Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 4
4 15. október 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Niðurstöður rannsóknarnefnd- ar Alþingis, sem rannsakar nú aðdraganda bankahrunsins, verða ekki tilbúnar til birt- ingar fyrr en um miðjan janúar í fyrsta lagi. Nefndin mun fá frest til 1. febrúar næstkom- andi til að skila skýrslu sinni. Páll Hreinsson, formaður nefndarinn- ar, sagði á fundi með fjölmiðlafólki í gær að nokkrar ástæður væru fyrir því að farið hefði verið fram á lengri frest. Þannig voru gögn sem nefndin aflaði sér frá bönkunum viðameiri en reiknað var með og talsverðan tíma tók að koma þeim á form sem hentaði til samanburðar, segir Páll. Þá séu gögn raunar enn að berast, til dæmis frá útibúum og dótturfélögum bankanna erlendis. „Þegar farið var að skoða þessi gögn fóru að koma í ljós ýmis flókin og yfirgripsmikil viðskipti sem við höfum þurft að skoða nánar og fara yfir,“ segir Tryggvi Gunnarsson, einn nefndarmanna. „Þetta hefur því tekið lengri tíma og orðið flóknara en við höfðum vænt- ingar um.“ Þar með hafi nefndin staðið frammi fyrir tveimur kostum; að skila verra verki en til hafi staðið, eða óska eftir því að fá lengri frest til að skila skýrslunni, sem þegar er orðin yfir 1.000 síður að lengd. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar í gær að til standi að breyta lögum um nefndina til að veita henni umbeðinn frest. Til greina kom að skila áfangaskýrslu, og ákveðnir kaflar skýrslunnar eru raunar til- búnir, segir Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna. Fallið hafi verið frá því þar sem erfitt sé að aðskilja mál hvert frá öðru og birta verði niðurstöður í samhengi. Ekki stendur til að gera þau gögn sem liggja að baki skýrslu nefndarinnar aðgengi- leg almenningi um leið og skýrslan sjálf verður gerð opinber, segir Páll. Gögnin fari til Alþingis, sem verði að taka afstöðu til þess hvort, og þá hvernig, fræðimönnum eða öðrum verði veittur aðgangur að gögnunum. Í skýrslu nefndarinnar verða þó án efa birtar upplýsingar sem hingað til hafa fall- ið undir bankaleynd, segir Páll. Það verði þó aðeins gert þegar nauðsynlegt sé að birta slíkar upplýsingar til að rökstyðja álit nefnd- arinnar. „Til að geta útskýrt söguna verðum við einfaldlega að geta sagt frá hvernig hlutirn- ir gerðust, þar með talið fjallað um stærstu félögin sem voru í viðskiptum, og áttu jafnvel bankana,“ segir Páll. brjann@frettabladid.is Jóhann Ólafsson & Co SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI með OSRAM Friðarsúla Yoko Ono í Viðey er samansett úr níu 7000 W OSRAM XBO perum sem mynda sterka ljóssúlu til himins. Auk þess eru sex 2000 W OSRAM XBO perur sem lýsa lárétt inn göng sem vísa að ljósbrunninum sjálfum og er endurkastað upp á við með speglum innan í brunninum. SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 o n Rannsóknarnefnd frestar birtingu á hrunskýrslunni Skýrsla rannsóknarnefndar sem fjallað hefur um bankahrunið verður birt í síðasta lagi 1. febrúar. Viðfangs- efnið reyndist vera viðameira og flóknara en ráð var fyrir gert. Skýrslan verður yfir 1.000 blaðsíður að lengd. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tekið formlegar skýrslur af 105 einstaklingum, en nefndarmenn vildu ekki upplýsa Fréttablaðið um hverjir hafa gefið skýrslu. Að auki hefur nefndin rætt við yfir 300 manns á fundum og í viðtölum til að afla nánari skýringa og upplýsinga. Lengsta skýrslutakan tók 24 klukkustundir, og dreifðist á þrjá vinnudaga, að því er fram kom á fundi með fjölmiðlum í gær. „Við eigum enn þá eftir að kalla inn nokkuð marga, og getum ekki látið það standa út af,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna. Ekki fékkst upp gefið hversu marga einstaklinga í viðbót nefndarmenn hyggist boða til skýrslutöku á næstunni. HAFA RÆTT VIÐ YFIR 400 EINSTAKLINGA RANNSÓKN Ekkert verður upplýst um efnislegar niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis fyrr en skýrsla nefnd- arinnar verður birt. Nefndarmenn telja mögulegt að skýrslan verði tilbúin um miðjan janúar, en í síðasta lagi 1. febrúar næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Leiðin á milli Bolung- arvíkur og Reykjavíkur styttist um 42 kílómetra þegar Djúpvegur um Arnkötludal var opnaður við hátíðlega