Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 105
[vaka]
ÞINGRÆÐIÐ A GLAPSTIGUM.
99
stundinni, sem betur hefði verið notuð til þess að ráða
fram úr vandamálum Iandsins“.
Því miður er ekki rúm hér til þess að fara frekar
út í þessa sálma. Það eitt er víst, að óbeit og vantrú
þjóðanna á þingræðinu fer sívaxandi. En það er eitt
af táknum tímans, að baráttan móti göllum þess virð-
ist allsstaðar vera slælega háð, nema í alræðislöndunum,
og er þó meir en tvísýnt, hvort þau hafa breytt um til
batnaðar. Þegar þjóðir álfunnar steyptu einveldinu, þá
börðust þær með eldmóði og öruggri sigurvissu, því
að þær voru sannfærðar um að annað betra
stjórnarfar kæmi í þess stað. En nú er ekki því
að heilsa! Að vísu skortir ekki margvíslegar ráðagerðir
og bollaleggingar um nýjar stjórnartilhaganir, sem leysa
skuli þingræðið af hólmi. En þær tillögur hafa flestar
eða allar verið því marki brenndar, að fáir hafa
litið við þeim. Menn sjá meinsemdir hins rikjandi
stjórnarfars, en vantreysta sér til þess að ráða bætur
á þeim. Hinir þungu áfellisdómar um þingræðið munu
flestir hafa fallið dauðir til jarðar vegna þess, að þeir
fólu ekki i sér fyrirheit um nýja og betri tima.
Þess er ekki að dyljast, að Islendingar hafa ekki far-
ið varhluta af annmörkum þingræðisins, enda eru nú
orðin mikil brögð að óánægju manna með stjórnar-
farið. Alþingi hefir verið borið á brýn, að það kunni ekki
með fjárráð að fara, að sumir þingmenn séu botnlausar
bitlingahítir, að meðferð mála á þinginu sé oft hneyksl-
anleg (afbrigði frá þingsköpum o. s. frv.), að flokks-
æsing, málæði og eigingirni sumra þingmanna spilli og
aflagi þingstörfin. Þá hefir og lagasmíð þingsins — 1300
lög á 50 árum! — ekki vakið óblandna aðdáun almenn-
ings. Þó er baráttan sízt háð af meiru viti eða dreng-
skap utan þings en innan. Það sætir furðu og mun lengi
verða í minnum haft, hvað íslenzkir kjósendur hafa lát-
ið suma leiðtogana bjóða sér á þessum síðustu timum.