Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 16
16 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Sú merking er stundum lögð í
sögnina að einblína að hún þýði
að leggja
áherslu á til-
tekið atriði
en veita
öðrum hlut-
um athygli í
minni mæli.
Fólk talar þannig um að „einblína
aðallega“ á hitt og þetta, eins
og hægt sé að fylgjast með öðru
um leið. Að einblína merkir hins
vegar að stara eða góna, þannig að
sá sem einblínir beinir allri sinni
athygli að því sem hann einblínir
á. Annars væri væntanlega talað
um að margblína. - mt
TUNGUTAK
Einblínt
eða margblínt
„Ég held að hitinn gegni tilgangi í
heilsufari fólks,“ segir Atie Bakk-
er, sérkennari sem árum saman
hefur rekið heimili og vinnustað
fyrir þroskahefta eftir hugmynd-
um Rudolfs Steiner í Skaftholti.
Atie hefur viðað að sér mikilli
þekkingu um mataræði og heilsu-
far. Þegar hún nam heilsunæring-
arráðgjöf erlendis kynntist hún
Aart van der Stel mannspekilækni
sem kynnti hana fyrir hugmyndum
sínum um tilgang varma í líkam-
anum. Segir Atie hann meðal ann-
ars benda á að fái líkaminn aldrei
að takast á við hita, geti það haft
neikvæð áhrif á heilsuna. Það sé
því alls ekki æskilegt að foreldr-
ar grípi vélrænt til hitastillandi
meðala til að barninu líði betur og
þeir geti sjálfir drifið sig aftur í
vinnu.
„Hvaða áhrif hefur það á líkam-
ann að fá aldrei að takast á við hita
og veikindi?“ spyr Atie.
Þeirri spurningu mun Aart reyna
að svara á námskeiði í Lækjarbotn-
um næsta föstudagskvöld og á laug-
ardag um þessi mál. Upplýsingar
um það má fá með því að senda
póst á skaftholt@simnet.is eða hafa
samband við forsvarsmenn Wald-
orfskólans í Lækjarbotnum þar
sem námskeiðið verður haldið.
Tekist á við hitann
VAN DER STEL veltir því fyrir sér hvaða
áhrif það hefur á líkamann að fá aldrei
að takast á við hita. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þrívíddarhönnuðurinn Pétur
Karlsson hætti störfum sem
aðalgrafíker hjá Latabæ
fyrir ári og hefur síðan ein-
beitt sér að rekstri Monopix,
eina íslenska tölvubrellufyr-
irtækisins.
Pétur Karlsson hefur starfað við
tölvubrellur og myndvinnslu í
þrettán ár, eða allt frá því að hann
útskrifaðist af myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið
1996. Hann hefur unnið við nokkr-
ar íslenskar kvikmyndir, til dæmis
Fálka, Niceland, Dís og Kaldaljós,
og fjölda sjónvarpsauglýsinga, að
ógleymdu fjögurra ára starfi hans
við framleiðslu þáttanna um Lata-
bæ.
„Það var risaverkefni,“ segir
Pétur um starf sitt við Latabæ.
Það hafi verið full vinna í fjögur
ár, bæði við tvívíddar- og þrívídd-
arvinnslu. Hann hætti hjá Latabæ
í nóvember í fyrra og sneri sér þá
alfarið að Monopix, fyrirtæki sínu á
sviði stafrænna tæknibrellna. Hann
er þar einn eins og er, en hefur hug-
leitt að bæta við sig starfsfólki þegar
ástandið í þjóðfélaginu batnar.
En út á hvað gengur þetta starf
eiginlega? „Þetta er það sem þú
sérð í bíómyndunum og klórar þér í
hausnum yfir af því að þú veist ekki
hvernig í ósköpunum það gerðist,“
útskýrir Pétur. Inntur eftir dæmum
um þessi ósýnilegu töfrabrögð nefn-
ir Pétur til dæmis að hann hafi verið
fenginn til að skipta nýmóðins núm-
eraplötu á bíl á fleygiferð út fyrir
eldri gerðina í einni kvikmyndinni,
eftir að uppgötvaðist að loknum upp-
tökum að bíllinn hafði borið plötu
sem ekki hentaði.
Og Pétur tiltekur einnig atriði
úr kvikmyndinni Duggholufólkinu,
þar sem ísbjörn ráfar um íslenskt
heimili og bítur þar í innanstokks-
muni. Björninn sá var kvikmyndað-
ur fyrir framan grænt tjald í Bret-
landi, en síðan skeytti Pétur honum
inn í hið íslenska umhverfi.
Nú síðast vann Pétur að kvik-
myndinni Jóhannesi, með Ladda í
aðalhlutverki, en vill lítið segja um
hvað það starf fól nákvæmlega í sér,
enda hefur myndin ekki enn verið
tekin til sýninga.
Þá er óhætt að fullyrða að flest-
ir þeir sem horft hafa á auglýsinga-
tíma í sjónvarpi undanfarin ár hafi
séð handbragð Péturs, án þess að
þeir hafi endilega áttað sig á því.
