Fréttablaðið - 15.10.2009, Side 58
42 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 15. október 2009
➜ Töfrabrögð
20.00 Hið árlega
Töfrakvöld HÍT
haldið í Loftkastal-
anum við Seljaveg.
Sérstakur gestur
verður breski töfra-
maðurinn John
Archer en einnig
koma fram Jón
Víðis, Lalli töfra-
maður, Magnús
Böðvarsson, Skúli Rafn, Gunnar Óli og
Sirkustrúðurinn Wally.
➜ Tónleikar
20.00 Narfur, We went to Space, At
Dodge City og NOLO troða upp á tón-
leikum í Hinu húsinu við Pósthússtræti
3-5. Allir allsgáðir og eldri en 16 ára
velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Gengið
inn Austurstrætismegin í kjallarann.
20.30 Kammerkór Bodals frá Svíþjóð
heldur tónleika ásamt kammerkórum
Mosfellsbæjar og Akraness í Safnaðar-
heimilinu Vinaminni á Akranesi.
20.30 Papar verða með tónleika á All-
anum við Aðalgötu á Siglufirði. Sérstakir
gestir verða Gylfi Ægisson og Bubbi
Morthens.
21.00 Hljómsveit Hafdísar og Unison
koma fram á tónleikum sem Jazzklúbb-
urinn Múlinn stendur fyrir í kjallara
Cafe Cultura við Hverfisgötu.
21.00 Thin Jim and the Castaways
verða með tónleika á Rósenberg við
Klapparstíg.
22.00 Dj Hreggó verður á Sjallanum
við Geislagötu á Akureyri.
22.00 HEK spilar á Den danske kro
við Ingólfsstræti 3. Enginn aðgangseyrir.
➜ Tónlistarhátíð
20.00 S.L.Á.T.U.R stendur fyrir tónlist-
arhátíðinni Sláturtíð 15.-17. okt. Í kvöld
verða tónleikar í Fríkirkjunni þar sem
flutt verða verk eftir Þorkel Atlason,
Jesper Pedersen, Áka Ásgeirsson, Hall-
varð Ásgeirsson, Andre Vida og Matthew
Shlomovitz.
➜ Pub Quiz
21.00 Annan hvern fimmtudag er
haldin spurningakeppni á Live Pub við
Frakkastíg 8. Keppnin samanstendur
af almennum krossa- og myndaspurn-
ingum ásamt hljóðdæmum. Sérstakur
gestur í kvöld er Eyjólfur Kristjánsson.
Aðgangur er ókeypis. Ath. breyttur tími.
➜ Sýningar
Þorbjörg Þórðadóttir og Þórður Hall
hafa opnað sýningu í Norræna húsinu
við Sturlugötu á listvefnaði og málverk-
um. Opið alla daga nema mánudaga kl.
12-17.
Julia Staples og Lana Vogestad hafa
opnað sýningu í Lost Horse Gallery við
Vitastíg 9a. Opið mið.-sun. kl. 13-19.
Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu
15 er nú til sýnis bókin „Flora Islandica“
sem inniheldur 271 teikningu Eggerts
Péturssonar á háplöntum íslenskrar
flóru. Einnig standa
þar yfir sýningar á
verkum Sigurður
Gunnarssonar og
Kristínar Elvu Rögn-
valdsdóttir. Opið
alla daga kl. 11-17.
➜ Málþing
15.00 Í Þjóðarbókhlöðinni við
Arngrímsgötu verður sett málþing til
heiðurs dr. Þorsteini Þorsteinssyni,
hagfræðingi og esperantista. Erindi
flytja: Jónas Haralz, Gylfi Zoëga, Kristján
Eiríksson og Baldur Ragnarsson. Að
loknu málþingi verður opnuð sýning
tengd Þorsteini.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Mark Weiner flytur erindi um
uppruna og byggingu stjórnarskrár
Bandaríkja Norður-Ameríku hjá Háskól-
anum á Akureyri, Sólborg, (L201) við
Norðurslóð.
12.15 Eva Dögg Þorgeirs-
dóttir, fræðslufulltrúi
Sorpu, flytur erindi um
vistvænt heimilishald á
hádegisfyrirlestri hjá Nor-
ræna félaginu við Óðinsgötu
7. Léttar veitingar verða á borðum. Eng-
inn aðgangseyrir.
20.15 Jóhann Björnsson flytur erindi
um málefni flóttamanna frá sjónarhóli
siðfræðinnar. Erindið fer fram í stofu HT
101 hjá Háskóla Íslands.
➜ Ráðstefna
12.00 Matvæla- og næringarfræðafé-
lag Íslands heldur sinn árlega Matvæla-
dag á Grand Hóteli við Sigtún. Nánari
upplýsingar á www.mni.is.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Halldórs Baldurssonar teikn-
ara „Í fréttum var þetta helst... „ í
Gerðubergi (Gerðuberg 3-5) lýkur á
sunnudag. Þar sýnir Halldór pólitískar
skopmyndir sem sýna það sem helst
hefur þótt fréttnæmt síðustu þrjú árin.
Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar
kl. 13-16.
Leiklist ★★
Lilja
Eftir Jón Gunnar Þórðarson
Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson.
Leikmynd: Jón Gunnar og fleiri.
Búningar: Rannveig Eva Karlsdótt-
ir. Lýsing: Gunnar Sigurbjörnsson.
Hin félagslega eymd margra
landa Austur-Evrópu, Afríku
norðanverðrar og landa Suður- og
Mið-Ameríku hefur skilað bylgju
eftir bylgju flóttafólks sem kom-
ist hefur norðureftir til ríkari
landa þar sem þetta fólk safn-
ast til óþrifastarfa í borgum og
sveitum sem innfæddir vilja ekki
sinna lengur. Í mörgum dæmum
eru þetta hefðbundin störf farand-
verkamanna, í öðrum tilvikum er
um hreint mansal að ræða, eink-
um á kornungum stúlkum sem eru
sviknar norður eftir með loforð-
um um bærilegt líf og skárri kjör.
Í sumum tilvikum kemst upp um
glæpastarfsemina en uppljóstrun
er þeim annmarka háð að fórnar-
lambið, niðurbrotið og smánað, er
sent heim. Í öðrum tilvikum ílend-
ast starfskraftar kynlífsiðnaðar-
ins en halda áfram að vera í jaðri
samfélagsins.
Fyrir nær tveimur áratugum átti
ég samtal við pólska konu í Lond-
on sem var starfandi á vinsælum
kampavínsbar íslenska flugflotans
rétt utan við Regent Street milli
Mayfair og Soho. Hún var heldur
hispurslaus í tali og sagðist verða
í þessu starfi meðan hún gæti.
Árin hennar voru orðin tíu þar
á klúbbn um, hún var komin með
þokkalega íbúð og átti ungan strák
sem hún vildi koma til manns. Með
henni í starfskynningu var sautján
ára landa hennar sem var nýkomin
í nýtt starf. Það var alveg skýrt í
hvaða erindisrekstri þær voru.
Örlög kvenna frá Eystrasalts-
löndunum, Póllandi, Úkraínu,
Moldavíu, Rússlandi og Balkan-
löndunum gömlu hafa lengi lengi
verið efniviður í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum, misgrófum.
Örlög Danguole frá Litháen urðu
opinber þegar hún stökk fram af
brú í Svíþjóð og Lukas Moodys-
son nýtti þau í dæmisögu um hvert
hlutskipti þessara kvenna eru í Sví-
þjóð. Efnið kemur líka upp í loka-
kafla þríleiks Stiegs Larsson sem
er vinsælt skemmtiefni um þessar
mundir hér á landi.
Ég á erfitt með efni sem þetta
orðið: innrás glæpagengja að aust-
an er oft notuð sem skýring á þess-
um smánarbletti vestrænna samfé-
laga, en vændishverfin í evrópskum
borgum hafa um aldir verið fyllt
af öreigum úr sveitum álfunnar.
Það er erfiðara að finna haldbær-
ar skýringar á þörfinni sem þessi
skepnuskapur sinnir; lengi töldu
menn skort á almennilegum getn-
aðarvörnum skýringu á því að karl-
menn af öllum stigum sæktu sér
kynferðislega fróun í hórukassa álf-
unnar. En sú skýring er ekki hald-
bær lengur. Víða er kynlífsiðnaður-
inn inngróinn í borgarmenninguna
og þrífst fyrir opnum augum stjórn-
valda. Þannig er það hér.
Sagan af litháísku stúlkunni sem
kaus dauðann frekar en það ömur-
lega líf sem hún bjó við er nú orðin
uppspretta leiksýningar norður
á Akureyri. Margt er þar faglega
unnið, leikurinn eins og efni gefur
til, útlit og leikmynd snoturlega
leyst í Rýminu. Leikverkið er aftur
harla þunnt í roðinu, sagan fyrir-
sjáanleg: „Sástu myndina,“ mátti
heyra á þriðju sýningu verksins á
sunnudag. Og það verður eiginlega
að gera meiri kröfur til verka sem
rata hingað á svið en að „gleðja“
okkur með hinu fyrirsjáanlega,
jafnvel þótt hér sé um innanhús-
vanda að eiga í þjóðarbúinu eins og
bent er í leikskrá; við látum þetta
líðast hér og erum svo hræsnis-
full að horfa upp á svívirðinguna á
sviði frekar en stoppa hana af með
aðgerðum. Þessar konur eru efna-
hagslegir flóttamenn, rétt eins og
hámenntaðir starfsmenn ræstinga-
fyrirtækjanna sem hér starfa.
Gernýting saklauss fólks, ævi
þeirra og líkama, er virkur og
verndaður hluti af efnahagskerfi
heimsins, okkar heims. Menn geta
sagt að sú saga sem Jón Gunnar
reynir að segja þurfi sífellda upp-
rifjun, en það er til marks um að
við neitum staðreyndum, eins og
okkur virðist henta mikið um þess-
ar mundir. Og maður skammast
sín.
Það eru margar fínar hugmynd-
ir í verki Jóns. Leikurinn er allur
heldur yfirborðskenndur, enda fátt
um djúpmið í textanum og lífi þess
fólks sem hann reynir að lýsa. Og
við erum engu nær um okkur sjálf
og getuleysi okkar til að stöðva
óhæfuna hér á landi. Það verður
gaman að sjá allt þetta fólk takast
á við bitameiri verk: Jönu Maríu,
Maríu Þórðar sem er orðin prýð-
is leikkona, Atla Þór og hinn unga
og efnilega Ólaf Inga. Þráinn bætti
snotru illmenni í sitt stóra gallerí.
Ef þannig má að orði komast.
En ég efast um erindið í þessu
formi.
Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Friðþæging? Félagslegt
klám? Grunnfærið verk en ekki ósnot-
urlega unnið.
Mannhatur mestan part
LEIKLIST Lilja í Rýminu á Akureyri. María Þórðardóttir og Jana María Guðmundsdóttir
í hlutverkum sínum. MYND/GRÍMUR BJARNASON
13:30 Ráðstefnan sett
Fundarstjóri Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar HÍ
13:35 Mannréttindasáttmáli Evrópu
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra
13:45 Hlutverk Evrópuráðsþingsins á sviði mannréttinda: Frá orðum til athafna.
Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
14:00 Hlutverk ráðherranefndar Evrópuráðsins
Hörður H. Bjarnason, sendiherra
14:15 Vandi Mannréttindadómstóls Evrópu: Fórnarlamb eigin velgengni
Davíð Þór Björgvinsson, dómari Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu
14:45 Fyrirspurnir og umræður
15.00 Kaffihlé
15:30 CPT - Nefnd um varnir gegn pyndingum. Er þörf á eftirliti hér?
Pétur Hauksson, fulltrúi Íslands í nefndinni og annar varaforseti
15:45 Baráttan gegn kynþáttamisrétti!
Baldur Kristjánsson, B.A. Soc, Th. M., fulltrúi Íslands í sérfræðinganefnd
Evrópuráðsins
16:00 Framlag Íslands í réttindamálum barna
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu
16:15 Að byggja lönd með lögum
Hjörtur Torfason, fulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni
16:30 Fyrirspurnir og umræður
16:45 Ráðstefnu slitið
Mannréttindi og lýðræði
Framlag Evrópuráðsins til lýðræðis og
mannréttinda í ríkjum Evrópu
Í tilefni af 60 ára afmæli Evrópuráðsins og 50 ára afmæli Mannréttindadómstóls
Evrópu munu Alþingi, Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla
Íslands , dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og utanríkisráðuneyti Íslands
standa fyrir ráðstefnu þar sem ljósi verður varpað á stöðu mannréttinda, lýðræðis
og þróun réttarríkisins í Evrópu og leiðandi hlutverk Evrópuráðsins á því sviði.
Hvenær:
Föstudaginn
16. október
Hvar:
í Öskju (sal 132)
kl. 13.30 – 16.45
Auglýsingasími
– Mest lesið