Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 6
6 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
eftir Max Frisch
Hringdu í síma 551 1200 eða
smelltu þér á leikhusid.is
„Ég lánaði þeim eldspýtur. Og hvað með
það? Það lánuðu allir eldspýtur, næstum
hver einasti maður! Annars væri borgin
varla brunnin til grunna.”
Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir sem valin var
leikstjóri ársins á síðustu Grímuverðlaunahátíð.
Með aðalhlutverk fara Eggert Þorleifsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Björn Thors og Magnús Jónsson.
Magnað verk um hugleysi og græðgi
- fullt af eldfimum húmor
Frumsýning á föstudaginn
ORKUMÁL Stjórnendur Orkuveitu
Reykjavíkur og forsvarsmenn
stórra lífeyrissjóða hafa rætt
aðkomu sjóðanna að fjármögn-
un við stækkun Hellisheiðar-
virkjunar. Orkuveitan þarf að
fjármagna fimm milljarða veitu-
framkvæmdir á
Vesturlandi.
Hjörleifur
Kvaran, for-
stjóri Orkuveit-
unnar, segir að
fyrirtækið sé
með skulda-
bréfaútboð í
gangi á inn-
lendum mark-
aði sem meðal
a n n a r r a s é
verið að kynna
lífeyrissjóð-
unum. Útboðið
er tíu milljarð-
ar króna og er
ætlað til fjár-
mögnunar á
hluta af stækk-
un Hellisheið-
arvirkjunar auk
annarra aðkall-
andi verkefna.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá bíða forsvarsmenn
Orkuveitunnar svars frá Evr-
ópska fjárfestingarbankanum
um þrjátíu milljarða króna lán til
uppbyggingar á Hellisheiði. Hjör-
leifur segir að skuldabréfaútgáf-
an tengist evrópska láninu ekk-
ert og ekki sé um varaáætlun að
ræða, bregðist sú lántaka. Fjár-
mögnun innanlands með útgáfu
skuldabréfa yrði haldið áfram þó
að evrópska lánið skilaði sér.
„Við stöndum í miklum fram-
kvæmdum annars staðar en á
Hellisheiði. Við erum með fimm
milljarða veituframkvæmdir á
Vesturlandi sem eftir er að fjár-
magna. Við gerðum ráð fyrir að
fjármagna þær með erlendri lán-
töku sem ekki tókst og því var
ákveðið að fjármagna það hér
innanlands,“ segir Hjörleifur.
Hann segir að fyrirtækið hafi að
undanförnu þurft að fjármagna
sig með skammtímalánum.
Skuldabréfaútboðið sé því einn-
ig hugsað til endurfjármögnunar
þeirra lána til lengri tíma.
Arnar Sigurmundsson, for-
maður Landssamtaka lífeyris-
sjóða, segir að viðræðurnar hafi
átt sér stað að undanförnu og að
þeim hafi komið nokkrir stórir
lífeyrissjóðir. Hann nafngreinir
þá ekki en áréttar að viðræðurn-
ar séu ekki samanburðarhæfar
við hugsanlega þátttöku sjóðanna
í fjármögnun Búðarhálsvirkjun-
ar. „Sú framkvæmd tengist stöð-
ugleikasáttmálanum beint en
viðræður lífeyrissjóða og Orku-
veitunnar eru hefðbundnar sam-
ræður um fjárfestingartæki-
færi,“ segir Arnar.
svavar@frettabladid.is
OR og lífeyrissjóðir
ræða um Hellisheiði
Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðist í tíu milljarða króna skuldabréfaútboð til að
mæta fjármagnsþörf fyrirtækisins fyrir aðkallandi framkvæmdir. Erlend lán-
taka vegna fimm milljarða króna veituframkvæmda á Vesturlandi brást.
HJÖRLEIFUR
KVARAN
ARNAR SIGUR-
MUNDSSON
HELLISHEIÐARVIRKJUN Eftir er að ljúka fjármögnun lokaáfanga Hellisheiðarvirkjunar
sem nú er rædd milli OR og lífeyrissjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BELGÍA, AP Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusam-
bandsins, segir að Makedónía uppfylli nú öll skil-
yrði sem þarf til þess að aðildarviðræður geti haf-
ist.
Makedónía sótti um aðild árið 2004 en aðildar-
viðræður hafa ekki getað hafist vegna deilna við
Grikkland, sem vill að Makedónía breyti um nafn.
