Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 40

Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 40
 15. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR● fréttablaðið ● sófar Reynir Sýrusson hefur rekið hönnunarstofu í Kópavogi síðustu þrjú árin. Hann segir helstu sérstöðu stofunnar að boðið sé upp á hundrað prósent íslenska framleiðslu á samkeppnishæfu verði. „Íslenskt er klárlega inni í brans- anum þessa dagana. Flest heim- ili, fyrirtæki og stofnanir velja ís- lenska framleiðslu ef þau eiga þess kost að kaupa hana á samkeppnis- hæfu verði. Það er mikill viðsnún- ingur frá því sem var,“ segir Reyn- ir Sýrusson hönnuður, sem rekið hefur hönnunarstofu og versl- un í Hamraborg 5 í Kópavogi síð- ustu þrjú árin. Fyrirtækið státar af mjög breiðri framleiðslulínu á húsgögnum. Spurður um helstu sérstöðu hönn- unarstofunnar á húsgagnamarkaðn- um segir Reynir að hver vara sem hann selji sé mjög atvinnuskapandi hér á Íslandi. „Þetta er allt fram- leitt hérna heima, en þess má geta að einn sófi fer í gegnum fjórar verksmiðjur áður en hann er tilbú- inn til afhendingar,“ segir Reynir. Á hönnunarstofunni í Hamra- borginni eru á boðstólum fimm mismunandi gerðir af sófum. Myndir og lýsingar á þeim má finna á heimasíðu stofunnar, www. syrusson.is. Auk þess er Reyn- ir með tvo nýja sófa í vinnslu og smíðum og þar að auki nýjan horn- sófa. „Eltoro-hönnunin hefur selst mjög vel, en sá sófi er hugsaður fyrir heimili. Nýjasti sófinn minn heitir Guss og er heimilissófi með nokkuð sérstæðri hönnun. Hann er með áföstum púðum sem eru mjög mjúkir og gefa vel eftir. Sóf- inn hentar bæði inni í stofu eða sem sjónvarpssófi með tungu eða skemli. Cubus-sófinn hefur verið mjög vinsæll hjá fyrirtækjum, sem leita oft í einfaldari hönnun,“ segir Reynir og bendir á að nýju sófarn- ir tveir, sem verða tilbúnir á allra næstu dögum, séu einmitt einkum hugsaðir í þann flokk. Hönnunarstofa Reynis hefur einnig þá sérstöðu að viðskipta- vinir geta ráðið áklæðinu að öllu leyti. „Hérna gefst fólki möguleiki á að gera vörurnar að sínum eigin. Það getur valið úr öllum heimsins litum og ég gæti þess vegna prent- að Fréttablaðið á áklæðið ef óskað væri eftir því,“ segir Reynir og hlær. „Þar sem öll framleiðslan fer fram hérna heima er hægur leikur að breyta til, aðlaga stærðir og þar fram eftir götunum. Ef fólk vill fá fimm sæta sófa þá bara reddum við því. Sveigjanleikinn er gríðar- legur,“ segir Reynir Sýrusson. Íslensk hönnunarvara Oftar en ekki trónir fallegasta málverk heimilisins fyrir ofan sóf- ann en þó er ekkert sem segir að þau megi ekki vera mörg. Um þó nokkurt skeið hefur þótt smart að raða myndum eins og púsluspili þétt upp að hver ann- arri á vegg. Oft er um að ræða fjölskyldumyndir eða teikningar barnanna á heimilinu sem komið er fyrir í sams konar römmum. Þessa hugmynd útfæra marg- ir í eldhúsi eða á göngum en hún kemur einnig vel út fyrir ofan sóf- ann sé plássið fyrir hendi. Ramm- arnir þurfa ekki endilega að vera í stíl og geta verkin komið úr öllum áttum en ekki er verra ef tónarnir í þeim kallast á við litinn á sófan- um eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. - ve Myndapúsl á stofuvegginn Viðskiptavinir Reynis geta ráðið áklæði sófanna að öllu leyti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þessa hugmynd útfæra margir í eldhúsi eða á göngum en hún kemur einnig vel út fyrir ofan sófann. ● SÓFABORÐ ÁRSINS The Newton Coffee table, hönnun sænsku hönnuðanna Dans Sunaga og Staffans Holm, vann hin norrænu hönnunarverð- laun á Stockholm Furniture Fair nú í ár. Beygður krossviður og gler er efniviður borðsins en það er framleitt af Karl Andersson & Söner. Eitt frægasta sófaborð allra tíma, Tribeca-borðið, er einmitt líka úr gleri og viðargrind. Það borð var hannað á fimmta áratug síðustu aldar af japansk/ameríska listamanninum og landslagsarkitektinum Isamu Noguchi. Eltoro Lengd 220 cm. Val um áklæði og liti. Fæst sem stóll, tveggja og þriggja sæta sófi. Verð í leðri kr. 395.000,- Íslensk hönnun og framleiðsla. Sjá www.syrusson.is Guss Lengd 230 cm. Val um áklæði og liti. Fæst sem stóll og 3 sæta sófi. Verð í flottu tauefni kr. 368.000,- Þessi sófi getur hæglega komið í horn og hægt er að fá tungu eða skemil í stíl. Íslensk hönnun og framleiðsla. Sjá www.syrusson.is Emira Lengd 190 cm. Val um áklæði og liti. Fæst sem stóll, 3 og 4 sæta sófi Verð í leðri kr. 398.000,- Íslensk hönnun og framleiðsla. Sjá www.syrusson.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.