Vaka - 01.01.1927, Blaðsíða 53
! VAKA
HELGAR TILGANGURINN TÆKIN?
47
og Iiauðst til að ljúka kirkjusmíðinni á fárra daga
iresti. Kaupið var þá sól og tungl, eða augun úr höfði
kirkjueigandans, eða sjálfur hann með húð og hári,
eða einkasonur hans o. s. frv. Venjulega endar sagan
á því, að kirkjusmiðurinn verður af kaupinu á siðuslu
stundu með þeim hætti, að kirkjueigandi kemst að því,
hver hann er og getur nefnt hann réttu nafni. Það þolir
hann ekki og dettur niður dauður eða skreiðist burt
eða verður að steini.
Þessar sögur endurtakast æ og sí. Kirkjusmíðin
getur verið ímynd hverrar framkvæmdar, sem ætlað
er að hefja þjóðfélag á æðra þroskastig, svo sem breyt-
ing á stjórnarskipun, réttarbætur einhverri stétt eða
þjóðfélagi til handa, breyting á skoðunum manna í'
trúar- og siðgæðisefnum, nýtt skipulag uppeldismála,
heilbrigðismála o. s. frv., eða verklegar frainkvæmdir
svo sem járnbrautir, hafnargerð, áveitur eða hvað
annað, sem til framfara má telja. Til þess að koma
slíku á þarf löngum fyrst að sannfæra alþjóð manna
um nytsemi þess eða nauðsyn. Það kostar oft langa
haráttu og mikið þolgæði forvígisinanna, ef bíða skal
eftir því, að menn sannfærist al' skynsamlegum rökum
einum. Þegar forvígismennirnir taka að þreytast og
sigurinn virðist enn eiga langt í land, kemur freistar-
inn, er býðst til að ljúka verkinu á skemmri tima en
líkindi mundu þykja til. En eins og borgarsmiður Ása
forðum, vill hann hafa Svaðilf ara í verki með
sér. Svaðilfari er ofsinn og óhlutvendnin. Þeir, sem
ekki láta sannfærast af skynsamlegum rökum, snúast
ofl á skammri stund, ef nóg er hamast og slegið á
stréngi geðshræringanna. í lýðræðislöndum er fram-
gangur mála kominn undir valdi meiri hlutans.
Þeir, sem berjast fyrir einhverju þjóðmáli, reyna þvi
fyrst að fá meiri hlutann með sér og þar með völdin.
Eitt hið auðveldasta bragð til þess er að gera andstæð-
ingana tortryggilega, telja mönnum trú um, að þjóð-