Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 108
102
ÁKNI PÁLSSON:
[vaka]
minnsta kosti einhver dálítill hluti þeirra, losni einhvern
tíma úr þessari sjálfheldu? Því að ekki vantar það, að
margir vor á meðal eru glöggskyggnir á bresti stjórnar-
farsins og draga ekki dul á það í fárra manna hóp. En
þá er á hólminn kemur og mestu varðar, á mannfund-
uin eða á kjördegi, þá er sem þeir verði málhaltir og
rænulausir, svo að þeir koma að engu liði. Það er hin
mesta nauðsyn að finna einhver ráð til þess að stappa
stálinu í slíka menn. Þeim þarf að skiljast, að þeir eru
öðrum mönnum sekari, að hin pólitíska óáran stafar að
miklu leyti af lítilmennsku sjálfra þeirra. Því að heil-
brigt og einart almenningsálit gæti læknað marga þá
kvilla, sem oss stendur nú mestur stuggur af. Ef kjós-
endur þess þingmanns, sem fyrstur gerðist of nærgöngull
við ríkissjóð, hefðu haft manndóm og menningu til þess
að svifta hann þingmennskunni við næsta tækifæri, þá
hefðu færri dregið fúlgur í bú sín úr ríkissjóði en raun
hefir á orðið. Ef kjósendur hefðu sýnt hæði í orði og
gerð, að þeim stæði ekki á sama, hvað borið væri á borð
fyrir þá, þá mundi inargur forhertur stjórnmálalyg-
ari hafa haft betri gát á tungu sinni og penna. Kjós-
endur hefðu og fyrir löngu getað afstýrt óðagoti löggjaf-
arinnar, ef þeir hefðu gert fulltrúum sínum skiljanlegt,
að hin hamslausa lagasmíð væri hvorki þinginu til
sæmdar né landinu til gagns. Og svona mætti halda lengi
áfram. Alþingi er ekkert annað en spegilmynd af kjós-
öndum landsins, og ekkert er vissara en að vér verð-
um að búa við sama sukkið, þangað til að kjósendaliðið
vitkast, — þangað til einurð og andlegt hreinlæti þjóð-
arinnar verður meira en nú.
Ég þykist nú vita að mér verði svarað, að valt sé að
byggja á andlegum framförum almennings, því að
hann sé venjulega seinn i svifunum. En þá spyr ég:
til hvers eru þá allar tillögurnar um breytingar á stjórn-
arlögunum, ef maður má ekki reyna að treysta því, að
þekking og siðferðisþrek almennings fari vaxandi. Ég