Ljósberinn - 01.06.1946, Síða 10
90
LJÓSBERINN
var með fangamarki prestsins og hin mesta
gersemi. Það var leitað að silfurskeiðinni
hátt og lágt, úti og inni, en hún fannst
hvergi.
Prestskonan f<5r að fjargviðrast út af
þessu óbærilega tjóni, en presturinn bað
hana, elskuna sína, að gera ekki svona
mikla rekistefnu út af þessu, „og tjáir
ekki að sakast um orðinn hlut“, sagði
hann.
I þessum svifum kom Þórkatla inn og
kvaðst þurfa að tala við prestskonuna
einslega. Þær fóru fram í búr og Þór-
katla setti strokk fyrir hurðina að inn-
anverðu, svo að enginn gæti komið inn
að þeim óvörmn.
„Ykkur hefði verið nær að trúa mér
fyrr“, sagði Þórkatla gamla í hálfiun
hljóðum. „Eg er svo sem oft búin að vara
ykkur við lienni Katrínu“.
„Dettur þér í hug, að hún liafi tekið
silfurskeiðina?“ spurði prestskonan efa-
blandin.
„Katrín er það og engin önnur, sem
hefur tekið silfurskeiðina“, sagði Þór-
katla gamla hróðug. „Ég sá að hún var að
fægja liana í morgun. Og hafi hún ekki
tekið hana, þá hefur hún að minnsta
kosti fleygt lienni á glámbekk, svo að
'sökin bitnar á henni“.
Prestskonan var lengi treg til að trúa
þessu, en þangað til var Þórkatla að telja
um fyrir henni, að hún var ekki í nein-
um vafa lengur. Hún sagði manni sín-
mn frá þessu, og voru þau nú bæði mjög
sorgbitin.
Þau létu Katrínu koma inn í svefnlier-
bergið sitt um kvöldið og spurðu hana,
hvort það væri satt, að hún hefði tekið
silfurskeiðina.
„Guð veit að ég er saklaus“, sagði Kat-
rín og fór að gráta. I sama vetfangi kom
Þórkatla gamla inn. Hún hafði staðið á
hleri og vildi nú ekki sitja sig úr færi
að spilla fyrir Katrínu.
„Það er ekki til neins fyrir þig að
vera að malda í móinn, ókindin þín“,
sagði hún og gaf Katrínu olnbogaskot.
„Þú hefur tekið silfurskeiðina. Ég sá,
að þú varst að fægja liana í morgun. Von
er nú blessuð prestshjónin séu reið við
þig, að þú skulir ekki launa þeim upp-
eldið betur en svona. Þú ættir að snáfa
burt sem fyrst, svo að þau þurfi ekki að
liafa meiri skapraun af þér“.
Kalrín vildi ekki gera henni Þórkötlu
gömlu það til eftirlætis, að fara að munn-
liöggvast við hana. Hún kvaddi prests-
hjónin og allt lieimilisfólkið með sárum
trega, og fór alfarin burt af prestsetrinu
þetta sama kvöld.
Stóridalur er næsti bær fyrir sunnan
Hof, og þangað stefndi Katrín för sinni.
Þegar hún var komin suður fyrir tún-
gax-ðinn á Hofi, varð henni litið upp í
alstirndan himininn. Það var glaða tungls-
Ijós og allur dalurinn var fannhvítur með
gljáandi svellum hér og hvar. Stjörnurnar
brostu svo blítt við Katiúnu, eins og þær
vildu segja: „Við vitum að þú ert sak-
laus“.
„Ó, livað það er gott, að hafa hreina
samvizku“, hugsaði Katrín. „Ég vona að
sakleysi mitt komi einhverntíma í ljós“.
Nii fékk hún að reyna hverfulleik ham-
ingjunnar, en htin var ekkert kvíðafull,
því að hún treysti því, að góður Guð
mundi lijálpa sér, þegar lians tími væri
kominn. Henni fannst hún vera mnkringd
af ósýnilegum englxun.