Fréttablaðið - 15.10.2009, Qupperneq 74
58 15. október 2009 FIMMTUDAGUR
Undankeppni HM:
1. riðill:
Danmörk-Ungverjaland 0-1
Svíþjóð-Albanía 4-1
Olof Mellberg 2, Marcus Berg, Anders Svensson.
Portúgal-Malta 4-0
Nani, Simao, Miguel Veloso, Arnaldo Edinho.
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Danmörk 10 6 3 1 16-5 21
Portúgal 10 5 4 1 17-5 19
Svíþjóð 10 5 3 2 13-5 18
2. riðill:
Grikkland-Lúxemborg 2-1
Sviss-Ísrael 0-0
Lettland-Moldavía 3-2
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Sviss 10 6 3 1 18-8 21
Grikkland 10 6 2 2 20-10 20
3. riðill:
Tékkland-Norður-Írland 0-0
San Marinó-Slóvenía 0-3
Pólland-Slóvakía 0-1
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Slóvakía 10 7 1 2 22-10 22
Slóvenía 10 6 2 2 18-4 20
4. riðill:
Aserbaijan-Rússland 1-1
Liechtenstein-Wales 0-2
- David Vaughan, Aaron Ramsey.
Þýskaland-Finnland 1-1
Lukas Podolski - Jonatan Johansson.
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Þýskaland 10 8 2 0 26-5 26
Rússland 10 7 1 2 19-6 22
5. riðill:
Bosnía/Hersgóvína-Spánn 2-5
- Alvaro Sanchez Negredo 2, Gerard Pique, David
Silva, Juan Garcia Mata.
Eistland-Belgía 2-0
Tyrkland-Armenía 2-0
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Spánn 10 10 0 0 28-5 30
Bosnía 10 6 1 3 25-13 19
6. riðill:
Andorra-Úkraína 0-6
England-Hvíta-Rússland 3-0
Peter Crouch 2, Shaun-Wright Phillips.
Kasakstan-Króatía 1-2
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
England 10 9 0 1 34-6 27
Úkraína 10 6 3 1 21-6 21
Króatía 10 6 2 2 19-13 20
7. riðill:
Litháen-Serbía 2-1
Frakkland-Austurríki 3-1
Karim Benzema, Thierry Henry (víti), Andre Pierre
Gignac.
Rúmenía-Færeyjar 3-1
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Serbía 10 7 1 2 22-8 22
Frakkland 10 6 3 1 18-9 21
8. riðill:
Búlgaría-Georgía 6-2
Ítalía-Kýpur 3-2
Alberto Gilardino 3.
Írland-Svartfjallaland 0-0
LOKASTAÐA EFSTU LIÐA:
Ítalía 10 7 3 0 18-7 24
Írland 10 4 6 0 12-8 18
ÚRSLIT
N1-deild karla:
Stjarnan-Fram 28-25 (18-12)
Mörk Stjörnunnar (skot): Daníel Einarsson 6 (7),
Sverrir Eyjólfsson 5 (5), Vilhjálmur Halldórsson
5 (9), Kristján Svan Kristjánsson 4 (9), Þórólfur
Nielsen 3 (4), Jón Arnar Jónsson 3 (8), Eyþór
Magnússon 2 (5) Roland Valur Eradze 0 (1)
Varin skot: Roland Valur Eradze 17/1 (25/4, 40%)
Hraðaupphlaup: 6 (Daníel 5, Kristján Svan)
Fiskuð víti: 0
Utan vallar 10 mínútur
Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 8
(10), Magnús Stefánsson 7 (14), Andri Stefan
Haraldsson 4 (6/1), Halldór Jóhann sigfússon
4/4 (8/6), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (3), Arnar
Birkir Hálfdánarson 1 (5)
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 2 (9,
18%), Zoltan Majeri 3 (14, 18%), Sigurður Örm
Anarson 4 (9, 31%)
Hraðaupphlaup: 3 (Haraldur 2, Arnar Birkir)
Fiskuð víti: 7 (Haraldur 4, Magnús 3)
Utan vallar 4 mínútur
ÚRSLIT
Sími: 4 600 700
Glerárgötu 28
600 Akureyri
www.asprent.is
Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!
Hefst 02. nóv. nk. og gildir jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. 1. stig alm. hluta og er námskeiðsgjald
kr. 24.000.- Skráning fyrir 26. okt. á namskeid@isi.is
eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á
vidar@isi.is
Sjá einnig á www.isi.is
HANDBOLTI „Eins og handbolti er
nú oft á tíðum þá var þetta kafla-
skipt en við lögðum grunninn að
sigrinum með góðum leikkafla
í fyrri hálfleik þar sem vörn og
markvarsla voru góð og við feng-
um auðveld mörk í kjölfarið. Við
erum samt ekki komnir á neitt flug
en það er mikilvægt að vinna og
fá stig. Við erum með ungt lið og
við þurfum að hafa virkilega mikið
fyrir öllu en ef við gerum það þá
getum við unnið fullt af leikjum í
vetur,“ sagði Patrekur Jóhannes-
son, þjálfari Stjörnunnar, eftir 28-
25 sigur liðs síns gegn Fram í N1-
deild karla.
Jafnræði var með liðunum fram-
an af leik en Framarar virtust þó
vera skrefinu á undan Stjörnu-
mönnum. Það reyndist þó vera
skammgóður vermir því í stöð-
unni 8-9 hrundi leikur Framara
algjörlega. Vörnin hjá Stjörnunni
small saman og þá fylgdi að sjálf-
sögðu góð markvarsla hjá Roland
Val Eradze í kjölfarið.
Stjörnumenn gengu á lagið og
gerðu sér lítið fyrir og skoruðu
hvorki fleiri né færri en níu mörk
í röð. Framarar skoruðu ekki mark
í rúmar ellefu mínútur.
