Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 107
[vaka]
MNGRÆÐIÐ A GLAPSTIGUM.
101
um, — hvort nokkuð mundi et'tir at' hinu forna vikings-
hlóði. En ég hygg óþarft að bera kvíðboga fyrir því,
að vér þættum ekki liðgengir, hvar sem er. íslenzkir sjó-
menn hafa sýnt bæði fyr og síðar, að þeir þora að horf-
ast í augu við dauðann, og ekki var íslendingum í
Canadalier ámælt um það, að þeir þyrðu ekki að fylgja
vopnum sínum. Allar hvítar þjóðir eru hraustar á vig-
velli. En siðferðisleg hugprýði í borgaralegu lifi, i sam-
búð manna, á þingum og þjóðsamkomum eða í fram-
kvæmd laga óg réttar, er ein hin sjaldgæfasta dyggð í
þessum heimi. Og hér á landi er hún áreiðanlega afar-
sjaldgæf, enda á hún við rammari reip að draga hér en
víðast annarsstaðar, þvi að fámennið veldur því, að vér
erum næstum því allir annaðhvort frændur eða kunn-
ingjar.
Hið siðferðislega hugleysi er einkum að þvi leyti alveg
furðulegt fyrirbrigði, að það kennir mönnum oft að
hræðast það, sem engin ástæða er til að óttast í raun og
veru. Mönnum, sem hvorki gera að blikna né blána t. d. í
sjávarháska, fellur allur ketill i eld, ef þeir eiga að segja
náunga sinum sannleika, sem þeir halda að honum komi
illa. Menn láta náungann kúga sig til allra skapaðra
hluta, til þess að ganga öðru vísi klæddir en þeim sjálf-
um er þægilegast, til þess að lifa lífinu allt öðru vísi en
þeim sjálfum hentar og lil þess að láta i Ijós aðrar
skoðanir á mönnum og málefnum en þeir í raun og
veru hafa. Menn láta náungann gera allt þetta, því að
i raun og veru gerir náunginn það ekki sjálfur. Óljós
beygur og hræðsla við vanþóknun annara stjórna orð-
um og gerðum langflestra manna. Menn halda oft lang-
ar ræður, ekki til þess að lýsa sinum eigin skoðunum,
heUlur til þess að mæla fram með skoðunum, sem þeir
halda að aðrir menn hafi. Hið ógeðslega og löðurmann-
Ivga dekur við þjóðarviljann, sem venjulega er alls ekki
til, er m. a. sprottið af þessum rótum.
Er nú óhugsandi, að íslenzkir kjósendur, eða að