Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 15. október 2009 35 UMRÆÐAN Ragnhildur Jóhanns- dóttir skrifar um lokun St. Jósefsspítala Mikið hefur verið fund-að í Heilbrigðisráðu- neytinu um starfsemi Kragasjúkrahúsanna frá því haustið 2008. Til að gera langa sögu stutta ákvað nefnd á vegum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar fyrrum heilbrigðisráðherra að loka skurðdeild St. Jósefsspítala Hafnar- firði, flytja átti hluta starfseminn- ar til Keflavíkur. Mikil mótmæli urðu við þeirri ákvörðun. Í febrúar 2009 var haldinn fjölmennur fundur í Hafnarfirði þar sem margir tóku til máls, og varst þú ein af mörgum sem mótmæltu þessari ákvörðun. Ögmundur Jónasson tók við sem heilbrigðisráðherra og ný von vaknaði. Ekkert gerðist nema skýr skilaboð um niðurskurð sem tekið var alvarlega af stjórn spítalans. Allir starfs- menn voru mjög meðvitað- ir og tóku þátt í þeim nið- urskurði. Þegar leið á sumarið var 12 skurðlæknum sagt upp aðstöðu á skurðdeildinni. Starfsemin minnk- aði og líkja má ástandinu við hægt andlát. Á haustmánuðum voru loksins kallaðir fagaðilar frá Kragasjúkra- húsunum til ráðgjafar á vinnufund í heilbrigðisráðuneytinu, undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Þar var okkur ætlað að koma með tillögur og ræða hlutverk Kraga- sjúkrahúsanna og samvinnu þeirra við LHÍ. En annað sýndi sig, ákveðið hafði verið að loka skurðdeild St. Jósefs- spítala um næstu áramót. Engar til- lögur eða sérálit voru leyfðar á þess- um vinnufundi, einungis að finna leið til að loka. Það þarf vart að nefna hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk spítalans og skjólstæðinga okkar. Öll starfsemi er í uppnámi. Ef af þessari lokun verður er það aðför að heilbrigði kvenna. Hjá okkur er mikil starfsemi í kven- lækningum ásamt öðrum sérgrein- um. Í þessu bréfi viljum við leggja sérstaka áherslu á kvenlækningar. Til okkar koma meðal annars konur með ýmis vandamál í grindarbotni t.d. vegna þvagleka, legsigs og enda- þarmssigs. Mikil fagleg þekking og áratuga reynsla fer forgörðum ef þessari starfsemi verður hætt. Hvað er dýrmætast í öllum fyrirtækjum? Þekkingin og reynslan. Það er nokkuð ljóst að einung- is hluti af þessum aðgerðum sem framkvæmdar eru á St. Jósefsspít- ala verður framkvæmdur á Lands spítala. LHÍ á að þjóna sínu hlut- verki sem hátæknisjúkrahús fyrir alla landsmenn. Þá faglegu þekk- ingu sem til er á Kragasjúkrahús- unum á að nýta til að styrkja Land- spítalann með því að sinna þeim skjólstæðingum sem ekki þurfa á hátækniþjónustu að halda. Þann 10. okt. síðastliðinn átti að tilkynna endanlega ákvörðun um hlutverk Kragasjúkrahúsanna. Enn á ný er skipt um heilbrigðisráð- herra, engin stefnumótun er sjáan- leg og allir bíða í óvissu. Það er merkilegt að þegar konur eru við völd, forsætisráðherra, heil- brigðisráðherra og forstjóri Lands- spítala þá er vegið að heilbrigði kvenna. Er máttur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar kannski enn ríkjandi í þessari ákvörðun/tillögu? Hver er sparnaðurinn? Við höfum óskað eftir fundi með þér og vonumst til að fá að hitta þig áður en ákvörðun er tekin um fram- tíð skurðdeildar St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Höfundur er deildarstjóri á St. Jósefsspítala. Opið bréf til heilbrigðisráðherra RAGNHILDUR JÓHANNSDÓTTIR UMRÆÐAN Þorleifur Gunnlaugsson skrif- ar um virkjanamál Það er ekki algengt að embættis-menn eða starfsfólk opinberra fyrirtækja blandi sér í stjórnmála- umræðuna. Nú hefur stjórnar- formanni Orkuveitunnar, framsókn- armanninum Guðlaugi Sverr- issyni tekist að fá forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleif Kvaran með sér í pólit- ískan leiðang- ur. Þeir félag- ar sendu frá sér yfirlýsingu síð- astliðinn laug- ardag þar sem þeir segja það „ótækt að búa við það að fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagsleg- um trúverðugleika þessa fyrirtæk- is í almannaeigu“. Tilefnið virðist vera viðtal við ráðherrann sem birt- ist í Fréttablaðinu þann sama dag þar sem hún lýsir þeirri staðreynd að mun stærri ljón væru í veginum fyrir Helguvíkurálveri en fárra vikna töf á línuframkvæmdum. Að Century Aluminium hafi ekki enn þá náð að fjármagna álverið og að íslensk orkufyrirtæki væru mjög skuldug og eigi jafnvel erfitt með að endurfjármagna núverandi lán, hvað þá að leggjast í frekari fjár- festingar til virkjanaframkvæmda. En orkuþörfin fyrir Helguvík er á við framleiðslu Kárahnjúkavirkj- unar. Þarna var ráðherrann ekki að upp- ljóstra um nokkuð annað en það sem allir vita sem eitthvað fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um orkumál. Hjörleifur Kvaran upplýsti sjálf- ur um þessa stöðu í Fréttablaðinu daginn áður. Staðreyndin er hins- vegar sú að evrópskir lánadrottnar Orkuveitunnar þurfa ekki að lesa Fréttablaðið til að komast að þessu og þeir gera lítið með fullyrðingar framsóknarmanna um að „Orku- veita Reykjavíkur geti staðið undir umræddum framkvæmdum og lánum þeim tengdum“. Lánadrottn- arnir vilja beinharðar staðreynd- ir og það sem fyrst. Eiginfjárstaða Orkuveitunnar er aðeins 15% og það er fyrst og fremst vegna þess sem illa gengur að fá lán. Svandís Svav- arsdóttir er einfaldlega að benda á að það vanti bæði orku og álver og fullyrðingar framsóknarmanns um að hún sé „að bregða fæti fyrir verk- efni, sem tiltekið er í Stöðugleika- sáttmálanum“ breyta þar engu um. En að Hjör leifur Kvaran, forstjóri orkufyrirtækis í almannaeigu, ráð- inn af kjörnum fulltrúum skuli taka þátt í þeirri vegferð er vægast sagt vafasamt. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Embættis- maður í pólitík ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.