Ljósberinn - 01.10.1946, Page 2

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 2
158 LJÓSBERINN Nú kem ég, elskii amma mín, me'ð ofurlítið blat) til þín og bið þig augum yfir renna, í eldi Ijósum síðan brenna. Eg vil svo gjarnan þakka þér, hve þolinmóð þá reyndist mér og alla sanna ástarhlýjn mér auðsýnda aö fornu og nýju. Eg vil svo gjarnan gleðja þig, sem gerðir jafnan fyrir mig allt bœnastaglið bernskudaga og brek mín reyndir œ að laga. Ég veit að betra ei þœtti þér að þiggja dýran grip frá mér en vissu þess, að elsku amma mér er svo kœr sem pabbi og mamma. Og marga stund eg minnist þín, þín mynd sem geisli í huga skín, mér bænir þínar búa í hjarta um bjartan dag og nóttu svarta. Þótt fyrir handan fjöllin há og fjarðarmynni himinblá ég dvelji fjarri frœndum mínum og fjœrri kœrleiksörmum þínum. Þá leitar einatt hagur heim og hjartað aldrei gleymir þeim, er bárv. til mín blíðast sinni, þái barn ég lá í vöggu minni. Því kem ég þér aö heilsa hlýtt, aö heilsa pabba og mömmu blítt, aö heilsa systrum, heilsa bróöur og hverjum þeim, er var mér góöur. Þái legg ég þetta litla blaö í lófa þinn, og koss þér gef. Þeim kossi fylgir hjarta og hugur. — Þér hlífi Drottinn almáttugur. j, Hann blessi þér þín elliár, svo aldrei mœti harmur sár og leiöi þig í Ijósiö bjarta, er lokast brá og kólnar hjarta. M. R. f. R.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.