Svo dæmi sé nefnt þá vann Pétur
að auglýsingu Samtaka iðnaðar-
ins gegn svartri atvinnustarfsemi
þar sem ferðalag fjölskyldu tekur
skyndilega enda þegar vegurinn
sem þau aka leiðir ekki neitt. Hægt
er að sjá fleiri dæmi um vinnu Pét-
urs á vefnum Monopix.is.
Pétur segir að nóg hafi verið að
gera í þessum bransa undanfarin
ár, þótt kreppan hafi áhrif á hann
eins og annað. Hann er nýbúinn að
útvíkka starfsemi sína og býður nú
hljóðvinnslu samhliða myndvinnsl-
unni, sem felst meðal annars í tón-
list, lestri og frágangi á hljóði.
En hvar liggja hin tæknilegu
mörk? Er eitthvað sem Pétur getur
ekki gert? „Við skulum segja að
það sé allt hægt svo lengi sem það
er borgað fyrir það,“ segir Pétur
Karlsson þrívíddarhönnuður.
stigur@frettabladid.is
Vinnur við að blekkja
PÉTUR VIÐ VINNUTÆKIÐ Pétur er ekki nema 36 ára en hefur samt starfað við tölvubrellurnar í heil þrettán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FYRIR Pétur notaði þessa mynd þegar hann vann tæknivinnuna í auglýsingunni fyrir
Samtök iðnaðarins.
EFTIR Hann fjarlægði fjarlægari hluta vegarins á mjög raunverulegan hátt. Svo virðist
sem ekkert nema auðnin taki við fólkinu sem ekur þennan veg.
Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík
LAGERSALA
14.10. - 18.10.
K
ra
kk
a
úl
pu
r
5
.0
0
0
k
r.
Fu
llo
rð
in
s
flí
s
3
.0
0
0
-
6
.5
0
0
k
r.
Ú
ti
ga
lla
r
7
.0
0
0
k
r.
Fu
llo
rð
in
s
bu
xu
r
2
.0
0
0
k
r.
H
úf
ur
5
0
0
-
1
.0
0
0
k
r.
K
ra
kk
a
flí
s
1
.0
0
0
-
3
.0
0
0
k
r.
Ve
tt
lin
ga
r
5
0
0
k
r.
LAGERSALA
Opnunartímar
Mið til fös: 9-18
Lau: 11-16
Sun: 12-16
Þá þarf ekki að ræða
það mál frekar
„Ef þið gangið í Evrópusam-
bandið verður staða íslensk-
unnar betri en nú er.“
PETER DYRBERG, FORSTÖÐUMAÐ-
UR EVRÓPURÉTTARSTOFNUNAR
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
Fréttablaðið 14.okt.
Þá er það slæmt
„Hins vegar er atvinnuleysi
lögfræðinga staðreynd og
ungu fólki sem er að ljúka
laganámi bjóðast ekki sömu
tækifæri og áður þegar góð-
ærið stóð sem hæst.“
BORGAR EINARSSON, RITSTJÓRI
LÖGMANNABLAÐSINS
Morgunblaðið 14. okt.
„Ég er alltaf að lesa,“ segir Dögg Hjaltalín, bóksali
í bókabúðinni Skuld og nemi á meistarastigi í
hagfræði við Háskóla Íslands.
Dögg hefur nýlokið við bókina Ævintýraeyjuna
– uppgangur og endalok fjármálaveldis eftir
Ármann Þorvaldsson, bankastjóra Kaupthing Sin-
ger & Friedlander, bresks banka í eigu Kaupþings.
„Það skín í gegn að Ármann er sagnfræðingur.
Ég er hrifnust af þessum staðreyndum um
íslenskt viðskiptalíf,“ segir Dögg og bendir
á umfjöllun höfundar um uppsveiflu í
íslensku efnahagslífi frá síðustu aldamót-
um fram að hruni bankanna. „Flestar
bækur sem fjalla um hrunið byrja tækni-
lega, svo sem á frásögn um það hvernig
allar þessar afleiður tengjast hruninu.
Þessi gerir það ekki. Hún skýrir það betur
hvernig kaupin gerðust á eyrinni,“ segir
hún.
Dögg hefur margar bækur í handraðanum
hverju sinni. Sú sem hún er þó hvað spenntust
fyrir er nýjasta bók Malcolms Gladwell, höfundar
bókanna Blink og Outliers, sem báðar hafa vakið
mikla athygli. Sú nýjasta er safn ritgerða og er
væntanleg í lok mánaðar. „Hann er með annað
sjónarhorn á hversdagslega hluti,“ segir hún.
Dögg settist á skólabekk í fyrra. „Það er miklu
skemmtilegra að fara í skóla núna. Fólk
er með svo mikla reynslu og með meiri
áhuga á náminu en áður,“ segir Dögg
og bendir á að fyrir nokkrum árum
hafi fólk einbeitt sér að því að ljúka
ákveðnum gráðum og farið í atvinnu-
leit. Nú hafi það ánægju af náminu.
„Það er mikill munur á þessu tvennu.
Svo tengist þetta allt búðinni enda
getur maður hlerað hverju kennararn-
ir mæla með,“ segir Dögg Hjaltalín.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: DÖGG HJALTALÍN
Bíð spennt eftir nýjum bókum