Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 56

Fréttablaðið - 15.10.2009, Page 56
40 15. október 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Jón á Bægisá – tímarit um þýðingar er komið út og er það þrett- ánda heftið. Það er tileinkað ævistarfi Helga Hálfdanar- syni, afkastamesta þýðanda okkar tíma og þó aftar væri leitað í þjóð- arsöguna. Undir- skrift heftisins er tilvitnun í Helga: Af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál. Lunginn úr heftinu er helgaður greinum um Helga og hefur ekki verið fjallað um hans merka starf svo ýtarlega á einum stað fyrr. Þá eru í heftinu þýddir textar eftir höfunda af ýmsu þjóðerni. Fyrr á þessu hausti kom út þriðja hefti fimmta árgangs af Þjóðmálum sem Jakob F. Ásgeirsson ritstýrir. Í heftinu er fjöldi greina um stjórnmál heima og heiman, auk bókadóma. Meðal veigamikilla greina í heftinu má nefna langt viðtal við Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra, grein um Vinstri græn eftir Pál Vilhjálmsson fjölmiðlafulltrúa, grein um heimspekirit Kristjáns Kristjáns- sonar eftir Atla Harðarson og margt fleira. NÝ TÍMARIT Eitt af meistaraverkum þýskra leikbókmennta frá liðinni öld verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins annað kvöld: Bieder- mann og brennuvargarnir sem kallað er einfaldlega Brennuvargarnir í þessari sviðsetningu. Höfundurinn er Max Frisch. Leikstjóri sýningarinnar er Krist- ín Jóhannesdóttir og með helstu hlutverk fara Eggert Þorleifsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Björn Thors og Magnús Jónsson. Brennuvargarnir er eitt af fræg- ustu leikritum 20. aldar og er vel kunnugt hér á landi. Það var flutt af Grímu 1963 og var ein af stærri sviðsetningum þess hóps. Var verkið hljóðritað í framhaldi af því og margsinnis hefur sú hljóðritun verið flutt í Ríkisútvarpinu. Þá var texti leiksins margsinnis notaður til kennslu í þýsku í framhaldsskól- um á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar. Það er nú flutt í nýrri þýðingu Bjarna Jónsonar. Brennuvargarnir er bráðfyndin og óvægin þjóðfélagsádeila. Verkið er skrifað snemma í kalda stríðinu og fjallar um samfélagslega sekt og meðvirkni og vísaði á sínum tíma beint til sögu Þýskalands en hefur reynst lífseigt því það hefur mun víðari skírskotun: Einhver orðaði það svo að leikritið væri nánast skrifað um hrun íslenska bankakerfisins. Með sínu einstaka skopskyni rannsakar höfundurinn hér hug- leysi manneskjunnar, græðgi og tilhneigingu okkar til að trúa því fyrst og fremst sem hentar okkur hverju sinni og afneita því sem kemur okkur illa. Þessi beitta ádeila er einkar opinberandi í kjölfar hremminga þar sem reynt hefur á mannlegt eðli. Enda hefur verkið víða verið sýnt í eftirmála hryðjuverkaógnar – og nú í miðri efnahagskreppu. Í borginni ganga brennuvargar lausir og allir góðir borgarar eru stranglega varaðir við því að hýsa ókunnuga. Gottlieb Biederman er sterkefnaður kaupsýslumaður og hann liggur ekki á skoðunum sínum um hvað eigi að gera við hina seku, en allt kemur fyrir ekki. Hann nærir óvini við brjóst sitt og er reiðubúinn að fórna öllu fyrir þá í góðvild sinni og blindu. Leikmynd gerir Ilmur Stefáns- dóttir en myndbandshönnun ann- ast Tinna Lúðvíksdóttir. Búninga vann Þórunn María Jónsdóttir en Barði Jóhannsson tónlistina. Lýs- ing er í höndum Halldórs Arnar Óskarssonar. pbb@frettabladid.is Kalla ég á hvern mann Ath. Múlinn kl. 21.00 og 22.30. Hljómsveit Hafdísar treður upp með blöndu af frumsömdu efni og spuna. Með henni leika Grímur Helgason, klar- inett, Ragnar Emilsson, gítar og bassi, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, selló, Magnús Trygvason Eliassen, tromm- ur, og Camilla Barratt-Due, harmón- ika. Síðan kemur fram Unison: Hjörtur Steinarsson, gítar, Kjartan Valdemars- son, píanó, Leifur Gunnarsson, bassi, og Magnús Trygvason Eliassen, trommur. Unison leikur tónlist eftir Hjört, Leif og Kjartan. