Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 24

Ljósberinn - 01.06.1946, Qupperneq 24
104 LJÓSBERINN karlinum, og af því að hann vissi hvar hellirinn var, þá hefði liann farið þangað og klórað sig gegnum vegginn. Síðan komust þau bæði heilu og höldnu út úr hellinum og heim í konungsríki og varð þar mikill fagnaðarfundur, sem nærri má geta. Skömmu síðar héldu þau konungsson og kongsdóttir brúðkaup sitt. „Þarna sérðu nú, að ég hafði rétt fyrir mér“, mælti kongur við drottninguna. „Ég hef alltaf sagt, að það væri ekki ein- göngu mannsbragur á honum, kettinum þeim arna“. ) Þegar tröllkarlinn kom að hellinum tómum, þá sprakk hann af heift. Sj. J. þýddi. SÓLIN EÐA TUNGLIÐ. Einu sinni var Molbúi spurður að því, hvort gerði meira gagn, sólin eða tunglið, og hvort við gætum frekar misst. Hann hugsaði sig ekki lengi um, en svaraði: „Sólin gerir minna gegn heldur en tunglið, og henn- ar getum við frekar verið án, því að á daginn er hvort sem er nógu bjart“. £eið milda (LEAD, KINDLY LIGHT) Lei'S tnilda Ijós, mig langvinn myrkur hrjá. Ó, lýs mér heim! Eg langt lief reikcS föSurhúsum frá. Ó, fylg mér heim! Þótt nóttin sérhvaS feli’, er fjarri er — eitt fótmál lýs í senn, þá nœgir mér. Ég tók því fjarri fyrr, minn GuS, a8 þú mér fylgdir heim. Eg gekk minn veg, en bljúgur bift eg nú: mér bein þú lieim! Með geig í sál ég lét að minni lund. Ó, líknar-faSir, gleymdu þeirri stund! Þitt blessaS Ijós, sem lýsti ungum mér, þaft logar enn, því úti er nótt — úr hrjóstrum lífsins hér þaS hjálpar senn: AS morgni sé ég engla auglit blí5 sem unni’ eg fyrr, en duldust mér um hríS.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.