÁL Fjármögnun vegna stækkunar Hellis- heiðarvirkjunar hefur verið rædd á milli Orku- veitu Reykjavíkur og lífeyrissjóða síðustu daga. Orkuveitan hefur ráðist í tíu milljarða króna skuldabréfaútboð vegna aðkallandi verkefna. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir skulda- bréfaútboðið hugsað til fjármögnunar á hluta af stækkun Hellisheiðarvirkjunar en einnig veitu- framkvæmda á Vesturlandi. Um er að ræða fimm milljarða framkvæmd sem ekki hefur tekist að fjármagna með erlendum lánum, eins og upphaf- lega var ætlunin. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá bíða for- svarsmenn Orkuveitunnar svars frá Evrópska fjárfestingarbankanum um þrjátíu milljarða króna lán til uppbyggingar á Hellisheiði. Hjörleifur segir að skuldabréfaútgáfan tengist evrópska láninu ekkert. - shá / sjá síðu 6 Orkuveita Reykjavíkur ræðir við forsvarsmenn lífeyrissjóða um fjármögnun: Tíu milljarða skuldabréfaútboð VINDASAMT Í dag verða suðvest- an 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörð- um og með norðurströndinni. Léttskýjað eystra annars smáskúrir framan af degi en síðan úrkomu- lítið og bjart með köflum. VEÐUR 4 10 8 7 10 10 BRETLAND, AP Benito Mussolini þáði laun hjá bresku leyniþjónust- unni árið 1917. Þetta kemur fram í gögnum sem breskur leyniþjónustu- maður skildi eftir sig og sagnfræðingur- inn Peter Mart- land uppgötvaði nýverið. Mussolini þáði 100 pund á viku, 6.000 pund að núvirði, frá Bretum. Skyldur hans fólust meðal annars í því að ráðast að mótmælendum sem safnast höfðu saman til að mótmæla stríðs- rekstrinum. Bretum var mjög í mun að Ítalir drægju sig ekki úr styrjöldinni, þar sem þar voru reknar mikilvægar hergagnaverk- smiðjur. Mussolini, sem síðar varð fasískur einræðisherra landsins, var á þessum árum ritstjóri. - kóp Fyrri heimsstyrjöldin: Bretar borguðu Mussolini laun BENITO MUSSOLINI VEISLAN HAFIN Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var sett í ellefta sinn í gær. Alls koma 220 hljómsveitir fram á hátíðinni sem stendur fram á sunnudag, 160 innlendar og 55 erlendar. Hljómsveitin Me, the Slumbering Napoleon gaf tóninn á Nasa í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Heimska og dirfska Þorsteinn Gunnar Jónsson frumsýnir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, grín- myndina Jóhannes. KVIKMYNDIR 46 Undankeppni lokið Riðlakeppni HM lauk í gær þegar barist var í fjórum riðlum af átta um sæti á HM eða í umspili keppninnar. ÍÞRÓTTIR 58

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.