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasam- keppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dóm- nefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954. Hann ólst upp í Skagafirði, á Uppsölum í Blönduhlíð, og stundaði almenn sveitastörf fram eftir aldri og tilfallandi vinnu, svo sem við brúarsmíði og grenjavinnslu. Vorið 1983 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Eftir það tóku við ýmis verkefni, svo sem leikstjórn hjá áhugaleikfélög- um og vinna við auglýsingagerð. Árið 1987 hóf hann störf hjá Stöð 2 sem sviðsstjóri og vann þar til 2006 er hann flutti sig yfir til Saga Film. Sem stendur er hann sjálfstætt starfandi. Í umsögn dómnefndar segir: „Í bókinni streymir ljóðmálið fram, sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er aldrei langt undan og alls kyns furður gera vart við sig, eins og þegar rjúpurnar hans Guðmundar í Miðdal sem gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að bryggju bak við mánann þar sem skuggalegir menn bíða með skjalatöskur. Og í enn öðru ljóði kemur Clint Eastwood ríðandi yfir Faxafló- ann. Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók.“ Eyþór Árnason hefur ekki áður sent frá sér bók. Verðlaun Tómasar veitt Birta á Melunum Eivind Aadland stjórnar tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Hann nýtur mikillar virð- ingar í starfi sínu sem aðalstjórn- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi. Eivind hefur stjórn- að hljómsveitinni tvisvar sinnum áður og hlotið frábærar viðtökur í bæði skiptin. Á efnisskrá tónleikanna er Sin- fónía nr. 2 eftir Johannes Brahms og Hornkonsert nr. 2 eftir Richard Strauss. Einnig verður flutt verk- ið Strati efir Hauk Tómasson. Stefán Jón Bernharðsson leik- ur einleik í Hornkonsertinum. Hann er fastráðinn við Sinfón- íuhljómsveit Íslands en var áður sóló-hornleikari við Óperuna í Malmö. Stefán hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðavett- vangi fyrir frábæran leik sinn, meðal annars fyrstu verðlaun í ConocoPhillips-keppninni í Ósló og önnur verðlaun í Lieksa-horn- keppninni í Finnlandi. Önnur sinfónía Johannes Brahms hefur oft verið kölluð Sól- skinssinfónían. Brahms átti í erfið- leikum með að semja sína fyrstu sinfóníu. En þegar það hafðist var líka eins og stífla hefði brostið og önnur sinfónía hans er sú ljúfasta af þeim öllum, hrífandi og björt enda samin í sumarleyfi hans í austurrísku sveitaþorpi. Náinn vinur tónskáldsins lýsti áhrifum verksins svo: „Ekkert nema blár himinn, lækjarniður, sólskin og græn forsæla!“ Seinni hornkonsert Richards Strauss er sömuleiðis sólríkt verk, eitt af þeim síðustu sem meistarinn samdi. Konsertinn er feikierfiður og því sönn ánægja að heyra íslenskan einleikara í fremstu röð spreyta sig á slíku meistaraverki. Haukur Tómasson hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu á undanförnum árum, meðal ann- ars Tónlistarverðlaun Norður- landa árið 2004, og kominn er tími til að eitt af hans fyrstu hljómsveitarverkum heyrist á ný. Strati er hrífandi og kraftmikið verk sem hlaut Tónvakaverðlaun RÚV árið 1994. - pbb TÓNLIST Stefán Jón Bernharðsson leikur einleik í Hornkonsert Strauss. MYND/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS LEIKLIST Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn í hlutverkum sínum í Brennuvörgunum. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/ EDDI > Ekki missa af … tónleikum Thin Jim and the Castaways í kvöld á Rosen- berg með stútfullt prógramm af gömlum lögum eins og Old Union Station og Green Walls of Eden sem hafa hljómað töluvert á öldum ljósvakanna. Ásamt þeim Jökli, Margréti Eiri og Birgi verður Eggert Pálsson multi-spilari, Erna Hrönn söng- kona, Scott McLemore tromm- ari, Kristófer Jensson söngvari, Edvarð Lárusson gítarleikari og Finnur Jóhannsson söngvari. „Unglingabók sem s ngur í stúf við hinar. Spennandi lestur.“ Gerður Kristný / Mannamál, Stöð 2 (um Kossa & ólífur) Ás n hennar Önnu Kata saknar Deepaks síns svo mikið að hún talar um fátt annað. Anna er þögulli um sínar tilfinningar og fáir vita að einnig hún skildi hjarta sitt eftir á Englandi þegar sumri lauk. Ný og spennandi unglingasaga eftir Jónínu Leósdóttur og sjálfstætt framhald tveggja vinsælla og verðlaunaðra bóka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.