Rehn vonast til þess að frekari viðræður um lausn á
þeirri deilu skili brátt árangri.
Aðildarviðræður við Króatíu eru hins vegar langt
komnar, en Króatía þarf engu að síður að hraða
ýmsum umbótum eigi viðræðum að geta lokið um
mitt næsta ár, eins og að er stefnt.
Önnur ríki á Balkanskaga, sem óska eftir aðild,
þurfa að bíða lengur og vinna að umbótum í stjórn-
sýslu og mannréttindamálum.
Tyrkland þarf sömuleiðis að hraða endurbótum,
einkum á sviði mannréttinda, til að eiga möguleika
á aðild. Aðildarviðræður Tyrklands og Evrópusam-
bandsins hófust árið 2005, en hefur lítið miðað áleið-
is.
Egemin Bagis, aðalsamningafulltrúi Tyrklands
gagnvart ESB, segist fagna skýrslunni, sem hann
segir fjalla bæði um þann árangur sem náðst hefur
og það sem enn er óunnið. Bagis sakar stjórnarand-
stöðuna í Tyrklandi um að tefja fyrir sumum helstu
umbótamálunum. - gb
Evrópusambandið segir Tyrki þurfa að tryggja betur mannréttindi til að fá aðild:
Makedónía tilbúin í viðræður
OLLI REHN Stækkunarstjóri Evrópusambandsins kynnti stöðu
aðildarviðræðna við Tyrkland og Balkanskagaríkin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra er í 48. sæti
á lista tímaritsins New Statesman
yfir fimmtíu áhrifamestu einstakl-
inga veraldar þessa dagana.
Í fyrsta sæti listans er Obama-
fjölskyldan í Bandaríkjunum, en í
öðru sæti er Murdoch-fjölskyldan,
það er fjölskylda fjölmiðlajöfurs-
ins Ruperts Murdoch sem á nokkra
helstu fjölmiðla veraldar. Í þriðja
sæti er svo Marwan Barghouti,
Palestínumaður sem hefur verið
fangi Ísraelsmanna síðan 2004 en
er talinn hugsanlegur framtíðar-
leiðtogi Palestínumanna.
Jóhanna er í tímaritinu nefnd
Ísdrottningin, en henni er talið til
tekna að vera fyrsti kvenkyns for-
sætisráðherra Íslands ásamt því að
vera fyrsti samkynhneigði þjóðar-
leiðtogi heims, sem ekki fer í felur
með það.
Starfsbróðir Jóhönnu í Bret-
landi, Gordon Brown, er í 29. sæti
listans. Hann er sagður hafa verið
fremstur í röð vestrænna leiðtoga
í baráttu þeirra gegn heimskrepp-
unni.
Einungis fáir þjóðarleiðtogar
eru á þessum lista, sem birtur var í
lok september. Vladimír Pútín, for-
sætisráðherra Rússlands, er í sjö-
unda sæti en næstur honum kemur
Osama bin Laden í áttunda.
Næst á undan Jóhönnu, í 47. sæti,
eru poppgoðin Jay-Z og Beyoncé,
en í neðsta sæti listans er samsær-
ishöfundurinn Dan Brown. - gb
Tímaritið New Statesman gefur út lista yfir áhrifamestu einstaklinga heims:
Jóhanna talin áhrifamikil
ÍSDROTTNINGIN Jóhanna Sigurðardóttir
er ein fárra þjóðarleiðtoga sem komast
á listann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BRETLAND, AP Bretar ætla að senda
500 hermenn til Afganistans til
viðbótar þeim níu þúsund sem
þar eru fyrir.
Gordon Brown forsætisráð-
herra skýrði frá þessu á þingi í
gær. Einnig las hann upp nöfn
þeirra 37 bresku hermanna sem
fallið hafa í Afganistan síðan
þingið gerði hlé á störfum sínum í
júlí. Breska herliðið í Afganistan
er það næstfjölmennasta, á eftir
bandaríska herliðinu. Yfirmað-
ur fjölþjóðaherliðs Bandaríkj-
anna og NATO í Afganistan hefur
lagt áherslu á að fjölga þurfi her-
mönnum til þess að árangur geti
náðst. - gb
Forsætisráðherra Breta:
Fleiri hermenn
til Afganistans
Munt þú láta bólusetja þig gegn
svínaflensu hafir þú kost á því?
JÁ 58,9%
NEI 41,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Lest þú blogg vikulega eða
oftar?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN