Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 15. október 2009 49 Bandaríski söngvarinn Al Martino, sem lék Johnny Fontane í Guðföðurmyndun- um, lést á heimili sínu í Fíladelfíu, 82 ára gamall. Hann vann sér það einn- ig til frægðar að hafa átt fyrsta lagið sem komst í efsta sæti breska vinsælda- listans. Lagið Here In My Heart náði toppsætinu þegar NME kynnti vin- sældalista sinn í fyrsta sinn árið 1952. Hélt Martino sætinu í heilar níu vikur. Á meðal annarra vinsælla laga hans voru Spanish Eyes, Can‘t Help Falling in Love og Volare. Martino tók einnig upp titillag The Godfather og söng það í brúðkaupsatriði fyrstu myndarinnar. Persónan Johnny Fontane var guðsonur Don Vito Corleone, sem Marlon Brando lék á eftirminnilegan hátt. Talið er að söngvarinn Frank Sinatra hafi verið fyrirmynd Fontanes. Al Martino látinn AL MARTINO Johnny Fontane úr Guðföðurmyndunum er látinn, 82 ára. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég er rosalega spennt fyrir báðum tónleikunum. Hljómsveitirnar spila gjörólíka tónlist og það verður gaman að syngja með þeim báðum,“ segir söngkonan Rakel Mjöll Leifs- dóttir, sem syngur með hljómsveit- unum Sykri og Útúrdúr sem báðar verða á tónlistarhátíðinni Airwa- ves í ár. Rakel Mjöll hefur sungið í kór í nokkur ár auk þess sem hún keppti tvisvar fyrir hönd Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna, þaðan sem hún útskrifaðist í vor. Nú stundar hún nám í kvikmynda- fræði við Háskóla Íslands og lærir djasssöng við FÍH ásamt því að syngja með tveimur hljómsveitum. „Mér finnst gaman að gera margt í einu og hingað til hefur það geng- ið fullkomlega upp. Tónleikar Syk- urs og Útúrdúrs eru sjaldan á sama tíma þótt það sé stundum stutt á milli.“ Rakel Mjöll segir það mikilvægt að hún skipti um karakter þegar hún er á sviði með hljómsveitunum því tónlistin sé ólík og stemning tónleikagesta eftir því. „Ég reyni að vera sitthvor karakterinn til þess að skapa rétta stemningu á tónleikum. Tónlistin er svo ólík og hjá Sykri er þetta til dæmis meiri dans og stuð. Útúrdúr er tólf manna hljómsveit sem spilar hálfgerða sígaunatónlist og á ýmis hljóðfæri. Stundum hefur verið þröngt að koma okkur öllum fyrir á sviði þar sem við erum svo mörg, en ég hef engar áhyggjur af því fyrir Airwaves-tónleikana, við verðum bara að sitja þétt,“ segir Rakel Mjöll. Fyrsta plata Sykurs kom út í vikunni og plata er væntanleg frá hljómsveitinni Útúrdúr seinna í vetur. Sykur spilar á Batteríinu í kvöld klukkan 23.20. - sm Best að hafa nóg fyrir stafni UNG OG EFNILEG Rakel Mjöll Leifsdóttir segist hafa gaman af því að hafa nóg fyrir stafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hótelerfinginn Paris Hilton hefur bæst í hóp þeirra stjarna sem hafa keypt sér smásvín sem gælu- dýr. Smásvínin eru ræktuð í Bret- landi og fullvaxta eru þau á stærð við meðalstóran hund, eitt svín kostar um eitt þúsund dollara. Paris festi kaup á einu smásvíni sem hún kallar Miss Piglette, eða Fröken Svínka. Fröken Svínka kostaði þó heldur meira en önnur smásvín því París greiddi fjögur þúsund dollara fyrir grísinn. „Paris er afskap- lega ánægð með gæludýrið. Hún elskar dýr og hún hlakkar mikið til að fá grísinn sinn til sín,“ sagði tals- maður fröken Hilton. Kaupir sér rándýrt svín LIFÐU VEL! Ferskur Floridana í nýjum umbúðum F í t o n / S Í A Spaugstofan er vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins eins og undanfarin ár. Þátt- urinn hefur smám saman tekið breytingum; gömlu grínararnir eru farnir að notast við nýjustu tækni til að fríska upp á sjóið. Að baki sýndarheimi Spaug- stofunnar eru þau Ólöf Erla Einarsdóttir og Sigurður Bragason. „Ég er búinn að vinna með Spaug- stofunni í fimm ár og það hefur aldrei verið eins mikið af grafík og síðustu tvö ár,“ segir hönnuð- urinn Ólöf Erla Einarsdóttir. Ólöf Erla og Sigurður Bragason hanna sýndarheim Spaugstofunn- ar sem virðist stækka með hverju árinu. Í síðasta þætti voru grín- istarnir til að mynda sendir út í geim þar sem risavaxið geimskip gleypti þá með húð og hári. Þætt- irnir eru unnir frá miðvikudegi til föstudags og Ólöf segir að það sé gríðarleg keyrsla. „En þetta er rosalega gaman og við gerum aldrei það sama,“ segir hún. „Við höfum gert heilu teiknimyndirn- ar á einum degi. En þetta reddast alltaf og við náum alltaf að klára þetta á góðum tíma.“ Spaugarinn Karl Ágúst Úlfs- son staðfestir að sýndarheim- ur Spaugstofunnar stækki með hverri þáttaröðinni. „Eftir því sem tækninni fleygir fram verð- ur auðveldara að gera þetta,“ segir hann og bætir við að vinnslutími Spaugstofunnar hafi alltaf verið knappur. „Við gerum ýtrustu kröfur til allra deilda. Það eru allir að vinna ofur- mannlegt starf í hverri viku, en nú erum við komnir með þekk- ingu og tækni til að gera flóknari hluti á þessum skamma tíma. Það hefur þróast þannig að kröfurnar halda áfram að vera miklar. Við ráðum við flóknari hluti á þess- um stutta tíma.“ atlifannar@frettabladid.is Fólkið sem skapar sýndar- heim Spaugstofunnar SKAPARAR Ólöf Erla og Sigurður hanna heiminn utan um Spaugstofuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FYRIR OG EFTIR Séð frá stjórnarráð- inu fyrir og eftir meðferð frá Ólöfu og Sigurði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.