Ljósberinn - 01.06.1946, Page 9

Ljósberinn - 01.06.1946, Page 9
ljósberinn 89 „Ég heiti Sigurður og er sonur prests- hjónanna“. Samtalið varð ekki lengra, því að nú kom prestskonan inn með rauðan kjól, sem hún hafði verið að keppast við að sauma handa henni. Því verður ekki með orðum lýst, hve Katrín varð glöð, þegar prestskonan gaf lienni rauða kjólinn. Nú varð æfi hennar önnur. Þarna lifði hún í allsnægtmn og allir báru liana á höndum sér. Það leið ekki á löngu áður en hún fór að vaka yfir vellinum með Sigurði litla. Þau voru allt af að leika sér saman, eins °g þau væru systkin. Þau vöktu yfir vell- inum á vorin, sátu hjá ánum á sumrin, riðu í réttirnar á liaustin, og renndu sér bæði á sama sleðanum á vetrum. Katrín varð æ fríðari með degi hverj- Um. Prestshjónin glöddust yfir því, hvað hún var góðum gáfum gædd, enda létu Þau hana læra mikið, bæði til munns og handa. Var það mál manna, að hún væri eins vel að sér og hver önnur prestsdóttir, þegar hún var fermd. Svona leið nú tíminn, þangað til Sig- Urður var orðinn átján ára gamall, þá fór hann í skóla suður að Bessastöðum. Bæði var það, að foreldrar lians vildu láta hann verða prest, og sjálfur vildi hann verða prestur, enda var ekkert til sparað að uiennta hann. Hann var lieima á Hofi á sumrin og sló fyrir föður sinn, en Katrín rakaði á eftir honum, því að nú var hún orðin stór stúlka. Það var eitt kvöld, þegar fólkið var á leiðinni heim af engjunum, að þauVlróg- Ust aftur úr og voru að rifja upp fyrir sér margar hugljúfar minningar frá bernskuárunum. Þá sagði Sigurður: „Ég get varla varist lilátri, þegar ég hugsa til þess, hvað ég lék fallega á þig, þegar þú ætlaðir til himnaríkis og ég vísaði þér heim til for- eldra minna“. „Þú þarft ekki að hælast um það, að þú hafir leikið á mig“, svaraði Katrín brosandi, „því að það get ég sagt með sanni, að mér hefur fundist ég vera í jarðneskri Paradís, síðan ég kom hingað að Hófi“. V. Gu8 veit öð ég er saklaus. Nú verður ekki komist hjá því, að segja frá sorglegum atburði, er bar við á Hofi síðasta veturinn sem Sigurður. var í skóla. Prestslijónin voru lmigin á efra aldur, og Katrín var ennþá lijá þeim. Hún varð alltaf að skannnta fójkinu, ef prestskonan varð lasin, og það þótti sjálfsagt, að láta hana ganga um beina, þegar gesti bar að garði. Prestshjónin höfðu hana í hávegum og allir unnu henni hugástum, nema Þór- katla gamla. Hún hafði verið vinnukona á prestssetrinu í mörg ár, en flestum var í nöp við liana, því að hún var vön að segja eftir fólkinu og lepja allt, smátt og stórt, í prestskonuna. Hún sá ofsjónum yfir því, að prestshjónin skyldu meta Katrínu meira en sig. Þess vegna reyndi hún á allan hátt að sverta hana í augum þeirra, en þau gátu ekki trúað neinu illu uin Katrínu. Um þessar mundir hvarf svo ljómandi falleg silfurskeið, sem prestskonan hafði gefið manninum sínum í jólagjöf. Húu

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.