Vaka - 01.01.1927, Qupperneq 95
Álit hagf ræðinga. Hagfræðingum og fjár-
málamönnum hefir smátt og smátt orðið það ljóst, að
það ber engin nauðsyn til að gefa gjaldeyrinum neitt
ákveðið gullgildi eftir allar verðbreytingar siðasta ára-
tugs, heldur er það aðalatriðið, að hann fái fast gildi.
Breytingarnar eru það, sem bölinu valda. A alþóða-
i'undi fjármálamanna í Briissel 1920 var mælt með gæti-
legri hækkun. Hagfræðingarnir héldu áfram rannsókn-
um sínum og árið 1921 hélt sænski prófessorinn Gustav
('assel fyrirlestur i Lundúnum, er vakti mikla athygli,
og varaði sterkleg'a við að halda áfram hækkunartil-
íaunum vegna örðugleikanna, sem það skapaði atvinnu-
vegunum. í sama streng hafa tekið hinir heimsfrægu
hagfræðingar, Bandaríkjamaðurinn Irving Fisher og
Englendingurinn Keynes, og er nú svo komið, að allir
málsmetandi hagfræðingar eru í þessu elni á eitt sáttir.
1921 var annar alþjóðafundur fjármálamanna haldinn
í Genúa og varð niðurstaðan sú, að ráðlegast væri, að
þær þjóðir, sem byggju við fallinn gjaldeyri, ynnu bráð-
an bug að því að festa hann. í ályktunum fundarins
segir svo: „Vér endurtökum það, að i þessu máli verður
hvert ríki út af fyrir sig að taka sína ákvörðun, en
það þorum vér að fullyrða, að það land, sem náð hefir
sæmilegri festu i gengi sitt það langt undir hinu ganda
gullgildi, að hækkunin yrði löng og erfið, mundi gera
bæði sinum eigin fjárhag og viðreisn Norðurálfunnar
mikið gagn með því að ríða á vaðið með það að tryggja
gjaldeyrinum fast gullgildi í námunda við það gengi,
sem festa er komin í“.
Aðferðin. — Um aðferð seðlabanka, sem íalið
hefir verið að festa gjaldeyrinn, skal hér ekki fjölyrt.
Jafngengi íslenzkrar krónu bæri að sjálfsögðu að reikna
út, en tillit bæri einnig að taka til þess gengis, sem
búið er að halda föstu nú i heilt ár. Til þess að halda
föstu því gengi, sem farsælast verður talið, þari' seðla-
bankinn jafnan að hafa á boðstólnum erlendan gjald-