Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 15.10.2009, Síða 52
36 15. október 2009 FIMMTUDAGUR SARAH FERGUSON (1959) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þetta var hræðilegur tími. Þeir reyndu að loka lítinn rauðhaus inni í búri.“ Sarah Ferguson hertogaynja af York var gift Andrési prins, næst- elsta syni Elísabetar Bretadrottn- ingar, en þau skildu 1996. Sarah var um skeið eitt algengasta við- fangsefni bresku slúðurblaðanna. „Í esperanto eru miklar menningarlegar auðlindir auk þess sem það einfaldar ferðalög um heiminn,“ segir Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann stýr- ir málþingi um esperanto sem hefst í fundarsal Þjóðarbók- hlöðunnar í dag klukkan 15.30. Að því loknu verður sýningin Eitt tungumál fyrir allan heiminn opnuð í anddyri safnsins og verður hún gestum þess aðgengileg í nóvember. Tilefni málþingsins og sýningarinnar er að í ár eru hundr- að ár liðin frá því að fyrsta íslenska kennslubókin í esperanto kom út. Bókina skrifaði dr. Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræð- ingur og fyrsti forstöðumaður Hagstofu Íslands, og lagði hún grunn að fjölbreyttu íslensku esperantostarfi. Hannes er barnabarnabarn Þorsteins og segir hann áhuga langafa síns á málinu hafa kviknað þegar hann var á unglingsaldri og síðar hafi hann unnið af dugnaði að því að fræða fólk um gildi tungumálsins. „Það eru nokkrir hlutir sem gera þetta mál einkar að- laðandi,“ segir Hannes og útskýrir því næst að í samtök- um esper antista sé fólk um allan heim sem bjóði annað fólk sem talar málið velkomið til að dvelja hjá sér til lengri eða skemmri tíma. „Þetta gefur því ótal möguleika til spennandi ferðalaga og dregur mikið af ungu og ævintýragjörnu fólki til sín,“ segir Hannes. Hann bendir því næst á að margir heillist af þeim jafnréttisgrundvelli sem esperanto veitir. Þar að auki veiti esperanto fólki aðgang að svo gríðarlega miklu magni af upplýsingum um allan heim. „Ef maður gerir eitthvað á esperanto er maður sjálfkrafa kominn á alþjóðleg- an markað,“ segir Hannes og bendir á að fyrr í vikunni hafi hann hlustað á ungan Ítala flytja ljóð um Esjuna. Ljóðið hafi hann svo sett á vefsíðu og þar skoði esperantistar heimsins ljóð Ítalans um íslenska fjallið Esjuna á sameiginlegu tungu- máli. Alþjóðlegri geti ljóðlist vart orðið. Af þeim sökum sé auðvelt að vekja athygli á sér á þessu tungumáli og efni ann- arra málheima verði manni aðgengilegra. karen@frettabladid.is ESPERANTO: 100 ÁRA KENNSLUBÓK ESPERANTO OPNAR DYR GLUGGAÐ Í GAMLA LEYNDARDÓMA Hannes Högni, lektor við Háskól- ann í Reykjavík, gluggar hér í gögn langafa síns, Þorsteins Þorsteins- sonar hagstofustjóra, sem lagði grunn að fjölbreyttu esperantostarfi hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sigríður Guðbjörnsdóttir Eyjabakka 12, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. október kl. 13.00. Steinn Gunnarsson Kristbjörg Áslaugsdóttir Friðbjörn Steinsson Halldís Hallsdóttir Björgvin Steinsson Sigrún Anný Jónasdóttir Svana Steinsdóttir Sigurður Guðmundsson barnabörn, langömmubarn og bræður. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svanhildar Guðnadóttur Hörgshlíð 6, Reykjavík. Guðrún Þ. Þórðardóttir Þorvaldur K. Þorsteinsson Svanhildur Þorvaldsdóttir Þór Tryggvason Margrét Á. Þorvaldsdóttir Georg Garðarsson og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Hinriksdóttir (Gígja) Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. október sl. Útförin auglýst síðar. Gunnar Örn Hámundarson Hrafnhildur Hámundardóttir Erlingur Þ. Jóhannsson Kolbrún Hámundardóttir Jón Guðnason og fjölskyldur. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, Sigrún Helgadóttir Borgarheiði 41, Hveragerði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 8. október. Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 16. október kl. 14.00. Guðmundur Valgeir Ingvarsson Lilja Guðmundsdóttir Símon A. Pálsson Guðrún Guðmundsdóttir Össur E. Friðgeirsson Björn Guðmundsson Sigríður Magnúsdóttir Jóna Helgadóttir Drake Ken Drake Árni Helgason Elísa Símonardóttir Sigurbjörn Helgason Fríða S. Haraldsdóttir Jón Helgason Þorgerður Þorvaldsdóttir Eiríkur Gylfi Helgason Gerður Janusdóttir Sigrún, Dagrún Ösp, Íris Alma, Katrín Eik, Magnús Geir og Helgi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Soffía Felixdóttir Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut, 1. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Felix Sigurðsson Svanhildur Hauksdóttir Sigurður Freyr Sigurðarson Sóley Helga Björgvinsdóttir Jón Þór Sigurðarson Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir og barnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Magnússon rafvirkjameistari, Skólavörðustíg 16a, lést á Landspítalanum 3. október sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. október kl. 13.00. Unnur Pálsdóttir Magnús Sigurðsson Kristín Michelsen Anna Guðrún Sigurðardóttir Ólafur Bjarni Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Halldór S. Sigurðsson Maria Lorena R. Tolo Esther Sigurðardóttir Sigurður Fjalar Sigurðarson Sigrún Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 11. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. október kl. 15.00. Sigríður Oliversdóttir Lovísa Árnadóttir Viðar Pétursson Finnur Árnason Anna María Urbancic Ingibjörg Árnadóttir Jónas Þór Guðmundsson Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur, Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og ástvinur, Hjalti Gestsson ráðunautur og fyrrverandi framkvæmda- stjóri, Reynivöllum 10 Selfossi, sem lést 6. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 17. október kl. 13.30. Margrét Hjaltadóttir Kristján H. Guðmundsson Ólafur Hjaltason Steinunn Ingvarsdóttir Unnur Hjaltadóttir Friðrik Páll Jónsson Gestur Hjaltason Sólveig R. Kristinsdóttir Ástríður H. Andersen og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur á Heygum Magnússon Bræðratungu 13, lést að heimili sínu föstudaginn 9. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. október kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Landspítalans í síma 543-1159. Jóhanna S. Kjartansdóttir Sigrún á H. Ólafsdóttir Halldór Ingólfsson Hrafndís Hanna Halldórsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Svanhvít Kristjánsdóttir lést laugardaginn 10. október á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. október kl. 11.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Þórólfur Pálsson Eydís María Þórólfsdóttir Dóra Kristín Þórólfsdóttir Sigurður Ómar Ásgrímsson Inga Þórólfsdóttir Einar Baldvin Axelsson Kristján Máni, Eva Kristín, Svanhvít Þóra, María Björk, Hildur Herdís og Axel Þór. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.