Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.06.1946, Blaðsíða 12
92 LJÓ SBERINN saklaus, blessunin sú arna, og við höf- um haft hana fyrir rangri sök“. Presturinn gekk þegjandi um gólf, og mátti sjá á svip hans, að honum var órótt innanbrjósts. Sigurður var innilega glaður yfir því, að hann skyldi liafa fundið silfurskeið- ina, en liins vegar sárnaði lionum, að Katrín skyldi hafa orðið fyrir svona miklu x-anglæti. Hann kallaði allt lieim- ilisfólkið saman og spurði, liver hefði veiúð sá klaufi, að kasta silfui’skeiðinni út á sökuhaug. „Ég veit það“, sagði Dóri smali, „en ég má ekki segja það“. „Talaðu, drengur, og segðu allt sem þú veizt. Ef þxx skrökvai', þá skal ég kaf- færa þig í bæjarlæknum, en ef þú segir satt, þá skal ég gefa þér nýjan sjálfskeið- ung úr kaupstaðnum“. Sigurður þreif í öxlina á Dóra og hristi liann óþyrmilega. „Ég skal segja allt sem ég veit“, sagði Dóri. „Ég sá hvolpinn með skeiðina í skoltinum daginn sem luin hvarf, en ég gaf mér ekki tíma til að taka liana af honum, því að ég var á leiðinni í fjósið“. „Og hvers vegna sagðir þxx engum frá þessu?“ sagði Sigurður. „Ég sagði lienni Þórkötlu gömlu frá því“. „Þú skalt eiga mig á fæti, ef þú þegir ekki eins og steinn!“ orgaði Þói'katla og reiddi upp stóran hi-ísvönd, sem hún liafði tekið uixdan sperrunni. „Nei, nú skal ég ekki þegja“, sagði Dói'i einbeittur. „Þórkatla kallaði á mig fram í eldhús og sagði rétt svona: „Ég skal nú gefa þér vænan hangiketsbita, Dóri minn, ef þú segir engum frá, að þú hafir séð hvolpinn með silfui'skeiðina“. Ég lofaði því hátíðlega, að ég skyldi þegja, og hún gaf mér vænan hangiketsbita“. „Sannleikui’inn er sagna beztur, og hefðir þxx átt að segja frá þessu fyrr, Dóri minn“, sagði Sigurður og klappaði á koll- inn á Dóra. „Upp koma svik um síðir“, sagði prests- konan og leit kuldalega til Þórkötlu. Hún skipaði lienni að fara óðara burt af heim- ilinu og koma aldrei fyi'ir sín augu aftui'. Þóx'katla gaxnla féll nú sjálf í þá gröf, er hún liafði grafið Kati’ínu. Hún snaut- aði bui't frá Hofi án þess að kveðja nokk- urn mann og enginn saknaði hennar. Nú átti luxn ekki annars úi'kostar en að flakka bæ fi'á bæ, því að enginn vildi vista hana hjá sér. VII. Allt er gott sem endar vel. Sigurður vaknaði snemma morguninn eftii'. Hann bað Dóra að sækja Jarp og Grána í snatri, en sjálfur fór hann að raka sig og þvo sér og klæða sig í sparifötin. Dói'i liljóp út eins og öi'skot og var kom- inn með hestana í lilaðið eftir litla stund. Sigurður lagði hnakk á Grána og söðul á Jai-p. Svo steig liann á bak og í'eið suður að Stóradal. Hann lxlakkaði svo til að sjá Kati'ínu, því að þau höfðu verið leynilega trxilofuð í tvö ái'. Það vildi svo heppilega til, að Kati'ín kom út í dyrnar um leið og Sigurður reið í lilaðið. Varð nú mikill fagnaðarfundur, og töluðu þau góða stund saman í liálfum hljóðum. Loks var eins og Sigui'ður vaknaði af dvala. „Ég vona að þér sé ekkert að van- búnaði“, sagði liann, „og skaltu nú stíga upp í söðulinn, því að ég er kominn til að sækja þig. En eftir á að hyggja: þú munt vilja kveðja fólkið fyrst“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.