Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 38
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[VA KA]
32
íillsstaðar mjög háð breytingum. Hjá oss mundu og
þessi mál og fleiri vera látin vera utan bókarinnar. En
hve mikið af rétti landsins ætti hún að geyma? Eg
mundi telja það ástæðulaust að binda sig svo við fræði-
kerfi lögfræðinnar, að hver grein þess væri í sérstakri
lögbók. Ein bók og víðtækari mundi verða að meira
gangi en fleiri bækur, er skemra næðu. Og svo víðtæk
ætti hókin að vera, að hún næði yfir allan einkamála-
réttinn, réttarfarið og refsiréttinn. Hún hefði þá að
geyma þá þætti réttarins, er mest varða daglegt líf
hvers manns og menn skiftir mestu að vita grein á. En
ég tel ekki varhugavert að fara lengra, hafa t. d. í bók-
inni bálk um sveitamálefni, atvinnumál, kirkjumál og
ef til vill fleira. Annars er það undir hentugleikum
ko.mið, hversu langt farið yrði í því efni, aðalatriðið er
4\ð liólcin hafi alla þrjá þættina, er fyrst voru nefndir.
Þeir, sem mótfallnir eru þessu máli, munu ef til vill
seg'ja, að lögbókin mundi Jeiða til kyrrstöðu í rétti
þjóðarinnar, menn mundu skirrast við að breyta henni
•og hún mundi verða hemill á eðlilegri þróun réttarins.
I>að væri illa farið, ef svo væri, en sem betur fer er auð-
velt að koma i veg fyrir það. Má gera það með því
bæði að ætla réttarvenjunni svigrúm, þar sem lielzt
er hreytinga von, og með því að endurskoða bók-
ina reglulega á tilteknum fresti, t. d. 5 eða 10 ára. Við
endurskoðunina væri 'hægt að koma öllum nauðsyn-
leguin breytingum að. Þess skyldi nð eins gæta að halda
bókinni við, eins og Svíai- gera við lögbók sína, að færa
breytingarnar jafnóðum inn í bókina sjálfa.
Flestar menningarþjóðir eiga lögbækur nú á tímum,
en þó eigi allar. Danir og Norðmenn, þær þjóðir sem
réttur vor hefir orðið fyrir inestum áhrifum frá, hafa
hvorugar neina lögbók síðan lögbækur Kristjáns 5. leið.
Ég get búist við, að í það yrði vitnað gegn því, að vér
settum oss lögbók. Sú inótbára virðist mér ekki vera
mikils virði. Þó að þessar þjóðir kjósi að búa við það