Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 8
8 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
1. Hvað heitir fyrirtækið sem
býður nú upp á svokölluð SMS-
lán á háum vöxtum?
2. Hvaða írska drengjasveit er
á leið til landsins að taka upp
myndband?
3. Hver skoraði sigurmark
Íslands í fótboltaleiknum gegn
Suður-Afríku á Laugardalsvelli
á þriðjudagskvöld?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62
VERÐLAUN Hugvitskonan Guðrún
Guðrúnardóttir hlaut á dögunum
viðurkenningu fyrir gifstappa sína
frá Samtökum evrópskra hugvits-
kvenna, (European women invent-
ors and innovators network, EUWI-
IN). Auk Guðrúnar voru sex aðrar
íslenskar konur verðlaunaðar fyrir
nýsköpun sína við hátíðlega athöfn
í Helsinki.
Það voru þær Herdís Egilsdóttir,
sem hlaut verðlaun fyrir ævistarf
sitt, óvenjulega mikla sköpunar-
gáfu og kennsluaðferðina Land-
námsaðferðin – samþætting náms-
greina í grunnskóla, Margrét Pála
Ólafsdóttir sem fékk viðurkenn-
ingu fyrir Hjallastefnuna, Rósa
Helgadóttir fyrir hönnun og endur-
nýtingu, Alexandra Argunova fyrir
nýsköpun í menningartengslum,
Hulda Sveinsdóttir fyrir hönnun
á heilsukoddanum Keili og Ágúst-
ína Ingvarsdóttir fyrir nýsköpun í
sjálfshjálparaðferð. - sbt
Sjö íslenskar konur verðlaunaðar fyrir nýsköpun:
Fékk silfurverðlaun
fyrir gifstappaSJÁVARÚTVEGSMÁL Inge Halsten-sen, stjórnarformaður Samtaka
norskra útvegsmanna, sendir
Evrópusambandinu tóninn í frétt
á vef norska ríkisútvarpsins
og segir sambandið „ótraustan
samningsaðila“.
ESB vísaði þrjátíu norskum
makrílveiðiskipum út af svæði
undan Hjaltlandseyjum í fyrri
viku, þar sem þau töldu sig
stunda veiðar í trausti tvíhliða
samkomulags ESB og Noregs.
Hún telur að Norðmenn þurfi að
grípa til þess að hindra aðgang
ESB-skipa að norskum veiði-
svæðum í Norðursjó og Barents-
hafi.
Norskir útvegsmenn telja að
þeir muni verða af aflaverðmæti
sem svarar til tuttugu milljarða
íslenskra króna standi ákvörðun
ESB í málinu óhögguð. - shá
Fiskveiðideila Noregs og ESB:
Vænir ESB um
samningsbrot
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta
og daufblinda einstaklinga sér um úthlutun hvíta stafsins.
Upplýsingar og fróðleik um hvíta stafinn og umferli má
finna á www.midstod.is
DAGUR
HVÍTA STAFSINS
15. október
Hvíti stafurinn er bæði
tákn og tæki. Stafurinn
hjálpar notandanum að
skynja umhverfið um leið
og hann sýnir vegfarendum
að þar er blindur eða
sjónskertur á ferð.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
4
76
31
1
0/
09
JARÐIR Félagið Heiðarlax hyggur á
fiskirækt í Geithellnadal í Álfta-
firði og hefur í því skyni fest kaup
á öllum jörðum sem falar hafa
reynst í dalnum.
Svisslendingurinn Rudolf Lam-
precht, eigandi Heiðarlax, er
umsvifamikill í fiskeldi víða um
heim. Hann hefur ræktað fiski-
stofna í Heiðarvatni og í Vatnsá
ofan við Vík í Mýrdal og hefur
keypt fjölda jarða og jarðaparta
þar og á nú mest allt svæðið. Hann
virðist ætla sér það sama í Geit-
hellnadal. Nokkrir landeigendur
hafa þó gefið Lamprecht afsvar.
Sérstakri yfirlýsingu frá Heið-
arlaxi var þinglýst hjá sýslumann-
inum á Eskifirði þegar félagið
keypti jarðirnar Kambsel og Geit-
hella II. Kom fram að Heiðarlax
teldi sér skylt að gefa yfirlýsing-
una þar sem eigandi félagsins
væri svissneskur ríkisborgari.
