Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 33
IVAKA;
LÖG OG LANDSLÝÐUR.
27
hér á landi. í lok 18. aldar komst lagaglundroðiiin á
liæzt stig, og var það Magnús Stephensen, sem fyrstur
varð til þess að reyna að dreifa því moldviðri. Síðan
alþingi var endurreist hefir mestur hluti þessara laga
verið íiuminn úr gildi. En ennþá búuin vcr að nokkru
leyti við óvissuna frá þessum tímum. Og enn gilda lög
hér á landi, sem aðeins eru til á dönsku, og er oss það
-eigi vanvirðulaust.
Ekki verður annað sagt en að Alþingi hafi verið af-
kastamikið um löggjöf, síðan það fékk löggjaí'ar-
vald. A árunum 1875—192G hafa komið út rúm 1300
lög, er það hefir samþykkt, auk hinna venjulegu laga
um fjárreiður landsins. En þó að löggjafarstarl'ið sé
niikið, ef litið er á lagatöluna, og þó að mörg þessara
Jaga hat'i verið góð og til mikilla bóta, þá hefir þessari
löggjöf að ýmsu leyti verið óheppilega hagað. Aðalgall-
inn er það, hve lítið skipulag hefir verið á henni. Þing
cða stjórnir hafa þar enga fasta áætlun haft. Augna-
biiks þarfir og tilviljunin hafa ráðið því, hver lög voru
sett. Löggjöfin hefir þvi orðið í brotum. Að visu hafa
verið sett nokkur heildarlög, þar sem safnað hefir ver-
ið saman í .einn bálk lagaákvæðum, sein áður voru á
víð og dreif, t. d. á síðasta þingi lögin um kosningar
í málefnum sveita- og kaupstaða, er komu í stað laga-
ákvæða i l(i eldri lögum, og lögin um útsvör, er komu
í stað lagaákvæða í 19 eldri lögum. En heildarlögin eru
tiltölulega fá. Allt of víða eru lagareglurnar um sama
efni dreifðar í smálögum, sínum frá hverjum tíma. Af
skipulagsleysinu á löggjöfinni hefir og hlotizt ýmiskonar
ósamræmi í henni, og ennfremur það, að ýms efni hafa
orðið útundan, er þörf hefði verið á lagasetningu um.
Því er löggjöf vor mjög glompótt þrátt fyrir allan laga-
fjöldann. Málefni eins og l. d. ábyrgð, sem mörguin
manninuin hefir sviðið undan, er nálega ólögákveðið
hér á landi, og sama má segja um annað eins megin-
alriði í viðskiftalifi manna og loforð og gildi þeirra, og