Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 38
 15. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR● fréttablaðið ● sófar Litlir, stórir, ljósir, dökkir, mjúk- ir, harðir, einfaldir eða skræp- óttir. Allar þessar tegundir af sófum má finna í Ikea og ekki nóg með það heldur glugga- tjöld og púða í stíl. „Góður sófi þarf ekki að kosta þig álíka mikið og fólksbíll,“ segir Atli Már Daðason, vörustjóri húsgagna- deildar Ikea. Hann bendir á að það hafi alltaf verið aðalsmerki versl- unarinnar að sameina góða hönnun, notagildi og verð sem hentar sem flestum viðskiptavinum. Þar fyrir utan hafi Ikea þann kost að þar sé hægt að finna allt fyrir heimilið á einum stað. Það geri fólki kleift að velja hluti sem passa hver öðrum. „Við viljum hjálpa fólki við að skapa sér fallegt heimili,“ segir hann og bendir á að til að mynda sé reynt að samrýma mynstur á gluggatjöldum, púðum og sófa- áklæði. Allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi þar sem vöruúrval verslunarinnar sé eink- ar mikið. Atli segir hönnuði hjá fyrirtæk- inu alltaf hafa í huga að fólk þurfi að geta notað sófasettið sem það kaupir. Slík hugsun sé ekki sjálfgef- in hjá hönnuðum. „Fólk á að geta legið í sófanum, krakkarnir leik- ið í honum og það á ekki að vera stórmál þótt hellist niður í hann,“ segir Atli. Hann segir að mismun- andi áherslur séu þó hjá fólki. Barnafjölskyldur vilji oft fá leður- sófa sem auðvelt sé að þurrka af för eftir kámuga litla fingur. Þeir sem vilji vera með textíláklæði þurfi þó ekki að örvænta því hjá Ikea sé lögð áhersla á að hægt sé að taka áklæð- ið af og setja í þvott. „Nú eða bara hreinlega skipta um áklæði, með því getur maður heldur betur frískað upp á stofuna eða breytt til eftir þeim litum sem helst eru í tísku fyrir lítinn pen- ing,“ segir hann. Atli segir Ikea henta vel þeim tíðaranda sem nú ríkir. Nú vilji fólk fyrst og fremst geta notið þess að eiga góðar og áhyggjulausar stundir með fjölskyldunni en leggi til hliðar óþarfa kröfur um að eign- ast sem dýrasta hluti sem vart má nota. Dýrðlegir valmöguleikar Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 Atli Már Daðason, vörustjóri húsgagnadeildar Ikea, segir misjafnt hvort fólk vilji leðursófa sem auðvelt sé að þurrka af eða sófa með textíláklæði sem hægt sé að taka af og setja í þvott, nú eða skipta um og breyta til með litlum tilkostnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● KÁDILJÁKUR Í STOFUNA Sannir bílaáhuga- menn ættu að staldra við og gefa þessum sófa nánari gaum, en fyrirmyndin að honum er klassískur kádil jákur frá 1959. Sófinn er fáanlegur í ýmsum litum, meðal annars svörtu og rauðu. Á honum eru kádiljáks-spoilerarnir þekktu, víniláklæði á sætunum og ljós sem má kveikja á. Sófinn þykir tilvalinn í leikjaherbergi á vinnustöðum en gera þarf ráð fyrir inn- stungu svo ljósin megi tengja. ● ÚR RUSLI Í HÁGÆÐAHÖNNUN Junktion er nýtt hönnunarfyrirtæki í Tel Avív í Ísarel sem breytir rusli í flott og listræn ekki síður en nytsamleg húsgögn og aðra innanstokksmuni. Sófinn á meðfylgjandi mynd er ágætt dæmi um hönnun Junktion, en hann er samsettur úr krossviði, gamalli tösku, mjúk- um sætum og hjólum sem hafði verið hent í ruslið. Lokaður lítur sófinn einna helst út eins og gömul ferðataska, sem má síðan hæglega opna þegar næturgesti eða aðra gesti ber að garði. 3ja sæta sófi 79.900,- Áklæði: Idemo rautt B215xD88, H88cm. Sætishæð 45cm. Fáanlegar eru átta tegundir af áklæðum. Í EKTORP línunni fæst einnig: 2ja sæta sófi, legubekkur, hægindastóll, hornsófi, svefnsófi, skemill og púðar. EKTORP 3ja sæta leðursófi 144.900,- B206xD93, H80cm. Sætishæð 45cm. KARLSTAD leðursófinn er fáanlegur svartur, hvítur og dökkbrúnn. Einnig eru fáanleg níu mismunandi tauáklæði. Í KARLSTAD línunni fæst einnig; 2ja sæta sófi, legubekkur, hægindastóll, hornsófi, snúningsstóll, svefnsófi, skemill og púðar. KARLSTAD 2ja sæta sófi 32.900,- Áklæði: Granån svart. B180xD88, H66cm. Sætishæð 43cm. Fáanlegar eru sjö mismunandi tegundir af áklæðum. Klippan sófinn fæst einnig í svörtu eða rauðu leðri og hvítu eða appelsínugulu gervileðri. KLIPPAN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.