Ljósberinn - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.12.1949, Blaðsíða 16
192 LJÓSBERINN Bjarni Thorarensen orkti, er hann varð fimmtugur: Lof sé þér, Guft, fyrir liðna ævi léfía mótlætið eins og gæfu, sem í fimmtíu aldursár úthlutaði mér hönd þín klár. Aldur veralda allra stendur eins og mannsins í þinni hendi. Mitt hið ókomna áratal allt þíniun vilja falið skal. Árin hrúkaði’ eg ei sem skyldi og ei svo vel sem þó eg vildi: gef þú eg betur brúki hér burtfarar til það eftir er. Oft hinar liðnu aldir sáu að oft þú verkar stórt með smáu. Gef þú mér, Drottinn Guð, eg bið til góðs eg sé þitt verkfærið. Varðveit þú. laðir, mig og mína, á miskunn Guðs fel eg alla þína. Gef oss lastvart að lifa hér og loks í dýrð hjá sjálfum þér. Mótlætið var þín miskunn bezta, meðlætið einskær náðin mesta; hvorstveggja þörf í heimi er, hvorttveggja og þú veittir mér. Minnstu þess, Dróttinn, miskunn í, mennirnir fáir sinna því. Lát mig vel þínu stjórna standi til styrktar mínu föðurlandi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.