Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 78
72
ÁSGEJR ÁSGEIRSSON:
vaka]
fella í verði erlendan gjaldeyri. Það var ekki gert í
öðrum löndum Norðurálfunnar, enda sízt af oss að
vænta, sem vissum ekki einu sinni, að vér gátum haft
sjálfstæðan gjaldeyri óháðan verðbreytingum hinnar
dönsku krónu. Seðlarnir flóðu og atvinnu- og viðskifta-
lífið bólgnaði. Seðlar voru gefnir út eingöngu í von um
arð, sem svo brást, þegar fyrirtækin gátu ekki lengur
starfað í skjóli hækkandi verðlags eða fallandi gengis.
Það misheppnaðist að skapa verðmæti með hinni fölsku
kaupgetu. Sparifé og bankainnstæður hlóðust upp, og
jukust jafnvel eftir að atvinnurekendur byrjuðu að
tapa. Bankarnir störfuðu með meiru erlendu lánsfé en
áður voru dæmi til. Það hlaut svo að fara, að gjaldeyrir-
inn félli niður úr lögmæltu gullverði, og var allt of lengi
spyrnt á móti broddunum, ýmist af þekkingarleysi eða
misskildum metnaði. Orsakir lággengisins eru verðliækk-
unin, seðlaútgáfan og lánsfjáraukningin. Hjá afleiðingun-
um verður ekki komizt, nema orsökunum sé breytt. Það
vinnst ekkert, þó hamazt sé á afleiðingunum, ef orsak-
irnar eru látnar eiga sig.
Gullfótur. — Um það hafa miklar deilur staðið,
siðan gengið fór að sveiflast, hvort það væri rétt skráð,
eða með ö. o. hvort hinn erlendi kaupmáttur íslenzkrar
krónu væri rétt metinn. Áður en að því er vikið, eftir
hvaða reglum beri að virða kaupmátt pappirsgjaldmið-
ils í milliríkjaviðskiftum, er rétt að gera sér grein fyrir
því, hvernig háttað er viðskiftum milli landa, sem hafa
gullgildan gjaldeyri. Eins og kunnugt er, þá er enginn
sameiginlegur gjaldeyrir til fyrir öll lönd. í viðskiftum
milli ríkja verður því að breyta einni myntinni i aðra.
Þegar gjaldeyririnn er innleysanlegur í gulli, er gengið
reiknað út eftir hlutfallinu á milli þyngdar gullsins i
hvorri mynt fyrir sig. Það má kalla jafngengi. Þó
skeikar venjulega nokkuð frá því, en skekkjan má ekki
verða meiri en svo, að nemi flutningskostnaði gullsins
á milli landanna og myntunarkostnaði, sem venjulega er