athöfn í gær. Þá er nú komið bundið slitlag alla leiðina. Vegurinn er mikil samgöngubót og tengir norðanverða Vestfirði við hringveginn með bundnu slit- lagi. Kári var í jötunmóð þegar vegurinn var opnaður og í stað þess að strengja borða yfir veginn var brugðið á það ráð að bregða honum um stein við veginn. Rokið lét borðann í friði þar og athöfnin fór fram eftir settum reglum. - kóp Opna veg um Arnkötludal: Styttri leið til Bolungarvíkur AFHJÚPA MINNISMERKI Kristján Möller samgönguráðherra og Hreinn Haralds- son vegamálastjóri afhjúpuðu merki um að bundið slitlag er komið á veginn. DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur hafnað kröfu Magnúsar Ármann, Kevins Stanford og eignarhaldsfé- lagsins Materia Invest um að mál Nýja Kaupþings á hendur þeim verði fellt niður. . Nýja Kaupþing vill að Magnús og Kevin standi skil á 370 millj- óna króna láni, sem veitt var Mat- eria Invest á sínum tíma. Telur Nýja Kaupþing að þeir Magnús og Kevin séu í ábyrgðum fyrir lánið. Materia Invest var um tíma meðal stærstu eigenda FL Group. Málið var einnig höfðað á hend- ur Þorsteini M. Jónssyni, en hann hefur samið um lausn þess fyrir sitt leyti. - sh Kaupþing vill innheimta lán: Kröfu um frá- vísun hafnað GENGIÐ 14.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,7422 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,32 123,90 196,94 197,90 183,56 184,58 24,656 24,800 22,151 22,281 17,817 17,921 1,3801 1,3881 196,30 197,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Sigurbjörn Sigurðsson, veitingamaður á Kaffi Duus í Keflavík, vill taka fram að staður hans er ekki sá sem for- maður Matvís hefur sakað um að fara ekki að lögum í rekstri sínum. Kaffi Duus sást á loftmynd af Keflavík sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudag. ÁRÉTTING KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Mótmæla hernaðarumsvifum Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum um hergagnageymslu og æfinga- svæði fyrir Nató á Keflavíkurflugvelli. Í ályktun segir að enginn munur sé á því að þjónusta herþotur og þjálfa herflugmenn eða varpa sprengjum í fjarlægum löndum með sömu vélum. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 21° 13° 5° 4° 11° 13° 8° 8° 9° 7° 24° 15° 9° 32° 10° 14° 18° 8° Á MORGUN 5-13 m/s hvassast norð- vestan til LAUGARDAGUR 3-8 m/s 8 15 15 15 8 13 6 14 6 10 13 10 10 10 8 10 8 78 8 9 4 10 10 8 8 8 108 11 7 7 BEST EYSTRA Horft á daginn í dag og morgundaginn verður áberandi besta veðrið austan til á landinu, en þar verður vindur sæmilega hægur og bjart. Á morgun kemur norðausturlandið inn einnig með ágætt veður. Annars staðar verður fremur vinda- samt, einkum vestast á landinu ásamt úrkomu. Á hinn bóginn dregur úr úrkomu á landinu þegar líður á daginn og rofar nokkuð til. Hlýtt verður í veðri. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Rannsóknarteymi bresku efnahagsbrotaskrifstof- unnar (Serious Fraud Office, SFO) er með íslenskan banka til skoðun- ar, og bráðlega verður ljóst hvort formleg rannsókn á mögulegum lögbrotum verður hafin. Þriggja manna hópur frá SFO hefur skipst á upplýsingum og gögnum um bankana við starfs- menn embættis sérstaks saksókn- ara frá því á mánudag. „Með því að deila gögnum höfum við hraðað rannsókn okkar umtals- vert, og ég er viss um að hið sama má segja um embætti sérstaks sak- sóknara. Við höfum í raun unnið margra vikna verk á þeim þremur dögum sem við höfum eytt hér á landi,“ segir Polly Sprenger, sem fer fyrir hópnum frá SFO. Sprenger er vongóð um að ein- hver af þeim atriðum sem nú séu í skoðun og tengjast íslenska bank- anum komist á það stig að hægt verði að hefja rannsókn, og í fram- haldinu sækja grunaða til saka. SFO hóf óformlega skoðun á öllum íslensku bönkunum sem höfðu starfsstöðvar í Bretlandi í vor, en þá voru ekki næg sönn- unargögn til að hefja formlega rannsókn. Skoðun SFO nú bein- ist að einum af viðskiptabönkun- um þremur, en Sprenger vill ekki upplýsa hvaða hver sá er. - bj Breskir rannsakendur skiptast á gögnum um bankana við sérstakan saksóknara: Með íslenskan banka í sigtinu RANNSÓKN Polly Sprenger segir starfsmenn sérstaks saksóknara vinna gríðarlega gott starf, og afkasta mjög miklu miðað við fjölda starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.