„Kaup á viðkomandi fasteign
eru nauðsynlegur þáttur í áfram-
haldandi starfsemi félagsins og
mun fela í sér talsverða atvinnu-
sköpun á svæðinu ásamt því að
fyrirhugað er að sinna þjónustu
í tengslum við veiðiréttindi er
fram líða stundir,“ segir í yfirlýs-
ingunni. Lamprecht hefur einmitt
opnað fyrir veiðileyfasölu í Vatnsá
eftir uppræktunarstarf. Bæði lax
og silungur er í Geithellnaá. Fram
til þessa hefur veiðin verið nýtt af
jarðeigendum sjálfum. Einnig er
arður af hreindýrum.
Auk fyrrgreindra jarða í Geit-
hellnadal hefur Lamprecht hefur
þegar keypt jörðina Múla III, hálfa
jörðina Múla II og jörðina Virk-
ishólasel. Ekki hafa fengist upp-
lýsingar um þær fjárhæðir sem
Lamprecht greiddi fyrir jarðirn-
ar í Geithellnadal. Þess má geta að
málaferli urðu eftir að þáverandi
landbúnaðarráðherra, Guðmund-
ur Bjarnason, seldi ríkisjörðina
Kambsel til þeirra Atla Árnason-
ar og Helga Jenssonar skömmu
áður en hann lét af af embætti á
árinu 1998. Söluverðið var þá 750
þúsund krónur. Kambsel var seld
án auglýsingar til þeirra Atla og
Helga sem áttu fyrir Geithella
II. Þeir sem kærðu söluna töpuðu
málinu.
„Almennt séð ætla ég ekki að
fordæma menn fyrirfram þó að
þeir séu að sölsa undir sig jarðir,
og ef slík jarðakaup að einhverju
leyti viðhalda starfsemi sem hefur
verið þar eða setur í gang eitthvað
sem fjölgar útsvarsgreiðendum
og eykur tekjur sveitarfélags-
ins þá myndi ég almennt að segja
að menn myndu að því leytinu til
fagna þessu heldur en hitt,“ segir
Hafþór Guðmundsson, sveitar-
stjóri Djúpavogshrepps.
Lamprecht
vill eiga allan
Geithellnadal
Rudolf Lamprecht frá Sviss hefur keypt fimm jarðir
í Geithellnadal í Álftafirði. Hann á mikið land ofan
við Vík í Mýrdal og stundar þar fiskirækt. Það vill
hann einnig gera í Geithellnadal og selja veiðileyfi.
RUDOLF LAMPRECHT
FRÉTTABLAÐIÐ
16. APRÍL 2007
Fyrir tveimur og hálfu
ári sagði Fréttablaðið
frá umsvifum Rudolfs
Lamprecht við Heiðar-
vatn í Mýrdal.
Svissneski auðmað-
urinn Rudolf Lamprecht hefur á
undanförnum árum keypt allar
jarðir sem liggja að Heiðarvatni í
Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni
Vatnsá sem rennur úr vatninu í
Kerlingadalsá, þar sem hann hefur
einnig tryggt sér land og veiðirétt
að hluta. Fjárfesting Lamprechts
nemur um 500 milljónum króna.
Hann stendur fyrir umfangsmikl-
um seiðasleppingum í ána og vatn-
ið og hyggst hefja trjárækt í stór-
um stíl í sumar. Skiptar skoðanir
eru á umsvifum auðmannsins í
sveitinni og stangveiðimenn sem
ekki komast lengur til veiða á
vatnasvæðinu eru sárreiðir.
Rudolf Lamprecht á eitt stærsta
fiskeldisfyrirtæki heims með
starfsstöðvar víða um heim, meðal
annars í Indónesíu og Hondúras.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins dreymir Lamprecht um
að skapa umhverfisparadís á landi
sínu. Hann verður í sumar með
hóp af fólki við landgræðslu og
trjárækt. Hann hefur einnig stað-
ið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni
í samvinnu við Suðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar og hefur
unnið með Landgræðslu Íslands.
Lamprecht hefur ekki selt veiði-
leyfi að neinu marki í Heiðarvatni
og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa
land og hefur ekki tekið afstöðu til
þess hvort af því verður í framtíð-
inni.
Stangveiðifélag Keflavíkur
hefur byggt upp aðstöðu við
Heiðarvatn á undanförnum árum
en hyggst nú flytja tvö veiðihús af
landinu vegna kaupa Lamprechts.
