Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 88
82
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
VAKAj
ekk sé það mannúðlegt að setja þreyttan hest fyrir þung-
an plóg, því aftur verður að hækka gengið, skapa nýja
kreppu, og þannig endurtekur sama sagan sig, þar til
hinu gamla gullgildi er náð. Hjá oss er hvorki rekstrar-
kostnaður né skuldabyrðin, því hún hefir aukist að sva
komnu, enn húið að laga sig eftir hinni miklu gengis-
breytingu á síðasta ári, en þegar því er lokið, þá er að
halda áfram á nýjan leik, þar til gullverð krónunnar er
komið úr 81,7 upp í 100, ef taka skal þessa stefnu. Hætt
er við, að einhver verði í'arinn að blása þegar að markinu
er komið, og er þó þá eftir sá vandi, sem oft er látið mik-
ið al’, að festa verð gjaldeyrisins í því gengi. Nii verð-
ur allt krappara, þegar gengishækkunin er ör, og vilja
því sumir halda, að hægfara hækkun sé hót allra meina.
En hún kann þó að reynast öllu skaðvænlegri, því hætt er
við, að sú kynslóð verði svartsýn og athafnalítil, sem á
við að búa lækkandi verðlag og krappa afkomu i ára-
tugi. Örðugleikarnir verða, þegar allt kemur saman,
ekki minni og jafnvel meiri, því hætt er við, að menn
lagi fremur lifnaðarháttu sína eftir hægfara hækkun,
jafnóðum og hin erlenda kaupgeta eykst, skilji miður
nauðsyn kauplækkunarinnar og telji lækkunarkröfurn-
ííi eingöngu stafa frá ágirnd og ágengni atvinnurekenda.
Hægfara hækkun mun mest hampað vegna þess, að al-
gengt er að telja, hvað sem stefnunni líður, alltaf örugt
að vera hægfara. Það sé þó ætíð „sanngjarnt“ að vera
„hægfara". En þegar að er gáð, liggur í augum uppi, að
snigilhækkun hei'ir enga kosti fram yfir stökkbreytingar.
Aukning lánsfjár og framleiðslu. — Það hendir, að
talað er um að auka framleiðsluna til að létta undir
hækkunarörðugleikana. Kennir þar hins garnla misskiln-
ings, að gengið sé mest undir komið greiðslujöfnuðin-
um. Er þá ruglað saman verðmælinum og því, sem mæla
skal. Skilyrðin hatna ekki við það, að aukin sé fram-
leiðsla ill- eða óseljanlegrar vöru, því meðan að gengis-
liækkun stendur yfir, verður ckki hjá lágu verðlagi kom-