Í seinni hálfleik söxuðu Fram-
arar jafnt og þétt á forskot heima-
manna sem virkuðu ragir á köflum
og leikmenn liðsins skorti kjark
til þess að taka af skarið og klára
dæmið líkt og þeir gerðu í fyrri
hálfleik.
Staðan var orðin 24-22 þegar um
fimm mínútur voru eftir af leik
og Framarar náðu í tvígang eftir
það að minnka muninn niður í eitt
mark. Vilhjálmur Halldórsson inn-
siglaði hins vegar sigurinn þegar
hann kom Stjörnunni í 27-25 þegar
um hálf mínúta var eftir.
Framarar fóru í sóknina og töp-
uðu boltanum og Stjarnan laumaði
inn marki í lokin og lokatölur urðu
því 28-25 og Stjörnumenn komnir
á blað í deildinni. Framarar sitja
hins vegar eftir með tvo tapleiki
gegn liðunum sem var spáð falli í
árlegri spá fyrir tímabilið. Viggó
Sigurðsson, þjálfari Fram, vildi
ekki veita Fréttablaðinu viðtal í
leikslok. - óþ
Stjarnan komin á blað í N1-deildinni eftir sigur á Fram í Mýrinni í gær:
Ófarir Framara halda áfram
SLAKIR Magnús Stefánsson og félagar í Fram hafa nákvæmlega ekkert getað í upp-
hafi tímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
HANDBOLTI Tveir leikir fóru fram í
þýska handboltanum í gær.
Aron Pálmarsson tók þátt í
sínum fyrsta nágrannaslag er
Kiel heimsótti Flensburg. Heima-
menn áttu ekkert í meistara Kiel
sem unnu öruggan sigur, 33-41.
Aron komst ekki á blað hjá Kiel
en Alexander Petersson skoraði
tvö mörk fyrir Flensburg.
Rhein-Neckar Löwen vann
einnig útisigur er liðið sótti
Hannover Burgdorf heim. Loka-
tölur þar 24-34.
Guðjón Valur Sigurðsson var
markahæstur hjá Löwen með 8
mörk, Snorri Steinn Guðjónsson
skoraði tvö mörk úr víti og Ólaf-
ur Stefánsson lét sér eitt mark
nægja að þessu sinni.
Hannes Jón Jónsson komst ekki
á blað hjá Burgdorf. - hbg
Þýski handboltinn:
Sigrar hjá Kiel
og Löwen
SNORRI STEINN Kominn í þýska boltann
með Löwen. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Það var mikil spenna í
gærkvöldi þegar lokaumferðin í
undankeppni HM fór fram. Barist
var í fjórum riðlum af átta.
Möguleikar Svía á að komast í
umspil runnu endanlega út í sand-
inn er Portúgal valtaði yfir Möltu,
4-0, án Ronaldo. Svíar gerðu sitt á
sama tíma er þeir lögðu Albaníu,
4-1, en það dugði ekki til. Danmörk
vann riðilinn þrátt fyrir tap gegn
Ungverjum en Portúgalar tókum
umspilssætið. Sigur Portúgal gerði
það einnig að verkum að Noregur
komst ekki í umspil en liðið náði
öðru sæti í riðli Íslands.
Grikkir rétt mörðu Lúxemborg,
2-1, og það dugði til að koma liðinu
í umspil. Ísrael sat eftir með sárt
ennið en Sviss vann riðilinn þrátt
fyrir markalaust jafntefli gegn
Ísrael. Sviss því aftur komið á HM
og fyrrverandi Evrópumeistarar
Grikkja halda lífi í vonum sínum.
Tékkar ollu gríðarlegum von-
brigðum með frammistöðu sinni í
undankeppninni og þeir luku und-
ankeppninni ekki einu sinni með
sóma er liðið gerði markalaust
jafntefli gegn Norður-Írlandi á
heimavelli. Slóvakar unnu riðilinn
afar óvænt er þeir náðu frábærum
útisigri á Póllandi í gær. Slóvenía
tók umspilssætið eftir 3-0 útisigur
á slöku liði San Marínó.
Úkraína átti ekki í nokkrum
vandræðum með að tryggja sér
umspilssæti með 6-0 sigri á And-
orra. Sigurinn gegn Englandi um
síðustu helgi var þó lykillinn að
umspilssætinu. Króatar sátu því
eftir í þessum riðli sem England
vann örugglega. Englendingar
kláruðu sitt dæmi með sóma í gær
er liðið vann sigur á Hvíta-Rúss-
landi, 3-0. Peter Crouch í fínu
formi og skoraði tvö mörk í fjar-
veru Waynes Rooney.
Alberto Gilardino tryggði Ítöl-
um ævintýralegan sigur á Kýp-
verjum í gær. Allt stefndi í niður-
lægingu Ítala á heimavelli en liðið
var 0-2 undir þegar aðeins 12 mín-
útur voru eftir. Þá tók Gilardino til
sinna ráða og skoraði þrjú mörk á
mettíma og þar af sigurmarkið á
90. mínútu. henry@frettabladid.is
Portúgal slapp í umspil
Portúgal komst í umspil í gær en bæði Svíþjóð og Noregur eru úr leik í bar-
áttunni um HM-sæti eftir lokaleikina í undankeppni HM. Alberto Gilardino
tryggði Ítalíu ævintýralegan sigur og England kláraði riðilinn með stæl.
ÆVINTÝRI Alberto Gilardino fagnar einu
af mörkum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÁTUR Skeggjaður David Beckham fékk
að spila í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÖGNUÐUR Simao Sabrosa og félagar í portúgalska landsliðinu gátu leyft sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í umspili HM í
gær. NORDIC PHOTOS/AFP