Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 58
[vaka]
SAMLAGNING.
Erindi flutt á kennaraþingi í Reykjavík og viða í Skaftafells-
sýslum sumarið 1926 (nokkuð aukið).
I.
Það er almenn trú, að stærðfræði sé flestum eða
öllum öðrum fræðigreinum betur til þess fallin að
kenna mönnum rétta hugsun. Til hennar verður jafn-
að um vissu og ekki lengra: það er eins vist og að
tveir og tveir eru fjórir. Einmitt þessi óbifanlegu lög-
mál, sem enga undanþágu veita, eiga að innræta
mönnum rökfestu og vera þeiin tákn hins lögbundna
skipulags allrar tilveru.
Nú er ekki mikið með því sagl, að 2 og 2 sé 4. Það
er ekki annað en orð eða tákn, sem menn hafa
komið sér saman um að nota. Veruleiksatriði kemur
fyrst til sögunnar, er vér spyrjum: eru fjórir alltaf
helmingi meira en tveir, íerfalt meira en einn? Með
öðrum orðuin: er alltaf hægt að gera ferfalt stærri
einingu úr fjórum einingum?
Það er auðsjáanlega engum vandkvæðum bundið að
liella saman fjórum pottum af vatni, svo að úr verði
ferfalt meira vatn en einn pottur, eða leggja saman
tvö og tvö pund af ull svo að úr verði tvöfalt meiri
ull en tvö pund. Úr tveim steinum er aftur á móti
ekki auðvelt að gera einn tvöfalt meira, en þó má það
með þvi að mala þá og steypa upp. En enginn getur
gert einn fjögurra vetra sauð úr tveim tvævetrum, þó
að hann saxi þá mjölinu smærra. Þyngdina, mældina
má leggja saman, en sauðir eru of miklir einstak-
lingar til þess að gera einn úr tveimur.
En þó að einstaklingar, samkvæmt eðli sinu, verði