Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 111
[vaka j ÞINGRÆÐIÐ Á GLAPSTIGUM. 105
verklegum efnum. Hér er því miður ekki rúm til þess
að ræða um þau efni og skal aðeins minnzt á hina ger-
breyttu afstöðu þjóðarinnar til kirkju og kirstindóms.
Hvað margir íslendingar skyLdu nú geta skrifað undir
Augsborgarjátninguna með góðri samvizku? Ætli þeir
yrðu fleiri en þeir, sem telja hið ríkjandi stjófnarfar
holt og þarflegt þjóðinni? En þegar svo er komið, að
margt af því, sem á að gilda og ganga opinberlega sem
sannleikur i landinu, er í raun og veru talið hégómi og
hindurvitni af öllum þorra manna, þá er andleg heil-
brigði þjóðarinnar í voða. Þá er ástatt fyrir henni eins
og manni, er býr i húsi, sem er að grotna niður af fúa.
Þó að hann sé heilsugóður, þá getur svo farið fyrir hon-
um, að hann fúni sjálfur ásamt húsinu, bæði andlega
og líkamlega.
Árni Pálsson.
STAFSETNING.
Það þykir hlý'ða að gera hér stuttlega grein fyrir stafsetningar-
reglum þeim, er farið verður eftir í þessu tímariti, að svo miklu
leyti, sem þær eru frábrugðnar stafsetningarreglum blaðamanna frá
1898 og stjórnarstafsetningunni frá 1918. En það eru þær i þeim
þrem atriðum, er nú skal greina (og þó i 1. og 2. atriði að mestu
samkvæmar blaðamannastafsetningu):
1) Rita slcal yfirleitt é, þar sem nú er borið fram je, hvort sem
þar er um að ræða fornt é eða fornt e, sem lengzt hefur, t. <1.:
lét, vér, hérað.
Aftur á móti skal rita je, þar sem lil eru í sama orði hliðstæðar
myndir með ja eða jö: kveðjendur (kveðjandi), fjendur (fjandi),
smjer (smjör), mjel (mjöl). I upphafi erlendra nafna skal og
rita je: Jens, Jerúsalem, Jesús.
A eftir u og /c skal aldrei i sömu samstöfu rita é né je, lieldur
e: geta, gera, ket.
2) Rita skal z fyrir upprunalegt ds, Ss, ts, bæði i stofni og end-
ingum, þar sem fornmenn rituðu z og tannstafurinn (d, ð, t) er
fallinn burt i framburði: lenzka, gæzka, vizka, kallizt, hallazt,
snúizt. Þar sem tl fer á undan st skal rita tzt: flutzt (flutt-st), hitzt.