Gunnar J. Óskarsson er formaður
félagsins. „Þarna kom fjölskyldu-
fólk í hundraðavís á hverju ári til
að njóta lífsins. Þannig var það í
tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann
gerði allt til að koma okkur í burtu
og það var ekki staðið við neitt
sem lofað hafði verið.“ Gunnar
segir að Lamprecht hafi gengið
hart fram í því að eignast landið
og furðar sig á því að sveitarstjórn
Mýrdalshrepps hafi látið landa-
kaupin viðgangast.
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Mýrdalshrepps, segir að skiptar
skoðanir séu um jarðakaup
Lamprechts. „Mönnum finnst ekki
gott að torsóttara er orðið að kom-
ast til að veiða í vatninu. Ég hef
annars ekki gert neinar athuga-
semdir við þetta meðan ekki eru
vandamál með aðgengi almenn-
ings að landinu. Veiðiréttur geng-
ur kaupum og sölum og það á við
þetta svæði sem önnur.“
Auðmaður eignast
veiðiparadís við Vík
Svissneskur auðmaður hefur fest kaup á öllum jörðum u
mhverfis Heiðarvatn
og Vatnsá í Mýrdal. Fjárfesting hans nemur nú þegar um
hálfum milljarði.
Skiptar skoðanir eru um umsvifin og veiðimenn eru sár
reiðir vegna kaupanna.
ALDRAÐIR Ekki er gert gert ráð
fyrir neinum heimildum í fjár-
lagafrumvarpi 2010 til dag-
gjalda vegna fjölgunar hjúkrun-
arrýma. Skýringin er sú að þótt
154 ný hjúkrunarrými verði tekin
í notkun í Reykjavík og Kópavogi
næsta vor mun rýmum ekki fjölga
þegar allt er talið. „Þetta verður
leyst með tilflutningi innan kerf-
is og úreldingu annarra rýma,“
sagði Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður félags- og trygg-
ingamálaráðherra. Þau rými sem
hætt verður að nota eru ýmist tví-
býlisherbergi eða herbergi sem
standast ekki nútímakröfur að
öðru leyti.
Framkvæmdir eru langt komn-
ar við byggingu hjúkrunarheimilis
fyrir 44 aldraða
við Boðaþing
í Kópavogi og
fyrir 110 aldr-
aða við Suð-
urlandsbraut
í Reykjavík.
Bæði verða
tekin í notkun
á fyrri hluta
næsta árs.
Hrafnista
mun reka heim-
ilið í Kópavogi en ekki er búið að
bjóða út rekstur heimilisins við
Suðurlandsbraut.
Eins og Fréttablaðið sagði frá í
gær er félags- og tryggingamála-
ráðherra að undirbúa átak í bygg-
ingu hjúkrunarheimila á árun-
um 2010-2012. Af 361 rými sem
þá á að byggja eru 160 viðbótar-
rými en jafnframt verða um 200
rými tekin úr notkun, þar sem þau
standast ekki þær kröfur sem nú
eru gerðar.
Anna Sigrún segir að gangi
þetta eftir muni flestir sem nú eru
á biðlistum fá rými. Eins muni það
heyra sögunni til að aldraðir þurfi
að flytjast milli byggðarlaga til
að komast á hjúkrunarheimili eða
búa við aðstæður sem ekki stand-
ist nútímakröfur. - pg
Engar fjárheimildir til rekstrar 154 nýrra hjúkrunarrýma í fjárlögum 2010:
Tvíbýli úrelt í stað nýrra rýma
ANNA SIGRÚN
BALDURSDÓTTIR
VIÐSKIPTI Engar eignir fundust í
þrotabúi Iceland Energy Group
upp í kröfur upp á rúmar 125
milljónir króna. Samþykktar for-
gangskröfur námu rétt rúmum
sjö milljónum króna.
Iceland Energy Group var tekið
til gjaldþrotaskipta með dóms-
úrskurði í apríl, en skiptum var
lokið annan þessa mánaðar. Fyrir-
tækið hafði á árinu 2007 gert
samstarfssamning við Serbneska
lýðveldið um uppbyggingu vatns-
aflsvirkjana, en fyrirtækið átti að
sjá um sölu og dreifingu orkunn-
ar. Á þeim tíma hafði fyrirtækið
miklar fyrirætlanir um þátttöku í
orkugeira Austur-Evrópu. - óká
Iceland Energy Group:
Ekkert fékkst
upp í kröfur
KONUR Í NÝSKÖPUN Guðrún Guðrún-
ardóttir hugvitskona og Elínóra Inga
Sigurðardóttir, formaður KVENN.
VEISTU SVARIÐ?