Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 91
legl að gera atviimuvegunum að greiða þar á oían slór-
ar krónur fyrir hinar smáu, er þeir fá til ávöxtunar.
Þetta vieri ekki réttlæti, heldur hróplegt ranglæti. Það
mundi að vísu draga úr misréttinu, að ekki er að vita
iivað mikið heimtist af hinum stóru krónum hjá slig-
uðum atvinnurekstri handa eigendum lánsfjárins. En
söm er hækkunarstefnan fyrir því.
Seðlalöggjöfin. Um réttlætiskröfu er hér ekki
a.ð ræða. En þá mun sennilega horfið í það skjólið, að
skylt sé, lögum samkvæmt, að ná aftur hinu gamla gull-
gildi krónunnar. Þó að innlausnarskyldan væri upp-
hafin, stóð áfram á íslandsbankaseðlunum, að þeir
vaTU innleysanlegir í gulli, en nú hafa um skeið verið
i uinferð rikissjóðsseðlar, sem engin gullkvöð fylgir.
Það er fjarri sanni, að hver sá, sem seðil fær í hendur,
hafi þar með fengið í hendur kröfu á hendur þeirrar
stofnunar, sem gaf út seðilinn, um jafnmikið gull og í
myntlöggjöfinni er ákveðið að vera skuli í peningunum.
Ef svo væri, þá væri hollast að fá mönnum ekki í hendur
slik skuldahréf nú, þegar krónan stendur í 81,7% af
sinu gamla gullverði. En seðlar eru engin skuldabréf.
Ef svo væri, þá hefði einhversstaðar heyrzl þjóta i
skjánum um þær mundir, sem gullinnlausnin var upp-
hafin. Seðillinn er, eins og i upjihafi var sagt, gjald-
eyrir og gjaldmiðill, sem á að ganga mann frá manni.
Með gjaldeyrinum eru viðskifti mæld. Hann er útgef-
inn og við honum lekið eftir hinu breytilega verði hans,
og sá, sem skilar seðlinum að lokum til baka í bank-
ann, er venjulega allt annar en sá, sem við honum tók.
Auk þess fá menn því fleiri seðla handa á milli sem
verðlagið er hærra, og fá þannig uppbót á verðfalli
þeirra. Það væru vissulega hagkvæm viðskifti, ef menn
fengju fyrst fleiri seðla vegna verðhækkunar og gengis-
lækkunar og ættu svo siðferðilegá og lagalega kröfu
lil að fá þá alla innleysta í hinu gamla gullgildi! Til
þess er gullinnlausnin fyrst og fremst, meðan hún stend-